Heimili og skóli - 01.02.1961, Síða 7
Heimiu og skóli
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
20. árg. Janúar—Febrúar 1961 1. hefti
Meh nýju ári
Já, eitthvað nýtt kemur alltaf með
nýju ári. Þótt hin mikla móða tímans
virðist renna áfram með dagana, vik-
urnar og mánuðina í fangi sínu til-
breytingaiítið, ólgar þó undir yíir-
borði hennar hið síkvika og sífrjóa líf,
sem er alltaf eitthvað öðruvísi í dag en
í gær. Heimili og skóli leggur nú á
nýjan áfanga og verður tvítugt um
næstu áramót. Sjálfsagt hefur þetta
litla tímarit ekki markað nein djúp
spor þessi ár, sem það hefur lifað. Til
þess hefur það of litlum starfskröftum
á að skipa, þar sem hér er um að ræða
nálega eingöngu tómstundastarf rit-
stjórans, og í öðru lagi hefur það ekki
náð þeirri útbreiðslu sem til þess þarf.
Ritið hefur fyrst og fremst verið ætl-
að foreldrum og kennurum, en hvor-
ugur þessi aðili hefur veitt því þá að-
stoð, sem skyldi. Það er að vístu vert
að þakka, að margir kennarar hafa
reynzt drjúgir við útbreiðslu þess, og
hún er að verulegu leyti mörgum
kennurum að þakka. Þá er vert að
þakka þá aðstoð foreldranna, að kaupa
ritið og gera því þannig mögulegt að
lifa. Aftur hafa þessir aðilar lagt lítið
af mörkum til að gera efni ritsins fjöl-
breytt og læsilegt. Þetta gæti staðið til
bóta.
Mér hefur aldrei dottið hug, að
Heimili og skóli stæðist samkeppnina
við þau vikurit, mánaðarrit og önnur
tímarit, sem flytja nálega eingöngu
skemmtiefni. Allur almenningur virð-
ist óska eftir ritum, sem flytja létt efni.
Rit, sem eingöngu flytja alvarlegt efni,
eru því ekki eftirsótt. Ekki sízt, ef þau
irafa „boðskap“ að flytja. Boðskapur er
eitt af þeim orðum, sem nútímanum
fellur ekki í geð. Heimili og skóli hef-
ur því aldrei verið skemmtirit.
Rit um uppeldi og skóla ætti að
vera víðlesið rit, vegna þess, að þetta
tvennt snertir nálega hvern einasta
mann, og foreldrastéttin, ef svo mætti
að orði komast, er sú fjölmennasta í
landinu og heiminum öllum. En þrátt
fyrir þetta finnst mér oft, sem ég sé að
tala við sjálfan mig'í þessu litla riti. Ég
vona þó, að svo sé ekki, þótt sjaldan
heyrist rödd úr lesendahópnum.
Þótt mikið sé gefið út af blöðum og
tímaritum á íslandi, væri þó synd að
segja, að almenningur hafi verið kæfð-
ur í umræðum um uppeldismál, og þó
eru þau mál mikilvægari en flest önn-
ur, sem á döfinni eru á hverjum tíma,
og ef Heimili og skóli hefur á undan-
förnum árum, getað varpað einhverju
ljósi á, þó ekki væri nema nokkur af