Heimili og skóli - 01.02.1961, Qupperneq 8
2
HEIMILI OG SKÓLI
Mismunancli
lestrarörðugleikar
drengja
og stúlkna
Það virðist nokkuð samhljóða niður-
staða, að fleiri drengir lendi í lestrar-
örðugleikum en stúlkur.
Rannsóknir í Danmörku munu
hafa sýnt, að drengir nema 60—80%
af heildartölu barna, sem talin eru
með lestrarörðugleika. í Noregi er
naumast öruggar tölur fyrir hendi, en
talið, að í þessum hópi séu drengir
allt að helmingi fleiri en stúlkur.
í bók sinni „Differential psycho-
logy“ segja Anastasi og Foley að í
rannsókn á 17 hópum hafi drengirnir
numið 60—100% af lestrarörðugleika-
tilfellunum. Þau segja enn fremur, að
rannsóknir hafi sýnt, að miklu fleiri
drengir en stúlkur stami eða séu haldn-
Jónas Pálsson.
ir málgöllum (hlutfallið 2:1 eða jafn-
vel 10:1). Þau geta þess enn fremur,
að stúlkurnar í heild nái fyrr lestrar-
leikni, hraða og nákvæmni en drengir.
Raunar hafa athuganir sýnt, að stúlkur
skara að meðaltalsárangri fram úr
drengjum við nám í flestum greinum
í barnaskóla og jafnvel lengra upp,
vandamálum uppeldisins, væri samt
ekki til einskis unnið, og jafnvel þótt
sjaldan berist raddir um, hvort betur
líki eða verr, mun samt verða haldið
áfram, í sömu átt og áður, eitthvað
fyrst um sinn, að minnsta kosti þar til
ritið nær tvítugsaldrinum.
Svo þakka ég öllum þeim, sem
leggja það á sig að kaupa og lesa ritið,
vafalaust leynast þar margir óþekktir
vinir þess. Kannski þeir vildu nú
einnig leggja það á sig að útvega rit-
inu einn og einn kaupanda. Safnast
þegar saman kemur.
Rit þetta er helgað börnunum okk-
ar. Öllum börnum á íslandi. Þótt vafa-
laust hafi oft mistekizt með málfærsl-
una. En þrátt fyrir það, vona ég að rit-
ið frekar njóti þess en gjaldi.
Gleðilegt nýtt ár. H. J. M.