Heimili og skóli - 01.02.1961, Síða 9
HEIMILI OG SKÓLI
3
einkum í námsgreinum, þar sem reyn-
ir á meðferð orða og einfaldan tölu-
reikning,
í rannsókn þeirri á skólaþroska
barna, sem undirritaður hefir unnið
að síðustu árin í Kópavogsskólum og
í einum Reykjavíkurskóla (og nánar
er rakið í næsta hefti Menntamála)
kom í ljós meðaltalsmunur í lestrar-
árangri drengja og stúlkna í 7- og 8-ára
bekkjum. Munurinn var stúlkunum
nokkuð eindregið í hag. Nokkrar tölur
skulu nefndar.
í Kópavogssafninu (301 barn í 7-ára
bekkjum) var meðaleinkunn telpna í
lestri á miðsvetrarprófi hærri en
drengja um 0,82 og við vorpróf 7 ára
0,88. í miðsvetrarprófi í 8-ára bekkj-
um voru telpur hærri að meðaltali um
0,98 og við vorpróf um 1,04. í reikn-
ingi kom fram munur í sömu átt, en
minni.
Börnunum var skipt í 4 flokka eftir
stigafjölda á þroskaprófi Levins. Það
var mjög athyglisvert, að meðaltals-
munur milli drengja og telpna hélst
innan hinna einstöku flokka þroska-
prófsins og voru þó flokkar þessir til-
tölulega fámennir. Telpur í I. flokki
(börn, sem fengu hæztu stigatölu á
þroskaprófi) voru talsvert hærri í
meðaleinkunn í lestri en drengir í
sama flokki og þannig áfram samsvar-
andi í hinum flokkunum.
í Reykjavíkursafninu var mismunur
drengja og telpna í lestri nokkru óskýr-
ari, en þó má fullyrða, að sama til-
hneiging kom fram og í Kópavogi.
Stúlkurnar voru og með hærri meðal-
einkunn í lestri (í Laugarnessskóla) í
öllum einstökum flokkum þroskaprófs-
ins.
Þroskaprófið sjálft sýndi nokkurn
meðaltalsmun stúlkum í hag.
I Kópavogi reyndist meðaltala 137
stúlkna á prófinu 14,26, en 164
drengja 12.13. Munur þessi kom fram
í öllum útreikningshópúm, að einum
undanskildum. (Þar var meðalgreind-
arvísitala stúlkna á einstaklingsprófi
einnig mjög lág.)
í Reykjavíkursafninu var meðaltals-
munur drengja og telpna á Levinprófi
enn meiri. Meðaltala drengja var 9,0,
en stúlkna 12,68.
Mismunur drengja og telpna sam-
kvæmt prófinu kemur þó enn skýrar
fram ef litið er á skiptingu kynjanna
eftir hundraðshlutum í hina einstöku
flokka þroskaprófsins.
Til skýringar skal þess getið, að
stigatala Levinprófsins er frá 37 niður
í mínus 13. I I. fl. komu þau börn, sem
fengu 20 stig eða hærra, í II. fl. þau,
sem fengu 10-20 stig, í III. fl. þau, sem
fengu frá 0-20 stig og í flokk óskóla-
þroska þau, sem voru með mínustölu.
í Kópavogssafninu komu 32,12%
allra stúlkna í safninu í I. fl., en aðeins
24,39% drengja, í II. fl. koma 33,58%
stúlkna, en 35,98% drengja, í III. fl.
22,63% stúlkna, en 25% drengja og í
IV. 11. (óskólaþroska) koma 11,68%
stúlkna, en 14,63% drengja.
Sambærilegar tölur í Reykjavík
voru þessar:
í I. fl. 27,3% stúlkur, en 16,9%
drengir, í II. fl. 34,9% stúlkur, en
28,2% drengir, í III. fl. 23% stúlkur,
en 32% drengir og í fl. óskólaþroska
14.8% stúlkur, en 22.6% drengir.
Röðun í bekki byggist sem kunnugt
er hér hjá okkur að miklu leyti á lestr-
arkunnáttu við byrjun skólagöngu.