Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 10
4
HEIMILI OG SKÓLI
Athuguð var samsetning kynja í beztu
bekkina 7 og 8 ára í Kópavogskól-
um og kom í ljós, að þar voru stúlk-
ur 60—70% af heildartölu bekkjanna.
I Kópavogsskólum voru haustið
1958 og aftur 1959 öll börn í 7 ára
bekkjum einstaklingsprófuð með
greindarprófi dr. Matthíasar Jónas-
sonar, samtals þessi tvö ár 301 barn.
Er það sami hópur og Levinprófið var
lagt fyrir og skýrt var frá hér að fram-
an. Nú mætti ætla, með tilliti til betri
námsárangurs telpna og betri frammi-
stöðu að meðaltali á þroskaprófum, að
þær reyndust einnig að meðaltali hærri
á einstaklingsprófinu. Svo var þó ekki.
Meðalgreindarvísitala drengja var 1.40
stigum hærri. Er sú niðurstaða raunar
í samræmi við niðurstöður af rann-
sóknum í fjölmörgum löndum með
hliðstæðum einstaklingsgreindarpróf-
um. Tedman og Merill fengu í sínu
safni 1937 meðalgrof-tölu telpna 2
stigum hærri upp að 6 ára aldri, en
eftir það var meðaltala drengja hærri.
I safni dr. Matthíasar Jónassonar var
niðurstaðan svipuð og hjá Tedman og
því eðlilegt, að niðurstaðan yrði hin
sama hjá mér á sama prófkerfi. Geta
má þess að niðurstöður Cyril Burts
voru á sínum tíma gagnstæðar. Telpur
sýndu yfirburði í meðaltalsmismun
frá 3—14 ára aldurs.
Levinprófið (skólaþroskapróf) og
einstaklingsgreindarprófið mæla vafa-
laust einn eða fleiri sameiginlega
þætti svo sem fylgitalan sýnir, en hún
reyndist í Kópavogssafninu milli þess-
ara prófa 0.69. Hitt er ég þó jafn
sannfærður um, að á þeim er mikill
munur. Þroskaprófið er mun háðara
félagslegum og tilfinningalegum
þroska og uppeldisáhrifum heldur en
greindarprófið. Stafar sá munur bæði
af gerð prófanna og innihaldi, en eink-
um af mjög ólíkum aðstæðum, þegar
þau eru lögð fyrir.
Þessar niðurstöður benda til, að
stúlkur séu á einhvern hátt betur
þroskaðar en drengir á þessum ævi-
skeiðum og leiði þetta til þess, að þær
ná betri árangri við nám, að minnsta
kosti í lestri. Að vísu er úrtakið, sem
um ræðir í Kópavogi svo lítið, að allar
ályktanir ber að draga með varúð. En
þar eð gífurlegur fjöldi rannsókna er-
lendis um námsárangur kynjanna hafa
verið gerðar og nær allar hafa leitt til
þeirrar niðurstöðu, að stúlkur sýni
betri árangur við nám í flestum náms-
greinum að minnsta kosti út barna-
skólastigið, virðist mega álykta með
nokkurri vissu, að niðurstöður af áð-
urnefndri athugun í Kópavogi og í
Reykjavík séu ekki tilviljun. I áður-
nefndri bók Anastasi og Foleys er get-
ið fjölda rannsókna, sem hníga í þessa
átt. Þar eru og nefnd dæmi um margar
rannsóknir á greindarþroska kynjanna
með einstaklingspófum, þar sem nið-
urstöður hnigu mjög í sömu átt og í
Kópavogssafninu, þ. e. a. s. drengir
náðu eins góðum meðaltalsárangri og
stúlkur á þessum prófum eða betri.
Þau Anastasi og Foley greina og frá
niðurstöðum af rannsóknum þar sem
sérstök hæfileikasvið kynjanna á
bernsku- og unglingsaldri hafa verið
könnuð. Niðurstöður eru yfirleitt á
þann veg, að stúlkur sýna yfirburði
yfir drengi í málþroska, þar með tal-
inn orðaforði og orðskilningur og nær
þetta allt til fullorðins aldurs. Þykir
sannað að stúlkur byrji að jafnaði fyrr