Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI
5
að tala en drengir, hafi við tiltekin
aldursskeið meiri orðaforða og myndi
fyrr setningar. Sjónminni stúlkna á
skólaaldri hefir og, að því er sumar
rannsóknir greina, verið talið mun
betra en hjá drengjum, sem annars
voru sambærilegir við telpurnar að al-
mennum greindarþroska. Prófniður-
stöður sýna og yfirburði telpna í með-
ferð talna í einföldum reikningi.
Drengir sýndu hins vegar yfirburði
við lausn sérstakra hugsanaþrauta og
hæfni þeirra var meiri en telpna við
lausnir tæknilegra viðfangsefna og þar
sem reyndi á afstæðisskyn eða fjarlægð
hluta innbyrðis.
Enn er þess að geta, að rannsóknir
á líkamsþroska og þá sérstaklega hreyfi-
þroska (motorik) drengja og telpna
þykja sýna, að fín-motorik telpna sé
betri og þroskist mun fyrr hjá telpum
en drengjum. Samræmi hinna fíngerð-
ari hreyfinga þroskast fyrr hjá þeim
en drengjum sé miðað við aldur fram
til 7 ára að minnsta kosti. Þannig eru
telpur fyrri til og leiknari en drengir
t. d. við að hneppa hnöppum, klæða
sig, þvo sér o. s. frv. Drengir hafa hins
vegar yfirburði yfir telpur hvað snertir
krafta, hraða í hreyfingum og satn-
ræmi grófgerðari hreyfinga.
Vísindalegar rannsóknir hafa og
sannað það almenna álit að stúlkur
taki að jafnaði hraðar eða fyrr út
líkamsþroska en drengir. Þannig virð-
ist vera um vaxtarhraða hæðar og
þyngdar að minnsta kosti á árunum
8—12 ára. Stúlkur eru og taldar ná
kynþroskaaldri 12—20 mánuðum fyrr
en drengir að meðaltali.
Hér er ekki rúm til að rekja rann-
sóknir af þessu tagi né rökræða gildi
þeirra í einstökum atriðum. Megin-
niðurstaðan er sú að ekki sé um mis-
mun að ræða milli kynjanna hvað
snertir greind eða greindarþroska í
heild. Hins vegar bendir allt til, að
misjöfn hæfni komi fram hjá kynjun-
um á einstökum sviðum, við sérhæfð
verkefni og að líkamsþroski og þroski
taugakerfisins sé ekki hinn sami hjá
kynjunum á tilteknu aldursskeiði.
Þessi mismunur kynjanna í þroska og
hæfni á tilteknum sviðum og ákveðn-
um aldri hefur að minni hyggju hag-
nýta þýðingu hvað snertir nám og
skólastarf. Hér heima hefur þessu at-
riði naumast verið nægur gaumur gef-
inn, að því er mér virðist. Einkum
virðist mér þroskamunur drengja og
telpna athyglisverður, ef á hann er
litið í sambandi við lestrarörðugleika
barna, þar sem drengir eru í miklum
meiri hluta. Tölur um fjölda barna
með lestrarörðugleika eru að vísu ekki
til hér heima, né skipting þeirra milli
kynja, en gera má ráð fyrir að þar sé
svipaða sögu að segja og í nágranna-
Iöndum okkar.
Tilgáta mín er sú, að ein megin-
orsök þess, hve miklu fleiri drengir
lenda í lestrarörðugleikum en telpur
sé fyrst og fremst að rekja til mismun-
andi þroska kynjanna einmitt á þeim
sviðum, sem sennilega hafa úrslita-
þýðingu, eða mjög mikla þýðingu,
fyrir árangur við lestrarnám, þ. e. a. s.
málþroska yfirleitt, fíngerðan hreyfi-
þroska og samræmi fíngerðra hreyf-
inga.
Reynsla mín síðustu árin hefur
komið mér á þá skoðun, að árangur
við lestrarnámið sé fyrst og fremst
háður vaxtarþroska bamsins fgrowth-