Heimili og skóli - 01.02.1961, Side 18
12
HEIMILI OG SKÓLI
um með handritið í hendinni. Eftir á
— og stundum jafnvel í miðju kafi —
spjölluðum við svo um hugarfar æsk-
unnar, ummæli þeirra og vandamál.
Hér voru foreldrarnir samtímis bæði
æskan sjálf, foreldrar og þátttakendur
í rökræðum. Eflaust eru til á prenti
önnur æskuleikrit, sem hentað gætu
þessu hlutverki. Lestur barnasálfrœði-
legra skáldsagna til skilningsauka á
málefnum skóla og uppeldis. fVísað til
bókasafna, sérstakl. í K.höfn, um þess
háttar bækur.)
Við notuðum 2—3 kvöld á hverja
bók, tvennir eða þrennir foreldrar
voru frummælendur hvert kvöldið.
(Þar eru slíkar bókmenntir afar auð-
ugar, en því miður ekki hér. — Þýð.)
Gagn og gildi samræðuhópsins.
Kennarinn öðlast vissulega mikla
reynslu og margvíslegt gagn á þessum
kvöldfundum, en hvað segja svo for-
eldrarnir um þetta? Ég ætla að tilfæra
hér nokkur ummæli móður einnar í
tilefni af ársskýrslunni: „Umræðurnar
af öllu tagi og frá mörgum sjónarmið-
um, frá skólamötuneyti og matgjöfum
til kynfræðilegrar heilsufræði opnaði
augu okkar fyrir fjölmörgum vanda-
málum, sem áður hafði lítið verið
hugsað um. Einnig var fróðlegt að
kynnast kennurum skólans nánar, því
að eflaust hafa mörg okkar áður fyrr
fitjað upp á nefið, þegar talið barst að
„skólakennaranum“. Og að lokum vil
ég segja frá því, hve glöð dóttir mín
hefur orðið, þegar hún hefur verið að
segja okkur eitthvað frá skólanum og
verður þess svo vör, að við þekkjum
talsvert til skólans og kennaranna."
Jafnvel þótt það takist ekki að ná til
allra heimila á þennan hátt, þá er þó
ekki lítils virði að hafa safnað saman
og sameinað heilan hóp áhugasamra
foreldra, sem þekkja talsvert til skól-
ans og eru honum hlynntir.
Samvinna í árekstrum. (Málamiðlun?)
Þrátt fyrir mikla og góða samvinnu,
sem reynt er að korna á milli heimilis
og slcóla, verður vart hjá því komizt,
að orðið geti árekstrar sökum hegðun-
ar barns eða starfs þess. Og auðvitað
getur sundurþykkja sprottið upp milli
skóla og heimilis sökum misskilnings
eða skoðanamunar. En sú er sannfær-
ing mín, að slíkum árekstrum muni
fækka stórlega og verða að mun smá-
vægilegri, sé áður gott samkomulag og
samvinna milli heimilis og skóla.
Mörg tilfelli af „leti“ og skólaleið-
indum stafa eflaust af skorti á skiln-
ingi og samvinnu foreldra og kennara
— á þann hátt, að báðir aðilar beinlínis
andæfa hvor öðrum, svo að barnið
verður eins konar þeyti-knöttur á milli
þeirra. Ég tel víst, að hægt væri að
komast hjá mörgum „erindum" og
kærum til skólanefndar um kennara
og störf hans, ef sá trúnaður væri milli
foreldra og kennara, að þeim væri
eðlilegast að hittast sjálf og ræða
vandamálin sín á milli.
Skoðun mín á pví, er gera bæri.
Eigi að stuðla að þróun og endur-
nýjun núverandi ástands í áttina til
þess að vekja áhuga foreldra og skapa
betra viðhorf milli skóla og heimila,
tel ég að hver einstakur kennari ætti
að íhuga, hverjar aðferðir og starfs-
hættir henti honum bezt, en á hinn
bóginn beri ábyrgum og fjárveitandi