Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 20
14 HEIMILI OG SKÓLI REYNSLA MÍN SEM fyrrvemndi ofdrykkjuma&ur Eftir NATHAN TARBOR dr. med. Nathan Tarbor er ekki mitt rétta nafn, sem vinir mínir þekkja, en ég er læknir, og því aðeins tek ég það fram hér, að það skiptir nokkru máli í frá- sögn þeirri, sem hér fer á eftir. Síðast- liðin 12 ár hef ég lært þá list að vera algjör bindindismaður þótt ég sé í samkvæmur, þar sem aðrir neyta áfengis. í samkvæmi er geysilegt djúp á milli þeirra, sem drekka og ekki drekka. Báðir aðilar finna til þess með eins konar sannið, að hinn aðilinn kann ekki að lifa lífinu. Við, fyrrverandi drykkjumenn, svífum yfir þessu djúpi. Við höfurn ekki löngun til að ganga í flokk með bindindismönnum, því að það væri að ganga í berhögg við alla okkar gömlu vini. Þó getum við ekki annað en horft á lífið með augum bindindismannsins. Hversu „hátt uppi“ sem samkvæmið er hverju sinni, erum við þó allsgáðir, og ef lækning okkar á áfengissýkinni er algjör, ósk- um við einskis annars en að vera það alltaf. Þegar ég varð þess var, að ég hafði náð fullum bata á drykkjumanna- sjúkrahúsinu, þótti mér sem ég væri eins og slanga, sem kastað hefur af sér hamnum. Það eina, sem ég þráði, var að mega liggja í friði og ró úti í nátt- úrunni. Ég hafði yfir engu að kvarta nú. Það var dásamlegt að mega vakna allsgáður á hverjum morgni, eins og þungu fargi væri af mér létt. Lífið var bjart, og vinnan var eins og leikur. Stéttarbræður mínir á sjúkrahúsinu létu ekki á neinu bera, þegar ég kom þangað aftur, alveg eins og þeir hefðu varla tekið eftir því að ég hafði ekki komið þangað um langt skeið. Það var aftur erfiðara með sam- kvæmislífið. Hvert boð hafði þau áhrif á mig, að mér þótti sem kalt vatn rynni mér milli skinns og hörunds. Og þannig gekk það margar vikur. Ég sagði alltaf nei. Ég óttaðist, að ég myndi ekki geta komizt í gegnum þennan hreinsunareld án þess að læð- ast fram í eldhúsið og fá mér eitt staup til að róa taugarnar. En svo rann upp sá dagur, að einn af beztu vinum mín- um hélt upp á afmælið sitt með mikilli veizlu. „Þú getur ekki verið þekktur fyrir að stinga höfðinu alltaf í sandinn," sagði ég við sjálfan mig. — Svona — af stað með þig! — Það, sem þjáði mig einna mest, var, að allt það, sem gerzt hafði hina síð- ustu mánuði, eða voru það kannski ár? — var nálega þurrkað út. „Þú manst auðvitað eftir Elsa Jansen?“ hvíslaði konan mín að mér, þegar ung kona brosti til mín. — Jú — auðvitað mundi ég eftir Elsa Jansen.... En

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.