Heimili og skóli - 01.02.1961, Síða 23

Heimili og skóli - 01.02.1961, Síða 23
HEIMILI OG SKÓLI 17 Rödd frá Noreói Flestir Norðurlandabúar munu kannast við Eyvind Berggrav, sem lengi var biskup á Há- logalandi í Noregi en síðar í Osló. Hann var hámenntaður guðfræðingur, víðsýnn og frjáls- lyndur. Árið 1937 ritaði hann bók, sem hann kallaði Spenningens land. Eru þetta endur- minningar frá „vtísitasíuferðum" hans í Norð- ur-Noregi. Bók þessi hlaut svo fádæma vin- sældir í Noregi og víðar, að það varð að gefa hana út níu sinnum á þremur mánuðum. Ég las þessa bók á sínum tíma mér til óbland- innar ánægju. Ég gat ekki stillt mig um það, þegar ég hafði lesið hana, að þýða úr henni stuttan kafla, sem heitir „Börnin á Háloga- landi“, og nú fann ég þennan þátt í skrif- borðsskúffunni minni fyrir nokkrum dögum. Þeir prófessorarnir Ásmundur Guðmundsson og Magnús Jónsson þýddu bókina árið 1939, og nefndist hún þá Hálogaland. — Ritstj. — Fimmtudag einn í júlímánuði átti ég að hafa barnaguðsþjónustu í Tana. Kvöldið áður hafði þar verið kennarafundur. Það hafði húðrignt all- an daginn, en kennararnir fullvissuðu mig um, að börnin myndu ekki láta standa á sér. Það fór líka svo. Rétt í þessum svifum kom stór hópur barna yfir fjallið. Þau höfðu gengið fjórar mílur og komu nú rennvot af göng- unni, en glöð voru þau. Mörg þeirra höfðu aldrei séð kirkju fyrr. Þetta gat í fljótu bragði verið upp- örfandi fyrir mig, en hafði þó gagn- stæð áhrif. Þegar við komum í kirkj- una daginn eftir, mættu þar um 100 um manni vera stærra en allt annað í heiminum. Þess vegna ber það oft við fyrstu ár- in eftir lækninguna, að við tölum stundum í dálitlum prédikunartón: „Það er dásamlegt að vera alltaf þurr, garnli vinur. Þú veizt ekki hvers þú ferð á mis.“---Á þessu skeiði erum við stundum dálítið þreytandi. En til allrar hamingju lagast þetta fljótt, þegar við tökum að lifa hamingjusömu og starfsömu lífi. Nokkrir menn, sem áður höfðu gengið einum of langt í sambúðinni við Bakkus, hafa komið til mín í sam- kvæmum og beðið mig um hjálp til að hætta að drekka. En það er langt síð- an að mér varð það Ijóst, að ég sem læknir get ekki svarað þessu nema á einn veg, þegar um drukkna menn hefur verið að ræða: „Hringdu til mín á morgun. Ég er mjög fús til að hjálpa yður — en þér verðið að sofa þetta úr yður fyrst.“ Venjulega hringja þessir menn aldrei. En ef þeir hringja, þá bæta þeir mér fullkomlega upp þau von- brigði, sem ég varð fyrir með alla hina. Því fylgir ótrúlega mikil gleði, að geta leyst vandamál annarra, sem eitt sinn var átakanlegt vandamál okkar sjálfra, að geta komið manni aftur á rétta leið. Sú gleði er áfeng, nálega eins og brennivín — en það eru samt góð skipti. Þýtt H. J. M.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.