Heimili og skóli - 01.02.1961, Síða 25

Heimili og skóli - 01.02.1961, Síða 25
HEIMILI OG SKÓLI 19 fyrir og sýndi þeim það, sem var á alt- arinu. Fyrst kaleikinn. Öll vissu þau til hvers hann var notaður. Þau sögðu frá skírdeginum og innsetningu heil- agrar kvöldmáltíðar, og nú voru þau orðin svo áhugasöm og örugg, að svör- in komu í kór. „Kunnið þið innsetningarorðin?“ spurði ég hægt og alvarlega. „Vor herra Jesús Kristur á þeirri nótt, er hann svikinn var. . . .“ Hægt og hátíðlega mæltu þau fram orðin og andlitin ljómuðu. Á eftir var djúp þögn. Það var erfitt að hefja samtalið á ný. Með sálmabók- ina og Biblíuna gekk allt ágætlega. Stærri börnin vissu öll ósköp, sem myndi hafa reynzt erfitt fyrir borgar- börnin að svara. Næst kom svo altaristaflan. Ég hafði ekki veitt henni sérstaka athygli fyrr, því að þetta var í fyrsta skipti, sem ég kom til Tana. Ég sá, að hún átti að tákna Ummyndunina d fjallinu. Það var erfið saga til að ræða um hana við böm, eða svo hafði mér reynzt fyrr. Það mátti þó reyna. — Börnin keppt- ust bókstaflega um að fá að svara og segja frá. Það var eins og stráð væri yfir mig geislaregni. Nú mundi ég ekki eftir öðru til að ræða um við börnin. Við höfðum talað um altarið, altarisbúnaðinn. — Nei, ljósin voru eftir. Ég var glaður yfir að fá að hafa börnin hjá mér litla stund enn, og ég spurði í hugsunarleysi: „En altarisljósin, börn? Hvers vegna höf- um við ljós á altarinu? — Hvað tákna ljósin?“ Ég hafði ekki fyrr lokiS við þessa spurningu en mér varð það allt í einu ljóst, að ég vissi naumast sjálfur hvaða svar ég ætti að gefa. Jú, ég mundi að vísu öll þessi lærðu svör, t. d. að þessi tvö ljós ættu að tákna lögmálið og fagnaðarerindið o. s. frv., en sh'kt var ekki börnurn bjóðandi. Nokkur andartök var allt hljótt, en þá kom svarið frá norskum dreng: „Ljósin tákna von — von hins eilífa Ufs.“ Ég sneri mér við, og við stóðum öll litla stund og horfðum á hin gulu, blaktandi ljós, sem ýmist lögðust út af eða teygðu sig upp. — Þetta átti ég þá einnig eftir að læra, og ég mun aldrei gleyma þessu svari. — Þetta er hin rétta skýring, kirkjan ætti að hraða sér að tileinka sér hana. Börnin í Tana liafa gefið okkur liana. Ljósin á altar- inu merkja von — von hins eilífa lífs. Spyrjið svo, hvor hafi lært meira við yfirheyrsluna — biskupinn eða börnin. Mér þykir líklegt, að þeir, sem ferð- ast um á meðal þessa fólks verði þess v,arir, að hér eru menn „á eftir tíman- um“ á mörgum sviðum, en það er stundum gott „að vera á eftir tíman- um“. Það er gott, þegar mat okkar á verðmætum ruglast svo, að talið sé sjálfsagt, að allt gamalt sé lítils virði, en allt hið nýja sé harla gott. Börnin á Hálogalandi hafa vafalaust minni al- menna menntun en t. d. börnin í Osló. En þau eiga sínar djúpu rætur í frjórri mold gamalla verðmæta, sem enn hafa ekki blásið upp í stormi tímanna. Og skyldi ekki eitthvað svipað vera að ger- ast hér heima hjá okkur? Er ekki smátt: og smátt að ganga á hinn gamla menn- ingararf? Við skulum vona að þekking- in, tæknin og allt það, sem þeim fylgir, reynist okkur heilladrjúgt veganesti, og þekkinguna megum við aldrei van-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.