Heimili og skóli - 01.02.1961, Qupperneq 29
HEIMILI OG SKÓLI
23
Til gamans
Hefnd.
Fyrir skömmu stöðvaði lögreglan kennslu-
konu eina í Detroit. Henni hafði sem sé orðið
það á að aka á móti rauðu ljósi. Síðan fékk
hún skipun um að mæta fyrir rétti næsta
mánudagsmorgun. Hún gekk samt sem áður
strax á fund dómarans og óskaði eftir að
málið yrði afgreitt nú þegar, því að næsta
mánudagsmorgun yrði hún að mæta til
kennslu í skóla sínum.
„Já, einmitt, já, einmitt það!“ sagði dóm-
arinn strangur á svip. „Þér eruð kennslu-
kona. Það var ljómandi, alveg ljómandi! Nær-
vera yðar hér hefur uppfyllt ósk, sem ég hef
lengi alið í brjósti mínu. í fjöldamörg ár hef
ég þráð það að hitta kennara eða kennslu-
konu hér í réttinum. Og nú,“ þrumaði hann,
„vijjið þér gjöra svo vel og setjast þarna við
borðið og skrifa fimm hundruð sinnum: Eg
má aldrei aka á móti rauðu ljósi.“
Börn eiga að lcera að koma fram.
Fyrir nokkrum áratugum var það mjög al-
gengt að láta börnin á heimilinu koma fram
fyrir gesti og skemmta þeim, t. d. leika lítið
lag á orgel eða pianó, lesa upp kvæði eða eitt-
hvað annað. Þetta þótti góð skemmtun. Nú
á dögum þykir þetta ekki viðeigandi. Skoðun
mín er samt sú, að við eigum að taka þetta
upp aftur og láta börnin skemmta, t. d. þegar
gestir koma: lesa upp, leika smáleiki. leika á
orgel og yfirleitt læra að koma fram fyrir á-
heyrendur óþvingað og frjálsmannlega. Er
yfirleitt hægt að kenna þeim sjálfstjórn og
sjálfstraust á úokkurn einfaldari og betri
hátt? Og það sem meira er, ég held, að þetta
sé gott uppeldi og heilbrigð sálarfræði. Það
er ágæt félagsleg þjálfun að venja börnin við
að lesa hátt og snjallt og helzt utanbókar ein-
hverja kafla úr góðum bókmenntum.
Þegar barn les og segir frá í viðurvist ann-
arra, skuluð þið ekki spara að veita því viður-
kenningu. Hrós er mikið töframeðal, sem
getur fengið börnin til að ljóma af gleði og
vekur hjá þeim hið ómissandi sjálfstraust.
Helen Hayes, leikkona.
Súrefni sálarinnar.
Það eru einhverjir hátindar í lífi flestra
manna, og flestir þeirra eða allir stafa af því
að þeir hafa fengið viðurkenningu, hrós eða
uppörvun frá einhverjum.
Þakklæti og hrós er eins konar súrefni fyrir
sálina. Enginn getur framkvæmt verulega
gott verk, ef hann hlýtur ekki viðurkenningu
fyrir það. Án viðurkenningar og þakklætis
hefur enginn náð hinum hæstu tindum. Án
þess getur enginn maður í raun og veru lifað.
Hefurðu ekki einnig fundið, hve þér líður
vel, ef þú hefur hrósað öðrum eða tjáð ein-
hverjum þakklæti. Það þarf ekki að rökstyðja
það, að við eigum aldrei að sleppa nokkru
tækifæri til að þakka öðrum og mæla til
þeirra uppörvandi orðum.
HEIMILI OG SKÓLI
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar.
Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst
24 síður hvert hefti, og kostar árgang-
urinn kr. 35.00, er greiðist fyrir 1. júní.
Útgáfustjórn:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri.
Páll Gunnarsson, kennari.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Guðvin Gunnlaugsson, kennari,
Vanabyggð 9, Akureyri.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Pósthólf 183. Akureyri. Sími 1174.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.