Heimili og skóli - 01.02.1962, Síða 28

Heimili og skóli - 01.02.1962, Síða 28
20 HEIMILI OG SKÓLI nánu samband við þetta félagaval eða félagaleysi, bæði við nám og hagsæld alla. Ef kennari sér, að eitthvert barn í bekknum á sér engan félaga og er ein- mana, væri mikið góðverk, og jafnvel rík nauðsyn, að hann reyndi með lagi að skerast þar í leik, þótt það sé raunar mikill vandi, því að börnin vilja sjálf velja sér félaga og kæra sig ekki um af- skipti annarra af því. Það getur því brugðizt til beggja vona, að kennaran- um takist hér nokkru um að þoka. Barn, sem á engan félaga í bekkn- um, eða skólanum, er óhamingjusamt, og það hefur árhif á námið, það barn kann aldrei við sig í skólanum, og getur seinna orðið að vandræða- barni, bæði þar og annars staðar. Hér er því mikið í húfi. Ef þetta barn lifir svo einnig félaga- og vinalaust heima hjá sér er hættan enn meiri. Það er nokkur hætta á slíku með einbirni, en þau búa venjulega við svo mikið meðlæti heima, að það bætir upp vinaleysið að nokkru. Annars á einbimið við ýmsa örðugleika að stríða, sem stafa að mestu af því, að það á ekki félaga, og lifir of miklu ein- lífi. Það er því ekki æskilegt fjöl- skyldufyrirl)rigði að eiga aðeins eitt barn. — En þó að hér sé vikið að börnum í skóla nær þessi félagaþörf langt út fyrir skólaaldurinn á báða bóga. Þessi rika þörf hefst löngu fyrir skólaaldur, en er þá ekki eins einstaklingsbundin, verður kannski aldrei eins brennandi og á barnaskólaárunum, og fyrstu unglingsárin, eða þangað til ungling- arnir fara verulega að leita félaga af hinu kyninu. Þessi félagaþrá endist raunar alla ævi, ef hún er ekki leyst af hólmi með hjónabandi og fjölskyldu, sem fullnægir venjulega þessari þrá að langmestu leyti. Maðurinn er svo ósvikin félagsvera, að það stappar nærri ógæfu að eiga ekki félaga eða vin. Þetta er þó mjög misjafnt. Sumir menn eru svo barmafullir af ýmsum áhugamálum, að þeir geta lifað fyrir þau og finna því ekki til einverunnar. En þeir eru færri. Börnin eru ekki gömul, þegar þau fara að hænast hvort að öðru. Fyrst nægir hópurinn, en það líður ekki á löngu þar til krafan um aðeins einn kemur til. Þegar sá þriðji kemur í hópinn, fer allt út um þúfur. Einkum ber á þessu hjá telpum. Drengir eru frjálslyndari og geta frekar leikið sér fleiri saman. Því miður er það svo, að í flestum bekkjadeildum og skólum eru ein- hverjir, sem ekki virðast eiga neina félaga. Þetta vekur enga athygli inni í kennslustofunni, þar sem allir eru jafn- ir, en veldur oft sársauka, þegar vegir skiljast utan skólans, einkum þegar börnin fara að leika sér að loknu námi á daginn, heimsækja hvert annað og skemmta sér saman. Þá eru sumir allt- af einir. Þetta gerði þó ekki mikið til dag og dag, en þegar það endurtekur sig dag eftir dag og viku eftir viku, er þetta orðið að alvarlegu vandamáli. Það er svo önnur og flóknari saga, og stundum ekki sársaukalaus, hvernig stendur á því að sum börn, og jafnvel flest böm þurfa ekkert fyrir því að hafa að eignast félaga og vini, en önn- ur eru dæmd til að vera alltaf ein — stundum ævilangt. Þetta fer venjulega fram hjá kenn- urunum, sem ekki þekkja börnin nema

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.