Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 33

Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 33
HEIMILI OG SKÓLI 25 í þakkarskuld við marga ágæta kenn- ara og skólastjóra. Annars eru þeir orðnir margir höf- undarnir, sem skrifað hafa í Heimili og skóla undanfarin 20 ár, og munu þar kennarar sennilega vera efstir á blaði þrátt fyrir allt. Einnig hafa nokkrir uppeldis- og sálarfræðingar sýnt ritinu þá vinsemd að senda því greinar, þeim þökkum við kærlega. Það má geta þess til gamans, að eftir- taldir menn áttu greinar í 1. heftinu: Snorri Sigfússon, skólastjóri, Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, Jóhann Þor- kelsson, héraðslæknir, og Hannes J. Magnússon. Það hefur því miður ekki unnizt tími til að taka saman höfunda- skrá þessa tvo áratugi, þótt það hefði verið skemmtilegur fróðleikur. Sami ritstjóri hefur verið við Heim- ili og skóla öll þessi ár, og að verulegu leyti sama útgáfustjóm, en hana skipa nú: Hannes J. Magnússon, Eiríkur Sigurðsson og Páll Gunnarsson. Af- greiðslumaður nú er Guðvin Gunn- laugsson. Ritið hefur öll þessi ár verið prentað í Prentverki Odds Björnsson- ar h.f. og ber þar að þakka ágæta sam- vinnu. Okkur er það ljóst, að við stöndum í þakkarskuld við marga eftir öll þessi ár, og skal þeim þakkað öllum í einu lagi. Við þökkum Alþingi og ríkis- stjórn fyrir fjárhagslegan stuðning, sem hefur getað gert ritið ódýrara en ella, við þökkum auglýsendum, sem auglýst hafa hjá ritinu. Þá þakkar það öllum sínum kaupendum og lesendum fyrir tryggðina, og sumir, og þeir all- margir, hafa keypt ritið frá upphafi. Við sendum þeim öllum okkar beztu kveðjur og nýársóskir. Engin afmælis- gjöf væri ritinu kærkomnari en nýir áskrifendur. Gleðilegt nýtt ár. U tgefendur. Ný grasafræði Fyrir sköramu er út komin ný grasafræði á vegum Ríkisútgáfu námsbóka. Er hún ætluð framhaldsskólum, en höfundur hennar er hinn kunni grasafræðingur Geir Gígja. Þetta er dálítið óvenjuleg bók í flokki námsbóka okkar, svo vönduð og glæsileg er hún að öllum frágangi. Fremst er fjöldi litmynda af íslenzkum og erlendum plöntum og plöntu- hlutum í eðlilegum litum, en auk þess er öll bókin myndskreytt á mjög smekklegan hátt, og hefur Bjarni Jónsson teiknað flestar eða allar myndirnar í samráði við höfundinn. Bókin, sem er 125 blaðsíður og skiptist í marga höfuðkafla og undirkafla. Það gerir hana aðgengilegri og greinilegri. Fyrsti kafl- inn heitir Túngrösin. Þar er byrjað heima við bæinn og talin upp hin helztu túngrös, og lýst einkennum þeirra og byggingu. Þessi kafli er mjög ýtarlegur. Þá kemur næst Kál- garðurinn, og eru þá taldar helztu nytja- plöntur. Þá koma Gróðurreitir og Gróðurhús. Kaflinn um Holt og heeðir, í skóginum, í mýrinni og svo hver af öðrum. Það er ánægjulegt fyrir nemendur að hafa slíka bók milli handanna, og fer þar saman smekkleg myndskreyting og skipulegt efni. Hafi höfundur, teiknararnir og síðast en ekki sízt útgefandi, þakkir fyrir. Hin nýja kdputeikning Heimilis og skóla er gerð á Teiknistofu Prentverks Odds Björnssonar h.f., af Kristjdni Kristjánssyni.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.