Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 43
SKÓLAVÖRUR OG
BÆKUR
Umferðarbókin, reglur og leiðbeiningar varð-
andi umferðarmál, prentuð í fjórum litum.
Um 150 myndir eru í bókinni. — Hljóðfall
og tónar og Við syngjum og leikum, vinnu-
bækur í tónlist. — Stafsetningarorðabók með
beygingardæmum, sérstaklega samin fyrir
skólafólk. — Islenzk bókmenntasaga 1750—
1950, ágrip handa unglingum. — Sagan okkar,
myndir og frásagnir úr Islandssögu. — Huga-
reikningsbók. Hjálparbók við reiknings-
kennslu. — 15 smíðateikningar, einkum ætl-
aðar til notkunar i skólum. — Prentuð vinnu-
bókarblöð: Stærð þeirra er miðuð við, að
hægt sé að geyma þau í venjulegum vinnu
bókarmöppunt. A. 30 vinnubókarblöð með
útlínumyndum úr dýrafræði, líkamsfræði og
grasafræði. B. Vinnukort í landafræði.
l'jórtán mismunandi kort, m. a. yfir Reykja-
vík, landsfjórðungana og heimsálfurnar. —
Skýringar fást einnig. — Myndir til að lítna
í vinnubækur: A. Um hundrað myndir (á 16
blöðum) frá Reykjavík og nágrenni. B. 118
myndir (8 blöð) úr Islandssögu og náttúru-
fræði. — C. Myndir úr Islandssögu 1874—1944
(4 blöð). — Vinnubókarblöð og kápur, teikni-
fyrirmyndir, teiknipappír, teiknilitir og ýms-
ar aðrar skólavörur og kennsluhandbækur.
RÍKISÚTGÁFA NÁMSBÓKA
SKÓLAVÖRUBÚÐ,
HAFNARSTRÆTI 8, REYKJAVIK
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag
Islands, verður haldinn í fundarsalnum í
húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 2.
júni 1962 og hefst kl. 1.30 eftir hádegi.
I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og frarn-
kvæmdum á liðnu starfsári og frá starfs-
tilhögun á yfirstandandi ári, og ástæðum
fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar
endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des.
1961 og efnahagsreikning með atliuga-
semdunt endurskoðenda, svörum stjórnar-
innar og tillögum til úrskurðar frá endur-
skoðendum.
2. Tekin ákvörðun unr tillögur stjórnarinnar
um skiptingu ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins,
í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt sam-
þykktum félagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er
frá fer, og eins varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum fé-
lagsins (ef tillögur koma fram).
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur
mál, sem upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa að-
göngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana
29.—31. maí næstkomandi. Menn geta fengið
eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fund-
inn á aðalskrifstofu félagsins i Reykjavík.
Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir
eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins
í hendur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir
fundinn.
Reykjavík, 9. janúar 1962.
STJÓRNIN.