Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 38

Heimili og skóli - 01.02.1962, Qupperneq 38
30 HEIMILI OG SKÓLI FAIT H. BALDWIN: Segé u (Daé, áouren paé er oréié of seint Ungur maður, sem ég þekkti, gekk morgain einn t'yrir ári síðan út úr húsi sínu og ætlaði að aka til vinnu sinnar. Veðrið var ekki gott, hellirigning og dimmviðri. Skyndilega sneri ungi maðurinn við og gekk aftur inn til konu sinnar. „Áttu ekki meira á könn- unni?“ spurði hann glaðlega. Jú, það var eitthvað á könnunni. Svo settust þau við borðið og fengu sér kaffisopa í ró og næði. Og hann sagði eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, vina mín. Við höfum ekki alltaf baðað í rósum, en ég vildi nú samt segja þér, að ég hef verið mjög hamingjusamur í hjónabandinu, og ég ann þér og börnunum af heilum hug.“ Hún fylgdi honum til dyra, en liann sagði: „Þú skalt ekki vera neitt kvíð- og ljúfur og því gott með honum að vinna. Allt eru þetta miklir kennara- kostir, enda veit ég ekki annað en að hann sé vinsæll ltæði meðal nemenda sinna og foreldra þeirra. Ég þakka Guðvin bæði fyrir mína hönd og skólans alla hollustu og þegn- skap þau ár, sem hann hefur starfað hér við skólann og óska honum til hamingju með afmælið. „Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa.“ in, ég skal aka varlega." Svo kyssti hann konu sína að skilnaði. Hann kom aldrei aftur. — En það var einmitt þetta litla atvik, sem var henni huggun og styrkur seinna, þegar hún var orðin ein. Þessi háttvísa og óvænta þakklætisviður- kenning fyrir samlíf þeirra síðastliðin fimmtán ár. Hún sagði eitt sinn við mig: „Það var ekk vandi hans að tala svona við mig klukkan 9 að morgni.“ Það mun heldur ekki vera háttur margra eiginmanna. En okkur væri hollt að muna þetta: Segðu það, áður en það er orðið of seint. Ég er sannfærður um, að við eigum alltaf að vera reiðubúnir að gefa — allan ársins hring — sérstaklega þær gjafir, sem keyptar eru fyrir okkar and- lega gull. Sérhver maður — karl eða kona — getur alltaf gefið eitthvað af sjálfum sér. Hann getur gefið hlýju, von og hugrekki. Hver maður getur boðið barm sinn til að gráta við, og eru ekki alltaf einhverjir, sem eru þreyttir, sjúkir eða hryggir? Hver einasti maður þarf á von að halda, og hann hefur not fyrir kynstrin öll af kærleika. Og þetta er allt svo ósköp einfalt. Taktu bara símatólið þitt og hringdu: „Ég hef hugsað svo mikið um þig.“ Það má líka skrifa þetta: „Það er svo óttalega langt síðan H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.