Heimili og skóli - 01.02.1962, Síða 25
HEIMILI OG SKÓLI
17
utan ramma þessarar greinar — hér
verður aðeins gengið út frá, að þeirri
algeru uppgjöf, sem speglast í hinum
tilvitnuðu orðum í yfirskrift greinar-
innar, sé hafnað, og allur þorri for-
eldra reyni að spyrna við fótum og
eiga sinn þátt í að móta heilbrigt við-
horf uppvaxandi æsku til peninga-
mála.
Svo mikið sem rætt er og ritað um
fjármál, þá er lítið komið inn á þetta.
Foreldrar eiga hvergi aðgang að hag-
nýtum leiðbeiningum um það, hvaða
aðferðir komi til greina, séu nothæfar
eða heppilegar til þess að kenna börn-
um meðferð peninga. Hver og einn
verður að búa til sína eigin aðferð eða
hafa enga — enda líklegt, að svo sé
víða, að mestu látið reka á reiðanum,
nauðugt — viljugt, eða í andvaraleysi
og án umhugsunar.
í stuttri grein verður ekki bætt úr
þessari vöntun leiðbeininga, enda ekki
á færi greinarhöfundar. Hér er fyrst
og fremst ætlunin að varpa fram þeirri
spumingu, lwort foreldrum pyki ekki
ástæða til að ræða pessi mál og rita um
pau, og m. a. reyna að móta einhverj-
ar meginreglur, sem hafa megi til hlið-
sjónar.
Til frekari glöggvunar á því, hvað
átt er við, og sem hugsanlegan grund-
völl til umræðna um málefnið, ef ein-
hver kynni að finna hvöt hjá sér til að
taka þær upp, skal hér drepið á fáein
atriði málsins.
Kynni barna af peningum.
Sumt fólk hefur skömm á peningum
sem einhverju illu eða óhreinu, það
vill eðlilega, að börn sín kynnist þeim
sem allra síðast. Auðvitað er þetta jafn
mikil fjarstæða og ást maurapúkans á
gullinu. Peningar eru í eðli sínu
hvorki góðir né illir, heldur einfald-
lega gjaldmiðill, sem bæði getur orðið
til ills og góðs, allt eftir því hvernig á
er haldið.
En þó að einhver vildi sporna við
því, að barn hans kæmist í kynni við
peninga, þá væri slíkt vonlaust með
öllu. Þess vegna er sú leið sjálfsögð
að reyna heldur að temja því eðlilega
umgengni við þennan hversdagslega og
bráðnauðsynlega hlut, og það frá mjög
ungum aldri. Með einum eða öðrum
hætti þarf að veita hverju barni tæki-
færi til að ráðstafa eigin fé og læra af
reynslunni.
Tillit til félaganna.
Hins vegar ætti barn ekki að fá mik-
ið af peningum í fyrstu — og eitt allra
mikilvægasta og jafnframt vandasam-
asta atriði þessara mála er það, að
fjárráð hvers barns séu í sem mestu
samræmi við fjárráð annarra barna,
sem pað hefur mest samneyti við.
í þessu efni eru það hin betur stæðu
heimili, sem fyrst og fremst eiga leik-
inn, og mörg þeirra eiga lof skilið fyrir
aðgát sína, en hin dæmin eru því mið-
ur einnig mörg. Sérstakt vandamál er
í þessu tilliti, þegar barn er í vel laun-
aðri atvinnu lengri eða skemmri tíma,
en félagar þess eiga ekki slíkra kosta
völ, — og jafnvel án tillits til þeirra
fylgir þessu raunar ávallt nokkur
vandi.
Það er augljóst mál, að hér er þörf
samvinnu heimilanna. Það virðist ærin
ástæða til að ræða, hvað séu hæfileg
fjárráð barna á ýmsum aldri, en þarfir
þeirra fara vaxandi með aldrinum. En