Heimili og skóli - 01.02.1962, Side 31
HEIMILI OG SKÓLI
23
Við lifum á mikilli blaða- og tíma-
ritaöld, og þó að tímaritin væru ekki
eins mörg fyrir 20 árum og þau eru
nú, var í talsvert mikið ráðizt af einu
litlu félagi, sem ekki taldi nema 30—
40 félaga, að hefja útgáfu á tímariti.
Þetta hefði þó sennilega verið áhættu-
laust ef um skemmtirit hefði verið að
ræða, en það var meira en lítil bjart-
sýni að ráðast í útgáfu á riti alvarlegs
efnis, sem hafði ákveðinn boðskap að
flytja varðandi eitt mál: Uppeldis- og
skólamál. Jafnvel þótt það varðaði alla
þjóðina.
Á haustfundi Kennarafélags F.yja-
fjarðar, 4.-5. október árið 1941, var
samþykkt tillaga frá Hannesi J.
Magnússyni þess efnis að félagið skyldi
skóli 20 ára
hefja útgáfu á tímariti um uppeldis-
og skólamál á næsta ári. Skyldi rit
þetta kom út 6 sinnurn á ári.
í ársbyrjun 1942 kom svo 1. heftið
út og þar með var sporið stigið. Þetta
hefti var 16 blaðsíður og hélzt svo í
nokkur ár, en þá var það stækkað í 24
síður og hefur haldið þeirri stærð síð-
an. Á öðrum stað hér í heftinu er birt
meginefni ávarps þess, sem formaður
félagsins, Snorri Sigfússon, skrifaði í
þetta fyrsta hefti til að fylgja því úr
hlaði. Það verður því ekki endurtekið
hér. En megintilgangur ritsins var í
fyrsta lagi að reyna að sameina foreldra
og kennara, heimili og skóla, þessa tvo
sterkustu uppeldisaðila í þjóðfélaginu,
um uppeldi, mótun og fræðslu barn-
Hannes J. Magnússon.