Heimili og skóli - 01.02.1964, Qupperneq 7

Heimili og skóli - 01.02.1964, Qupperneq 7
ÚTGEFANDI: KENNARAFÉLAG EYJAFJARÐAR Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar órgangurinn kr. 50.00, er greiðist fyrir 1. júní. — Utgúfustjórn: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Eirikur Sigurðsson, skólostjóri. Póll Gunnarsson, kennari. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Guðvin Gunnlaugsson, kennari, Vanabyggð 9, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Pósthólf 183. Akureyri. Simi 1174. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HF. Nýtt ár - Ný tœkifœri Nýtt ár er hafið. HEIMILI OG SKÓLI sendir öllurn lesendum sín- um innilegar óskir um gott og farsœlt ár og þakkar það liðna. Það dá- samlegasta við hvert nýtt ár, er, að það gefur okkur öllum ný tækifæri. Tíminn er verðmœtasti höfuðstóllinn, sem okkur er fenginn í hendur. Hann er pundið, sem okkur ber að ávaxta. Ef við höfum ekki gert það síðastliðið ár, er okkur gefið tækifæri til þess nú. Einhver dýrasti fjársjóðurinn, sem okkur er fenginn í hendur, eru börnin okkar. Meginorsök allra vandamála, sem nú sækja að æsku þessa lands, er misheppnað og illt uppeldi. Nýja árið býður okkur upp á tœkifœri til að ala börnin okkar betur upp. Það kallar á ábyrgðartilfinningu okkar gagnvart börnun- um á öllum sviðum. Engir foreldrar mega gera sig ánægða með þær lágmarkskröfur, að sjá börnurn sínum fyrir húsaskjóli, fötum og fæði, það er svo óteljandi margt annað, sem gott uppeldi krefst. Heimili og skóli TIMARIT U M UPPELDISMÁL m • 7! • sO o\ 73 w : : : :

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.