Heimili og skóli - 01.02.1964, Qupperneq 8
Fátt er nú um meira talað á þessum síðustu tímum en niðurstöð-
ur vísindanna um skaðsemi sígarettureykinga. Það er því deginum
Ijósara að hættan af sígarettureykingum er nú einhver mesti voði, sem
vofir yfir börnum okkar og æskufólki.
Það er nú staðreynd, að sígarettureykingar færast alltaf neðar
og neðar í raðir hinna ungu og nýjustu rannsóknir á þessu hér á landi,
eða nánar tiltekið í Reykjavík, sýna, að fjöldi barna og unglinga er
farinn að reykja meira og minna. Það þýðir að hætta er á lungnakrabba
um fertugsaldur eða jafnvel fyrr.
Þegar þess er gætt, hvað reykingar foreldra eru orðnar almenn-
ar, er sjáanlegt, að hér stöndum við frammi fyrir hinu mesta vanda-
máli.
Það er vitað, að það er mjög erfitt fyrir þá að hætta reykingum,
sem hafa vanið sig á það, en ég trúi því aldrei, að það sé ekki hægt,
ef vilji er fyrir hendi.
Hvað er við öðru að búast en börnin læri að reykja, þegar báð-
ir foreldrarnir gera það? Og jafnvel þótt það sé ekki nema annað
foreldrið. Fordæmið hvetur til eftirbreytni fyrr eða síðar, ef ekki á
barnsaldri, þá á unglingsaldri. Á slíkum heimilum liggja sígarettur
oft á glámbekk svo að mjög auðvelt er fyrir bömin að ná í þær. Böm
eru forvitin, og þá er oft skammt til þess að þau fari að taka hálf-
reykta sígarettu eða kveikja sér í heilli. Þá ættu foreldrar að leggja
með öllu niður þann ósið að senda böm sín í búðir til sígarettukaupa,
enda er það bannað með lögum. Það eru mörg dæmi til þess, að böm
hafa notfœrt sér þetta.
Heimilið er grundvöllur þjóðfélagsins, ef sá grundvöllur er veik-
ur, verður allt þjóðfélagið veikt.
Gamalt spakmæli segir, að peningamir séu vondir húsbændur,
en góðir þjónar. Ég er hræddur um að peningarnir séu farnir að
stjórna þjóðinni nú. Á síðustu tímum hefur verið geysileg eftirspurn
eftir vinnuafli á flestum sviðum. Fjöldi mœðra hefur ekki staðist þessa
2 HEIMILI OG SKÓLI