Heimili og skóli - 01.02.1964, Blaðsíða 13
námsþróttur einstaklinga viS andlegum og
líkamlegum sjúkleika sá mismunandi mik-
ill.
En af þessari skoðun leiSir, aS orsakir
hugsýkinnar eru upphaflega ekki í barn-
inu sjálfu heldur í umhverfi þess. Getur
þar margt komiS til greina, áföll andleg
eSa líkamleg (trauma), andstæS kjör (mis-
eria), sjúkleiki foreldra o. m. fl. Stundum
er hugsýki barnsins einungis einn þráSur
í flóknu og viSamiklu sjúklegu fjölskyldu-
mynstri (sem veriS getur ættlægt og fylgt
fjölskyldum í marga ættliSi) og hafa sum-
ir fræSimenn talaS um „family neurosis“
í því sambandi.
En af öllu þessu leiSir, aS langoftast er
æskilegt eSa nauSsynlegt aS veita foreldr-
um barnsins mikla aSstoS. Þeir þurfa þeirr-
ar aSstoSar meS til þess aS skilja betur,
hvaS gerist í lækningu barnsins, til þess aS
sætta sig viS þá breytingu, sem óhjákvæmi-
lega verSur á persónuleika þess aS lokinni
VelheppnaSri lækningu, til þess aS geta lag-
fært þau atriSi í umhverfi barnsins, sem
valdiS hafa og viShaldiS sjúkdómi þess,
— og síSast en ekki sízt til þess aS fá ráðna
bót á persónulegum vandamálum og óheil-
brigSum séreinkennum, sem skyggt geta á
farsæld þeirra, hindraS eSlilegt heimilislíf
og heillaríkt uppeldi barnanna.
AUÐUGUR viðskiptajöfur einn sagði við
einn af vinum sínum: „Eg er nærri 65 ára
og á hálfa aðra milljón krónur. Nú hef ég
orð'ið ástfanginn í yndislegri stúlku, sem
ekki er nema 19 ára. Heldur þú ekki að
ég hafi meiri möguleika á að hún taki
mér ef ég segi henni að ég sé fimmtugur?"
„Ef ég á að vera hreinskilinn við þig,
held ég að þú hefðir mesta möguleika, ef
þú segðir henni að þú værir 80 ára.“
*
Prestur nokkur stóð þrjá smástráka að
því að skrópa úr skólanum. „Heyrið þið
drengir mínir,“ sagði hann í föðurlegum
róm: „Langar ykkur ekki til að komast inn
í himnaríki?“
„Jú“, svöruðu tveir drengimir einum
rómi, en sá þriðji sagði:
„Nei, þakka þér fyrir.“
„Á ég að trúa því, að þú viljir ekki
komast í himnaríki, þegar þú deyrð?“
„Þegar ég dey!“ svaraði drengurinn.
„Jú, auðvitað. Ég hélt, að þú værir að
safna einhverjum saman, sem gætu farið
nú, þegar.“
❖
YNGSTA lærlingnum á bifreiðavinnustofu
einni var fengið það verk að taka beiglaða
hjólhlíf af bíl einum. Hann stritaði lengi
við að ná hlífinni af, en að lokum gafst
hann upp og sagði við meistara sinn: „Eg
get þetta ekki“. En meistarinn lét sér fátt
um finnast og mælti: „Mér var einu sinni
á unga aldri fengið erfitt verkefni í hend-
ur, þegar ég var lærlingur, og ég sagði
alveg það sama við húsbónda minn: „Ég
get þetta ekki.“ En veiztu hverju hann
svaraði? „Ungi maður,“ sagði hann. „Hér
á verkstæði mínu er aðeins viðurkennt
tvennskonar ,ég get ekki‘. Ef þú getur ekki
lokið þessu verki þá getur þú ekki verið
hér.“
Hjólhlífin var komin af eftir stutta stund.
HEIMILI OG SKÓLI 7