Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 29
áhrifa- og valdsmaður í stjórn New York-
ríkis, og fjórum sinnum var hann endur-
kosinn ríkisstjóri. Fjórir háskólar höfð'u
sæmt þenna mann, sem aldrei hafði komizt
svo hátt á skólabekk að stunda gagnfræða-
nám, hvað þá meira. Hver var þessi
maður? A1 Smith.
Ahugi og hluttekning kveikir jafnvel
í óviðkomandi mönnum.
Fyrir nokkru fékk unglingur, sem alizt
hafði upp í fátækt, 12 stunda daglega
vinnu í prentsmiðju, en næstum ekkert
kaup. Bækur gat hann ekki veitt sér, en
svo mjög hungraði hann í bóklegan fróð-
leik, að hann gerði sér það að vana, að
ganga dag hvem á leiðinni til prentsmiðj-
unnar framhjá fornbóksölu Ef opinni bók
var stilt út í búðargluggann, þá las hann
þær tvær blaðsíður. Dag einn veitti hann
því athygli, að nú stóð honum opin næsta
opna bókarinnar. Þetta endurtók sig á
þriðja degi og framvegis. Hann hélt áfram
að lesa eina opnu daglega, unz hann hafði
lesið alla bókina.
Síðasta daginn kom hinn aldraði bók-
sali út til unga mannsins og tjáði honum
brosandi, að hann gæti komið inn í búðina
hvenær sem hann vildi og lesið hvaða bók,
sem honum þóknaðist, án þess að þurfa
að kaupa nokkuð. Þannig fékk Benjamín
Farjeon, sem varð mjög kunnur rithöf-
undur, sinn fyrst aðgang að heimi bók-
arinnar, — allt því að þakka, að áhugi
hans var svo áberandi og sýnilegur aldraða
og vingjarnlega bóksalanum á bak við
hinn rykuga búðarglugga sinn.
Biblían er auðug af frásögnumum samúð
og hluttekningu. Miskunnsami Samverjinn
fann til með manninum, sem fallið hafði í
hendur ræningja og þess vegna lét hann
í té hjálp sína. Hinir ferðamennimir gengu
framhjá, hræddir við að afskipti kynnu
að valda þeim óþæginda.
Það var kæruleysið, sem leiddi týnda
soninn út í ógæfuna. Honum var jafnvel
sama um sjálfan sig eða hver áhrif breytni
hans hefði á aðra. En faðir hans lét sér
ekki standa á sama, umhyggja hans þraut
ekki. Það var hún sem bjargaði hinum
týnda syni, því að þegar hann var sokk-
inn til botns í eymd og spillingu, vissi hann
hvert hann átti að snúa sér. „Ég vil taka
mig upp,“ sagði hann, „og fara til föður
míns.“
Hér virðist biblían vilja kenna okkur
það, að sé þessum þætti umhyggjunnar
kippt burt úr lífi manna, sé þar ekki mik-
ið eftir einhvers virði. Hvað eftir annað
og alls staðar í sambandi við hin daglegu
störf sjáum við, hve umhyggjan og áhug-
inn má sín mikils. Frægur skartgripasali
fékk eitt sinn mann til að kaupa dýrindis
rúbín, eftir að búðarmanninum hafði mis-
heppnast að vekja áhuga viðskiptamanns-
ins. Aðspurður, hvernig hann hefði farið
að þessu, svaraði hann: „Búðarmaðurinn
minn er prýðilegur og veit allt um dýrind-
is steina. A okkur tveim er aðeins einn
munur. Hann veit allt um þessa skartgripi,
en ég elska þá. Mér er ekki sama hver
hreppir þá og hver ber þá á sér, og kaup-
andinn skynjar þetta, fær löngun til að
kaupa, og gerir það.“
í tilfellum eins og þessum, veitir um-
hyggjan strax áþreifanleg laun, en hinir
miklu hugsuðir og trúarleiðtogar hafa á-
vallt kennt hið frábrugðna í þessu: að
hin happasælasta umhyggja væri umhyggj-
an, sem ekki ætlast til neinna launa. Til
allrar hamingju, vegna alls mannkyns, er
heimurinn ríkur af fólki, sem gengur hljóð-
lega æviferil sinn og iðkar það, sem Words-
worth nefnir „hin litlu nafnlausu,, gleymdu
HEIMILI OG SKÓLI 23