Heimili og skóli - 01.02.1964, Síða 18
sé. Þarna er eitt af merkilegum hlutverkum
kirkjunnar, að vekja á ný lotningu fyrir
skapara okkar og trúarhöfundi, Kristi.
Kvölclhænir barnanna eru fyrsta sporið
til að skapa þessa lotningu, auk þess sem
þær skapa sálarfrið áður en gengið er til
svefns.
Já, lotningin er engill, sem fylgir öll-
um heilbrigðum trúarbrögðum, en sjálfs-
elskan sezt þar að völdum, þar sem ekki
er litið upp til himins.
Annað þeirra málefna, sem þessi kirkju-
vika er helguð, eru sumarbúðirnar við
Vestmannsvatn. Allir þeir, sem unna hollu
uppeldi æskulýðsins og þykir vænt um ís-
lenzka æsku, munu fagna yfir þessu merki-
lega framfaramáli. Eg er þess fullviss, að
þeir, sem beitt hafa sér fyrir framgangi
þess, eiga eftir að njóta ánægju af fyrir-
irhöfn sinni. Og að þetta spor á eftir að
verða til blessunar fyrir norðlenzka æsku.
Ég hef trú á íslenzkri náttúru til að móta
ungar sálir. Ekki sízt, þegar einnig fylgir
fagur, siðrænn, kristilegur boðskapur.
Um aldamótin gekk hér efnishyggja. Hún
var þannig, að menn trúðu því, að efnið
eitt væri til, en allt andlegt líf væru hé-
giljur einar. Nú hafa sjálf efnisvísindin
afsannað þessa kenningu, en hins vegar
komist að þeirri niðurstöðu, að orkustraum-
ar haldi saman efninu og nálgast þannig
hið andlega sjónarmið.
En það er önnur efnishyggja, sem nú rík-
ir. Það er sú efnishyggja, sem er bundin
við þægindi og tildur. Fyrir þeirri um-
hyggju gleymist sál mannsins og kristileg
lífsskoðun. Þetta heimsviðhorf bitnar á
kirkjunni og starfi hennar. Fólk er svo
önnum kafið við öll framfaramálin, að sál-
in og það, sem hennar er, gleymist. „En
hvað stoðar það manninn, að eignast all-
an heiminn, ef hann býður tjón á sálu
• • Q ii
sinni r
Kristnir söfnuðir nútímans geta margt
lært af söfnuðum frumkristninnar. Það er
ferskur og hressandi blær yfir starfi þeirra.
Tveir postularnir voru foringjar í þessu
safnaðarstarfi, þeir Pétur og Jóhannes. —
Pétur athafnamaðurinn, einlægur og þrótt-
mikill við boðun kristninnar, og Jóhannes
dulur og innhverfur eins og guðspjall hans
ber með sér. En hinar dulrænu skoðanir
hans hafa aðeins orðið eign hinna fáu.
Ég hóf mál mitt með því að skýra frá
safnaðarguðsþjónustum, sem voru þrungn-
ar lofgerð og tilbeiðslu. Og sennilega hef-
ur bænahugurinn verið rauði þráðurinn í
þeim. I lofgjörð og bæn geta allir samein-
ast, þó að eitthvað beri á milli í skoðunum.
Flestir þekkja mátt bænheyrslunnar allt
frá því, er þeir báðu Jesús um hjálp, sem
lítil börn við smáum vandamálum, og til
þess, er þeir sneru sér í bæn til meistarans
frá Nazaret eða skapara síns í raunum sín-
um í hretviðrum lífsins. Bænin, andardrátt-
ur trúarinnar, er sterkasti þáttur í samein-
ingu safnaðarfólksins.
Þessu spjalli mínu er að verða lokið.
Ég hef kosið að drepa hér á ýmis atriði í
stað þess að predika eða flytja fræðilega
ræðu. Mér finnst að það hljóti að vera til
þess ætlað af okkur leikmönnum, þegar við
erum kvaddir til að ræða kirkjuleg mál-
efni. Þá verður mál okkar eins og ein rödd
úr hópnum.
12 HEIMILl OG SKÓLI