Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 24

Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 24
gæta bamanna minna, því að ég skal áreiðanlega ekki láta mín börn í hendur ókunnugum barnfóstrum. Hún svaraSi nú alvarleg og hugsandi: „Eg vil gjarnan vinna eitthvað fyrir lítil börn. Mér þykir vænt um lítil börn — þú veizt það — og ég vil fúslega verða þeim eitthvað að liði, ekki sízt ef þau eru veik eða þarfnast einhverrar hjálpar.” „Att þú kannski við hjúkrunarstörf t. d. fyrir fötluð börn?” „Já, eitthvað slíkt.” Ég sit á rúmstokknum hennar. Hún hjúfrar sig upp að mér, eins og sjúklingur og sofnar í fangi mínu. Ég sit nokkra stund grafkyrr og hugsa um allt það, sem við höfum átt saman að sælda og hvernig hún hefur gert líf mitt barmafullt af verkefnum og áhugamálum — stundum áhyggjum. Ég minnist þess þegar nágrannarnir hafa stöðvað mig úti á götu og farið að tala um Onnu, hve hún sé vel upp alin stúlka, hjálpsöm og hugulsöm. Ég minnist þess, hvernig hún hefur plokkað nokkrar krónur frá pabba sínum í hverri viku, stundum smáræði, til að kaupa eitthvað handa mér, og ég minnist þess, að hún valdi hvern eyri, sem hún fékk fyrir að gæta barna, til að kaupa jólagjafir handa fjölskyldunni. Ég minnist þess einnig hversu hún er fórnfús og góð, þegar ég er veik, þetta allt vegur fullkomlega á móti hinu, sem miður fer, öllum hinum dögunum, þegar hún reynir að skrópa frá öllum sínum skyldum. En fyrst og fremst man ég allar þær stundir, þegar við stöndum næzt hvor annarri, þá gleymast allar áhyggjur og við munum aðeins eftir því góða. Ég lít niður og horfi á hina sofandi dóttur mína, þetta er ofurlítið samsafn af táningaskynsemi — táningaskammsýni — táningatárum — táningahlátri og táningakærleika. Það er ekkert launungar- mál lengur — og hefur raunar aldrei verið — að það er erfitt að vera fulloröinn maður. Og tímabilið sem það tekur, getur verið þreytandi, ekki sízt fyrir foreldrana, en það er einu sinni yndislegur tími, sem býr yfir mörgum dásamlegum stundum eins og þessari. H.J.M. þýddi. í LITLU HÚSI einu í útjaðri Kaupmanna- hafnar búa hjón, sem eiga sex syni, og taugar móðurinnar eru oft í háspennnu yfir öllum þeim hávaða, sem fylgir því, þegar lífsorka þessara litlu manna er að brjótast út. — I sumar fann einn af elztu drengjunum upp á því að útbúa límonaði- búð úti á gangstéttinni, og til að örva söl- una setti hann upp svo hljóðandi auglýs- ingu: Hjálpið þessurn drengjum til að komast í sumarbúSir í sveit. Salan gekk vel, en inni í húsinu var allt á öðrum endanum. Þar ægði saman sítronuberki, tómum flöskum og niöur- muldum sykri. Næsta morgun læddist móð- irin út og breytti auglýsingunni, svo að hún hljóÖaði svona: „Hjálp! Þessir drengir verða að komast í sumarbúðir.“ ❖ FIMMTÁN ára drengur kom til vinkonu sinnar með krepptan hnefann og sagði: „Súsanna, ef þú getur getið upp á, hvað ég hef í lófanum, skal ég bjóða þér í bíó í kvöld.“ „Það er fíll,“ sagði Súsanna. „Nei“, svaraði hann. „En það var nú ekkert mjög vitlaust. Ég sæki þig klukkan sjö.“ 18 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.