Heimili og skóli - 01.02.1964, Side 10
ÞÆTIIR IIN
SIGURJÓN BJÖRNSSON, SÁLFRÆÐINGUR:
sálsýkisfrœði
barna
IV.
Hugsýki
Miðað við þá tvo flokka sálrænna erf-
iðleika, sem hér hafa verið nefndir (hegð-
unarvandkvæði, geðrænn vanþroski), er
hugsýkin — eða taugaveiklunin eins og
hún er oftar nefnd — alvarlegust. Hún
táknar áframhaldandi þróun innri baráttu
í ákveðna stefnu (aðrar þróunarstefnur eru
og til eins og e. t. v. verður síðar getið).
Þessi þróun í átt til hugsýkinnar er
stundum hægfara, einstöku sinnum stöðv-
ast hún á miðri leið, en í sumum tilvikum
endar hún í hugsýki, sem ekki hverfur lækn-
ingarlaust. Af þessum ferli leiðir,' að iðu-
lega sjáum við börn, sem eru á eins konar
millistigi milli fyrrnefndra tveggja trufl-
ana og hugsýki hins vegar. Þau verða því
naumast með réttu talin til neins hinna
þriggja flokka og höfum við því kosið að
greina þau sér í lagi undir heitinu psychon-
eurosis incipiens (þ. e. byrjandi hugsýki).
Hér verður nú litið á hugsýki eins og
hún birtist, þegar hún héfur tekið á sig
endanlega mynd.
Sameiginlegt einkenni á öllum þorra hug-
sýkissjúklinga er, að þeir lifa meira í innri
veröld sinni en umheiminum. Þeir hafa að
nokkru marki losnað úr tengslum við raun-
4 HEIMILI OG SKÓLI
veruleikann. Hjá bömum kemur þetta oft
fram sem feimni, hlédrægni, einangnmar-
kennd, áhugaleysi og sljóleiki gagnvart því,
sem gerist í kringum þau. Þau eru oft eins
og utan við sig, enda oft ásökuð fyrir hugs-
unarleysi og sauðarhátt. Oftast eiga þau fáa
félaga, stundum alls enga. Þau em gjam-
an úthaldslítil og þreytast fljótar en eðli-
legt getur talizt. Fas þeirra er oftast þving-
að og ófrj álsmannlegt. Mörg þeirra bera
sig illa, ganga hokin og hengslaleg.
Þessi lýsing breytir allmjög um svip, þeg-
ar litið er inn í hugarheim sjúklinganna.
Hann er oft álíka fj ölskrúðugur og grósku-
mikill og fátæklegt er hið ytra, einkum hjá
þeim, sem vel eru greindir. Mörg þessarra
barna hneigjast mjög til draumlyndis og
eiga sér marga og mikla vökudrauma, þar
sem heitar og sterkar tilfinningar gera vart
við sig gagnvart ímynduðum persónum og
við tilbúnar aðstæður. Iðulega fær þetta
mikla hugarflug næringu við lestur bóka
og eru sum þessarra barna hinir mestu lestr-
arhestar, gleypa hvaða efni, sem þau ná í
og sökkva sér af alhug niður í það, jafnveJ
megnið af þeim tíma, sem þau eru vakandi.
Þó að tengslin við umheiminn hafi dofní-