Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 4

Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 4
Avarp Tímaritið Heimili og skóli leit fyrst dagsins ljós árið 1942. Fyrsti ritstjóri þess var Hannes J. Magnússon. Að útgáfu ritsins stóð Kennarafélag Eyjafjarðar. Heimili og skóli hefur komið út nær óslitið síðan þá, nú síðustu ár á vegum kennarasamtaka á Norður- landi. Hefur ritinu verið dreift til foreldra og kennara á Norður- landi, en nú er ætlunin að stækka upplag þess og gefa öllum landsbúum tækifæri til að kynnast því. Þetta rit ,,Heimili og skóli” er hugsað sem vettvangur til um- ræðu um skólamál - í víðustu merkingu þess orðs. Nafn ritsins fel- ur í sér að það er ekki síður ætlað heimilisfólki en skólamönnum. Það vill oft gleymast að kennarar eiga ekki einir hlutdeild að skólum. Nemendur og foreldrar þeirra eiga þar ekki síður hlut að máli, þeirra sjónarmið eru oft önnur en kennara og annarra sér- fræðinga skólans. Von okkar er sú, að foreldrar notfæri sér þetta rit til að koma skoðunum sínum á framfæri og tryggja að Heimili og skóli standi undir nafni. í þessu hefti eiga fulltrúar fjögurra fræðsluumdæma greinar, en æskilegt væri að hvert umdæmi tæki að sér að senda efni í blaðið þannig að raddir kæmu sem víðast að. Áætlað er að gefa út nokkur blöð á ári og við hvetjum ykkur les- endur til að láta í ykkur heyra. Varpið til okkar spurningum, hug- dettum, aðfinnslum og öðru því sem ykkur eða öðrum gæti orðið að gagni og takið þannig þátt í því að móta stefnu blaðsins. Heimilisfangið er: Heimiliogskóli, FræðsluskrifstofuN.e. Póst- hólf 178, 602 Akureyri. Sími 96-24655. Ritnefhd.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.