Heimili og skóli

Ataaseq assigiiaat ilaat

Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 27

Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 27
er að velja til að minnka bilið milli grunnskóla- og fram- haldsskólastigs. Önnur er sú að skipta bama- og unglinga- skólanum á ný í áfanga eins og menn muna að gert var sam- kvæmt fyrri fræðslulögum: Barnapróf, unglingapróf, mið- skólapróf og gagnfræðapróf. Hin er sú að fella niður öll próf í framhaldsskólanum nema lokapróf. Það ætti reyndar að vera einfalt mál því fólk kemur auðvitað í framhaldsskólana til að afla sér þekkingar og aukinnar fæmi í hinum ýmsu menntagreinum, verklegra sem bóklegra. Kannski þyrfti þó að gefa hverjum og einum vottorð um skólasókn? Vafalítið hafa grunnskóla- lögin frá 1974 breytt innra starfi bama- og unglingaskóla, sem eftir það nefndust gmnn- skólar, úr föstum skorðum prófakennslunnar í frjálsara og fjölbreyttara starf. Hins vegar man ég ekki betur en ég sæi á prenti um líkt leyti að framhaldsskólinn skyldi í engu breyta kröfum sínum. Þetta held ég sé ein megin- ástæðan fyrir vangengni margra fyrstaársnema fram- haldsskóla á þeirri tíð. Mér urðu það vonbrigði tals- verð að félög kennara á skóla- stigunum tveimur skyldu ekki sameinuð og einnig hitt að tvö starfsheiti vom lögfest og látið ráða hvar kennaramenntun var fengin og á hvaða stigi kennt. Hið síðarnefnda er þó léttvægt því trúlega hverfa bæði lögvernduðu heitin undir grænan svörð innan tíðar og eftir stendur starfsheitið ,,kennari” sem áður. Af ofansögðu má ljóst vera að bil milli gmnnskóla- og framhaldsskólastigs er tals- vert, - bil sem kennarar sjálfir gætu minnkað með samvinnu og kynningu. Þeir mættu vel kynna sér betur starfið á stig- inu sem þeir kenna ekki sjálfir við. Undanfarin haust hafa verið haldnir á Akureyri fundir kennara við framhaldsskóla á svæðinu frá Hrútafirði til Húsavíkur. Þessa fundi hafa einnig sótt grunnskólakennar- ar sem kennt hafa við fram- haldsdeildir þeirra. Þarna kynntist fólk persónulega og fór að líta á hlutina frá fleiri sjónarhomum. Þessir fundir mega ekki leggjast af og helst þyrftu þangað að koma menn frá fleiri gmnnskólum þótt ekki kenni á framhaldsskóla- stigi. Persónuleg kynni og fag- leg skoðanaskipti þurfa að aukast milli kennara skóla- stiganna tveggja. Með því ykjust líkur á því að bæði skólastigin yrðu ein heild og skiluðu frá sér betur menntu fólki. Er það ekki takmarkið sem allir uppalendur hljóta að keppa að? Þórir Jónsson. V ...MEÐA NOTUNUM Akureyrí -nútima banki 27

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.