Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 9
Skólamál á Vestfjörðum
- Pétur Bjarnason, fræðslustjóri
Vestfirðir hafa alla tíð tilheyrt
hinum dreifðu byggðum
landsins. Strandlengja Vest-
fjarða er talin vera yfir 2 þús-
und kílómetrar að lengd, auk
þess sem fjöllótt landslag og
sæbrattir hamrar setja svip
sinn á þennan landshluta.
Samgöngur hafa ávallt verið
tafsamar um Vestfirði og þeir
hafa skipst í svæði, þar sem
atvinnuhættir, félagsmál og
skólamál hafa tengt byggðir
innbyrðis, en samstarf og
tengsl við aðra Vestfirðinga oft
ekki mikil. Samgönguþróun
fram á síðasta áratug ýttu
einnig undir þessa skiptingu,
þar sem áhersla var fremur á
tengingu byggða við höfuð-
borgarsvæðið en innbyrðis. A
þessu er nú að verða breyting
og er hún þegar farin að hafa
áhrif, þrátt fyrir þau lögmál
tregðu, sem gilda í þessum
efnum.
Af framangreindum ástæð-
um störfuðu skólar á Vest-
ijörðum lengi vel mjög sjálf-
stætt og voru einangraðir.
Samvinna milli skóla var nán-
ast óþekkt og kennarar á
svæðinu höfðu fremur lítil
tengsl sín á milli. Skipting
milli stéttarfélaga, sem voru
þar að auki með lítið starf á
svæðinu hafði og sín áhrif.
Fyrir rúmum áratug var síð-
an tekið upp skipulegt starf
Kennarasambands Vestfjarða
með haustþingum þar sem
kennurum af vestursvæðinu
gefst tækifæri að hittast í 2-3
daga til kynningar og fræðslu.
Kennarar í Strandasýslu til-
heyra hins vegar félagssvæði
Norðurlands vestra og því get-
ur þeirra haustþing allt að eins
verið á Sauðárkróki eða Siglu-
ftrði. Úr Reykhólahreppi
sækja kennarar jafnan haust-
þing í Munaðarnes, því þeir til-
heyra Kennarasambandi Vest-
urlands.
Þetta ásamt erfiðum sam-
göngum leiðir til þess að sam-
eiginlegir fundir kennara og
skólastjóra af svæðinu öllu
tíðkast ekki og er raunar mjög
lítið samstarf milli framan-
greindra svæða, nema helst í
gegn um starf Fræðsluskrif-
stofu og starfsmanna hennar.
Skal nú farið nokkrum orð-
um um skólahald á Vestfjörð-
um eins og það blasir við árið
1987. Stiklað verður á stóru.
1. Gruimskólinn
í Vestíj arðaumdæm i eru 23
grunnskólar. Af þeim eru 3
deildaskiptir eftir árgöngum,
en 20 skólar verða að kenna
tveimur eða fleiri árgöngum
saman að meira eða minna
leyti. Þetta leiðir hugann að
því, að ekki er gert ráð fyrir
sérstöku námsefni fyrir þessa
samkennslu, né námsskrá
miðaðar við hana, þrátt fyrir
það, að þetta er ríkjandi skipu-
lag margra skóla á lands-
byggðinni.
Skólarnir starfa flestir í átta
mánuði á ári, þó eru enn tveir
sjö mánaða skólar, tveir starfa
í átta og hálfan mánuð og tveir
x níu mánuði. Heldur lxefur
þróunin verið í átt til lengingar
skólatímans, enda lítill munur
á atvinnuháttum fólks í sjávar-
þorpum og stærri bæjunum og
eðlilegt að skólahald sé þar
með líkum hætti.
Minnstu skólarnir eru al-
mennt með kennslu frá for-
skóla þar sem því verður við
komið til 7. bekkjar, skólar í
kauptúnum flestir með 8.
bekk og 9. bekkjar kennsla er
við 6 grunnskóla í umdæm-
inu, eða rétt um íjórðungur.
Svo sem vikið verður að
seinna er húsrými skólanna
afar mismunandi. Víðast er til-
flnnanlegur skortur á húsrými
og búnaði til sérgreinakennslu
margs konar. Má nefna íþrótt-
ir, heimilisfræði, mynd- og
handmennt, tónlist ogeðlis- og
efnafræði.
Við bætist, að þar sem starfa
einungis 2-5 kennarar við
langflesta skólana verður erfitt
um sérhæfingu og oft reynt að
bæta úr af vanefnum.
Kennaraskortur hefur verið
landlægur á Vestfjöröum og
virðist ekki sjá fyrir endann á
þeim vanda í bráð. Allt of oft
hefur þurft að fella niður
kennslu í einstökum greinum
svo mánuðum skiptir, stund-
um vetrarlangt.
Héraðsskólamir
Þeir eru Reykjanesskóli við
Djúp og Núpsskóli við Dýra-
fjörð.
Margt hefur verið ritað og
rætt um héraðsskólana og
framtíðarhlutverk þeirra. Eg
hef ekki fremur en aðrir neitt
lausnarorð í þeim efnum. Þó
virðist mér að þeir þurfi að
taka við þar sem grunnnámi
sleppir, svo sem áður tíðkað-
ist. Þetta myndi þó þýða að
þeir störfuðu að mestu leyti á
framhaldsskólastigi, auk þess
að bjóða fram 9. bekkjar
kennslu fyrir dreifbýlisbörn.
Hugsanlega verður hver skóli
með áherslu á eitt svið sérstak-
lega. Má þar nefna hugmyndir
eins og fiskeldi, ferðamál,
landbúnað, íþróttir o.s.frv.
Hvort þeim tekst að halda
9