Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 6
Dagurinn og vegurinn
- Karólína Stefánsdóttir -
Sumri er tekið að halla og nú er
sá tími þegar við njótum í hvað
ríkustum mæli uppskeru
móður jarðar. Tími þegar við
skynjum betur en oft ella
tengsl okkar við náttúruna og
hið stórkostlega samspil lífs-
ins.
Við förum í berjamó, renn-
um fyrir fisk, tökum upp
grænmetið sem hefur vaxið í
sumarylnum, tínum sveppi,
grös og jurtir eða leggjum land
undir fót með fjölskyldu og
vinum og finnum hvað það er
gott fyrir sálina að varpa af sér
amstri hversdagsleikans og
samiagast náttúninni, fara út
úr básnum sem við höfum iát-
ið kerfið marka okkur.
Við íslendingar eigum því
láni að fagna að búa í hreinu
landi, umvafin stórbrotinni
náttúru sem hefur á sér mörg
andlit, viðkvæm, hlý, hörð,
köld og stundum miskunnar-
laus. Náttúru sem stöðugt
kennir okkur að við verðum að
taka tillit til hennar og minnir
okkur á annað veifið, þegar
hún fer hamförum, að hvað
svo sem við reynum að telja
okkur trú um, þá erum við
tæpast herrar jarðar (eins og
það að sjálfsögðu nefnist í
karlaveldi nútímans) né erum
heldur einhverjir hótelgestir
hennar sem berum takmark-
aða ábyrgð gerða okkar og get-
um látið öðrum eftir að koma
hlutunum í samt iag eftir okk-
ur.
En ná þessar raddir lífsins
nógu vel til okkar? Hversu vef
kunnum við íslendingar að
meta þá náttúru sem við erum
hluti af og ftnna samhljóm
okkar við hana, - finna að við
erum sjálf hluti af lífskeðiunni
og hljótum að lúta sömu
meginiögmálum? Hversu vet
6
kunnum við að meta ókkur
sjálf og skynja og virða eigin
þarfir og eigin ábyrgð?
Öll viljum við búa í failegu
umhverfi í sátt við okkur sjálf
og aðra og lifa fífi sem veitir
okkur fyllingu og vöxt. Og öll
viljum við miðla því besta til
bamanna okkar, tryggja þeim
öryggi og sjá þau vaxa úr grasi
heilbrigð og sífellt betur undir
það búin að takast á við ábyrgð
og vanda fullorðinsáranna.
Ef við skyggnumst inn í þjóð-
félag okkar og umhverfi og í
eigin sálarskot, er auðvelt
að sjá ýmis merki þess að okk-
ur hefur einhversstaðar borið
af leið og margt sem torveldar
okkur að klóra í bakkann þótt
við gemm mörg hver heiðar-
lega tilraun til þess. Við þurf-
um vafalítið að taka dýpra í ár-
inni og vera betur samtaka.
Þær raddir eru sífellt að
verða sterkari víða um hinn
vestræna heim og nú einnig
hér heima að tengslaleysi okk-
ar við náttúruna og um leið við
ýmsa dýpri þætti í okkur sjálf-
um hafi leitt okkur inn á
hættulega braut misnotkunar
og firringar. Vísindamenn em
stöðugt að benda á að við séum
á góðri leið með að raska jafn-
vægi náttúrunnar með sívax-
andi mengun og misnotkun á
móður jörð.
Hiiðstæða blasir hvarvetna
við í manniífinu þ.e.a.s. í
tengslum við hvert annað og
okkur sjálf. Misnotkun og
misrétti af ýmsu tagi er svo
samofið ríkjandi viðhorfum,
samofið menningu okkar og
því þjóðféiagskerfi sem við bú-
um við að við eigum oft erfitt
með að koma auga á það, nema
þá heist þegar það birtist í
sinni svörtustu mynd svo sem
í afvarlegri misnotkun vímu-
efna eða iíkamsofbeldi. Sér-
hæfing og samkeppni um fjár-
muni, völd og frama eru lykil-
orðin í menningu okkar,
menningu sem setur efnisleg
verðmæti langt ofar þeim and-
legu. Okkur hættir því til að
einblína á hinn ytri veruleika
og bæla eða flýja andlegu þarf-
ir okkar í velferðarkapphlaup-
inu, flýja það sem í raun og
veru skiptir okkur mestu máli.
Með allri sérhæfingunni
missum við auðveldlega sjónar
af heildarsamhengi lífsins.
Sjónarhornið nær aðeins yfir
takmarkað svið veruleikans.
Ýmsir hafa lýst því þannig að
manneskjan í hinum vest-
ræna heimi iifi í boxum og sjáí
lítið út fyrir sitt eigið. Hún ótt-
ist því eða tortryggi þau svið
mannlegs fífs sem hún þekkir
ekki og þetta skapi ýmsa erfið-
ieika í samskiptum og sam-
vinnu milli fólks, milli stétta
og starfsgreina, kynja og kyn-
þátta. Hin svokallaða frjálsa
samkeppni gerir dæmið ekki
auðveldara, hvorki fyrir okkur
sjálf sem ábyrgar manneskjur
né í tengslum okkar hvert við
annað og náttúruna umhverfis
okkur. Við þurfum stöðugt að
standast kröfur samkeppninn-
ar og lærum að meta okkur
sjálf og aðra út frá gitdiim
hennar.