Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 21

Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 21
Kennslur áðgj afar Undanfarin ár hefur mennta- málaráðuneytið haft starfs- menn, svokallaðaleiðbeinend- ur í íslensku og stærðfræði í öllum fræðsluumdæmum nema Reykjavík og Reykja- nesi. Starfsmenn þessir voru fulltrúar námsstjóra í héraði og undirmenn þeirra. Leiðbeinendur sem bjuggu nálægt fræðsluskrifstofum áttu þess yfirleitt kost að fá vinnuaðstöðu þar, hinir sinntú störfum sínum heima við eða í skólum, sem þeir störfuðu við. Hluti starfsins fólst í ferðalög- um milli skóla til kynningar á nýju námsefni og hugmynda- banka, þ.e.a.s. verkefnum í umsjá leiðbeinenda. Starfsheitið ,, leiðbeinandi ’ ’ hefur nú skipt um merkingu og er notað um réttindalausa starfsmenn skólanna og því hefur starfsheitið kennsluráð- gjafi verið tekið upp í stað þess. Auk breytingar á starfs- heiti hefur starfið verið flutt frá menntamálaráðu- neyti til fræðsluskrifstofanna. Kennsluráðgjafar verða fram- vegis starfsmenn umdæm- anna. Ekki er ljóst, hvernig störf þessi verða skipuð í vetur. Ingibjörg Auðunsdóttir, kennsluráðgjafi er í launa- lausu leyfi um óákveðinn tíma, kennsluráðgjafi í stærð- fræði er enginn og undirrituð aðeins í K hluta starfs. Von- andi verður fljótlega breyting á þessu til batnaðar. En spurningin er hvort for- eldrar gætu nýtt sér þessa þjónustu. í raun er hún ekki hugsuð fyrir foreldra, en eins og aðstaðan er hér, er ekkert sjálfsagðara en foreldrar komi á skrifstofuna, ef þá langar til þess að fræðast um eitthvað sem þeir treysta sér ekki til þess að ræða við kennara, en auðvitað er eðlilegast að for- eldrar snúi sér til kennara barna sinna, hafi þeir einhverj- ar spurningar um námsefni eða námskrá. A fræðsluskrifstofunni Furuvöllum 13, Akureyri, er góður andi og yfirleitt kaffi á könnunni. Við bjóðum for- eldra velkomna og bendum sérstaklega á að við erum við á kennsludeild á mánudögum frá kl. 16-18. Síminn er 24655. Hilda Tbrfadóttir. VIÐ AUGLÝSUM KJÖRBÓKINA Og nú er ekkert En ! Kjörbók Landsbankans er góður kostur til þess að ávaxta sparifé: Hún ber háa vexti, hún er tryggð gagnvart verðbólgu með reglulegum samanburði við vísitölutryggða reikninga og innistœðan er algjörlega óbundin. Kjörbókin er engin smárœðis bók. Þú getur bæði lagt traust þitt og sparifé á Kjörbókina. Góða bók fyrir bjarta framtíð! Landsbanki íslands 21

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.