Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Síða 14

Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Síða 14
12 Auk þeirra raka, sem áður er getið og að þessu hníga, má enn bæta mörgu við: Það er t. d. staðreynd, að langsamlega mestur hluti barn- anna hverfur síðar til starfsgreina, sem að öllu, mestu eða verulegu leyti eru verklegar eða handrænar (verkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn o. s. frv. Heimilisstörf kvenna eru einnig að mestu verkleg). — Auk hins siðræna starfsþroska, sem verklega námið fyrst og fremst á að efla, veitir það tækniþroska, sem öllum er nauðsjmlegur.sem handræn störf stunda. Formskyn barna þroskast í viðskiptum þeirra við form þeirra hluta, sem í kringum þau eru, en mest þó við sjálfa handfjöllun efniviðarins. Af námsgreinum barna- skólanna eru verklegu greinarnar, — auk teikningar, — bezt fallnar til eflingar þessum þroska. — Með engum hætti getur skólinn betur eflt nýtni, hagsýni og sparsemi barnanna, en með réttri kennslu í verklegum greinum (matreiðsla, garðrækt, saumakennsla, smíði). Prédikanir kennarans um kosti hagsýninnar fara inn um annað eyra barnsins og út um hitt, en sjón er sögu ríkari þegar barnið á sjálft að skila ákveðnum árangri úr afmældu efni. Þá sér það og reynir sjálft, hvers virði hagsýni er. Kennsla verklegu námsgreinanna. f rauninni skiptir minna máli, hvaða verkleg námsgrein það er, sem kennd er; mestu varðar, hvernig hún er kennd. Hér að framan hefi ég marglýst hinu tigna, mikilvæga hlutverki, sem verklega náminu er ætlað. Hlutverk þetta gerir strangar kröfur til kennarans. Hann verður að vera gagntekinn af því. Hann verður sjálfur að eiga hinn sið- ræna starfsþroska, hlutlægni í orði og athöfn, nákvæmni og vandvirkni, sem hann á að vekja með börnunum. En auk þessa verður hann vitanlega að kunna vel til verka þeirra, sem hann er að kenna. Verkleg kennsla, sem er í höndum kennara, sem sjálfur

x

Smárit Handíðaskólans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Smárit Handíðaskólans
https://timarit.is/publication/1881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.