Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1960, Page 17

Læknaneminn - 01.12.1960, Page 17
LÆKNANEMINN 17 komin frá milta, þegar háþrýst- ingur er í portakerfinu eða miltið ásamt lifur og öðrum hlutum reti- culoendothelkerfisins, verður fyrir barðinu á víðtækum sjúkdómum eins og sarcoidosis. Það er athyglisvert, að lát- laus (progressive) lifrarsjúk- dómur með eyðileggingu lifrarvefs getur gengið fyrir sig án þess að valda mesenchymsvörun. Sem dæmi má nefna, að æxlisíferð, langvinn blóðstöðnun, sífelld áhrif lítilla skammta af lifrareitri, víð- tæk fitumyndbreyting (metamorp- hosis) og langvarandi gallstöðnun orsaka venjulega litla hækkun á serum globulini og gefa neikvæð svör við prófum fyrir afbrigðileg- um globulinum. Cephalin í'locculatio og önnur próf er byggjast á afbrigðileikum á senun complexinu. Hin neikvæða cephalin floccula- tionssvörun, sem fæst með eðli- legu serumi manna, byggist á til- vist óstöðugra (labile), stabiliser- andi efna í hinum elektrophoret- iska albuminhluta, en þau koma í veg fyrir að eðlileg gamma globu- lin bindist yfirborði emulsionsagn- anna. Jákvæð svörun, þ. e. að em- ulsionsagnirnar hlaupi í kekki, fæst með eðlilegu gamma glob. einu út af fyrir sig. Hvorki hefur tekizt að komast að því, hvaða stabiliserandi efni þetta eru í eðli- legu serumi, né einangra þau, en þau kunna að vera í einhverju sam- bandi við fituríka hluta alfa glo- bulina. Þessari jafnvægisverkun fer ört hrakandi eftir lauslega hreinsun (partial purification), en hægar í heilserumi, svo að eðlilegt serum, sem geymt er í nokkrar vikur, jafnvel þótt í frystihólfi sé, öðlast smám saman jákvæða c. f. svörun. Jafnvægisefnin hverfa úr serumi heilbrigðra innan 48 klst. eftir skyndilegar lifraskemmdir af völdum súrefnisskorts, eitrunar eða infectionar og geta færst aft- ur í eðlilegt horf á nokkrum dög- um í vægum tilfellum. Þessi skjótu umskipti á serumsvörunum benda til þess, að velta jafnvægisefnanna sé hröð, og að stöðugt berist nýj- ar birgðir frá eðlilega starfandi lifur. Ekki er vitað, hvort jákvæð svörun stafar af ofnotkun eða gall- aðri myndun jafnvægisefna, eða hvort hún stafar af myndun bann- efna (inhibitora) í skaddaðri lifur. Kliniskt samræmi milli ceph. flocc. og histologiskra breytinga er ekki nákvæmt. I flestum tilfell- um fæst jákvæð svörun við skyndi- dauða vefsfruma. Þó finnst já- kvæð svörun, líkt og við bráða lifr- arbólgu, hjá sj. með bráða malaríu, þar sem ekki eru sjáanlegar breyt- ingar á lifrarfrumum við smásjár- skoðun. Jákvæð c.f. svörun gefur ekki bendingu um ástand lifrarinn- ar ((degree of insufficiency) og kemur heldur ekki fram við allar frumuskemmdir. Til dæmis má nefna, að jákvæðar svaranir eru sjaldséðar við lifrarskemmdir sam- fara stíflugulu án aukakvilla, æxl- isíferð, fitubreytingar, einstakar ígerðir eða glæruhrörnun (hyalin degeneration). Einnig er prófið venjulega neikvætt við langvinna blóðstöðnun með augljósum frumu- skemmdum í miðjum lobuli, en skyndileg stöðnunarköst valda venjulega jákvæðri svörun. Já- kvæðar svaranir fást í um 90% af bráðri viruslifrarbólgu, bráðri koltetraklóríðeitrun, en miklu sjaldnar við langvarandi eitur- skemmdir. Ekki er neitt fast sam- ræmi milli c.f. og annara lifrar- prófa, ekki einu sinni þeirra, sem byggjast á afbrigðum á serum- complexinu, svo sem thymol-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.