Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1960, Page 19

Læknaneminn - 01.12.1960, Page 19
LÆKNANEMINN 19 viðhald cholesterolmagns líkam- ans. Minnkað lifrarstarf veldur venjulega lækkun á heildarmagni serum cholesterols (ca. 240 mg/ 100 ml) og einkum esterhlutanum niður fyrir hin eðlilegu 65% af heildarmagninu. Aftur á móti veldur gallstífla hækkun á ó- bundnu cholesteroli, með aðeins lítilli hækkun á esterhlutanum. Samfara þessu hækka venjulega fosfórfita (úr 220—300 mg/100 ml) og heildarfitumagn (úr 500— 600 mg/100 ml). Við langvarandi gallstíflu með hægfara vef- skemmdum hefur heildarcholest- erolmagn tilhneigingu til að lækka, einkum á kostnað esterhlutans. Við sjúkdóma í gallrásum lifr- arinnar, eins og sést við eitur- áhrif af völdum thorazins eða við biliar cirrhosis, hækkar serum cholesterol venjulega meira en við einfalda gallstíflu utan lifrar. Þó að serum cholesterol og hlut- fallið milli óbundins cholesterols og cholesterolestera þjóni sem al- menn vísbending á eðli og út- breiðslu lifrar- og gallsjúkdóma, verður að geta þess, að önnur at- riði eins og skjaldkirtilsstarf, sam- fara smitsjúkdómar, mataræði og arfgengi takmarka notkun þeirra sem lifrarprófa. Við gallstíflur eru gallsýrur oft- ast hækkaðar í blóði og þvagi í tri- oxyformi. I cirrhosis og öðrum til- fellum þar sem gera má ráð fyrir lifrarskemmdum, eru gallsýrur í blóði að mestu leyti í dioxy-formi. Þó aðgreining þessara tveggja forma hafi kliniska þýðingu, hef- ur það þó ekki orðið föst venja við greiningu lifrarsjúkdóma. Að- ferðin er erfið og skekkjuvaldur mikill; ennfremur má geta þess, að aðeins um helmingur sjúklinga þcirra, er Rudman12 rannsakaði, hafði nægilegt magn gallsýra í blóði til þess, að hægt væri að prófa að gagni. Gallsýrur eru sagðar orsök kláðans, sem svo oft er samfara gallstíflu, en magn hinna ýmsu gallsýra í blóði stendur ekki í neinu beinu hlutfalli við slæmsku kláðans. Samt er kláðinn ágætur mælikvarði á lífsþrótt lifrarinnar, og hverfi hann, þrátt fyrir ó- breytta gallstíflu bendir það venjulega til yfirvofandi uppgjaf- ar hennar. Ammoniak í blóði við lifrarsjúkdóma. Sjaldan er ástæða til að mæla NH:, í blóði, nema þegar lifrar- starfsemin er svo léleg, að NH;), sem myndast í görnum og nýrum, vinnst ekki fullkomlega í lifrinni. Eggjahvíturík fæða, blæðingar í meltingarvegi og skammhlaup portablóðs (af náttúrunnar eða manna völdum) fram hjá lifrinni gera meira úr þeirri lélegu starfsemi, sem fyrir er. í lifr- arcoma fer ammoniak í blóði stundum upp fyrir 300 /ig í 100 ml, en mælingar upp í 150//xg/ 100 ml geta bent til yfirvof- andi neyðarástands, sem útheimt- ir algera stöðvun á eggjahvítuáti, og að gerðar séu ráðstafanir til að kippa því í lag. I reynd hafa NH:i mælingar takmarkaða þýð- ingu, því að hin sérhæfða meðferð, sem mælt er með til að minnka NH:f í blóði, svo sem arginin- eða glutaminsýrugjöf í æð, hefur sjald- an úrslitaþýðingu né er þá til lang- frama. Þó hafa blóðammoniakmæl- ingar komið að gagni við rann- sókn sljórra sjúklinga, sem vitað er að hafa lifrarsjúkdóm, til þess að ganga úr skugga um, hvort taugatruflun stafi af yfirvofandi coma eða af deyfilyfjum, sem

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.