Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 12
12 LÆKNANEMINN Anna litla Elsku litla Anna en hve þú ert fín. Gætirðu ekki sýnt mér gullin fögru þín? Gætirðu ekki sýnt mér gullin mörgu þín? Svo ég geti leikið við þig ljúfa vina mín. Svo ég geti leikið mér við litlu stúlkuna, sem á blíða brosið og björtu gleðina. Er til nokkuð dásamlegra en indælt lítið barn, sem léttir okkur sporin um lífsins eyðihjarn. Sem léttir okkur sporin um lífsins eyðihjarn. Og veitir okkur gleðina að verða aftur bam. Páll frá Breiðabliki (Eiríkur Sveinsson). Vina mín Er blóm að hausti blikna öll og bíða hel og vetur síðan vefur þau í vengja þel. Og morgunsól í marardjúpi mókir ein. Unz lifnar allt af löngum dvala lífs á grein. Þá voldug harpa vorsins ómar vítt um geim, er sunnuglit á sjávaröldum sigrar heim. Og ímjmd sannrar æsku gleði örvar þrótt, er bærist lauf í beitivindi bjarta nótt. Og myrkrið var svo dökkt og djúpt eitt dapurt kvöld er héldu til í huga mínum húmsins völd. Þinn andi barst mér undurljúfur elsku með og alltaf síðan, ekkert nema ást hef séð. Og gimsteinn sá er gafstu mér er gæfa mín. Hve yndisleg í umgjörð sinni augun þín. Og vermir mína köldu kinn nú kossinn þinn. Þú strýkur höndum stillt og blíð um starfa minn. Hve aftann getur yljað þeim, sem eiga vin, svo greina þeir í gleðivíinu geisla skin. — Ég helga mér í hamingjunni hjarta þitt, og býð þér svo úr brjósti heitu blóðið mitt. Páll frá Breiðabliki (Eiríkur Sveinsson).

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.