Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 20
20 LÆKNANEMINN FRÁ STÚDENTASKIPTUM Nú er daginn tekið að lengja og bjartsýnir læknanemar farnir að gá að fíflum í túnum. Undir- búningur stúdentaskipta þessa árs er hafinn og nú er ekki úr vegi að láta falla nokkur orð um fram- gang þeirra mála síðasta ár. í fyrstu leit út fyrir að þátttak- endur í skiptunum yrðu á þriðja tug. Þegar á herti heltust þó nokkrir úr lestinni, vegna fjár- skorts eða sjúkleika og óhappa. Slíkt verður ávallt til nokkurs baga. Allnokkuð umstang og kostnaður er oftast þegar orðinn er lína berst með þökkum og út- skýringum eitthvað á þessa leið: ,,Góðu vinir. Varð skyndilega illt. Get ekki komið. Kalli.“ En við þessu er ekki mikið að gera frem- ur en kvefi og það er satt að segja mjög ánægjulegt að vera við skipt- in riðinn. Allir eru boðnir og búnir til að veita málinu nokkurn stuðn- ing, jafnt læknar og ráðafólk á sjúkrahúsum sem aðrir er til er leitað. Það er sá skilningur sem málinu er þannig sýndur sem stú- dentaskiptin byggjast á. Án hans væru þau með öllu úr sögunni. Fjármálin ullu okkur nokkurri andvöku í fyrstu og það var ekki eigin snilli að þakka að úr þeim rættist, heldur skilningi þeirra er fjármálum ráða á eðli og gagn- semi stúdentaskiptanna. Við áttum líka eitthvað smávegis eftir af pen- ingum frá lyf jafyrirtækinu Sandoz sem við höfðum fengið til skipt- anna árið áður en bárust okkur ekki í hendur fyrr en seint og síð- ar meir, og okkur þá tekist að spara dálítið af. Þetta bjargaðist því allt saman og við gátum tekið sómasamlega á móti þeim kolleg- um okkar er hingað komu og styrkt nokkuð þá okkar menn er utan fóru. Ég ætla annars ekki að orðlengja þetta frekar en þakka þeim, er málið studdu, kærlega fyrir hjálpina. Eins og áður má segja að um gagnkvæm skipti hafi verið að ræða, eða eins og hér má sjá: Danmörk Finnland Stóra Bretland Svíþjóð Þýzkaland hingað 0 héðan 2 — 2—0 — 3 — 3 — 1 — 2 — 2 — 2 8 9 Danir og Svíar eiga nú hjá okk- ur pláss en við hjá Finnum og reyndar Svisslendingum líka, en það er önnur saga. Þeir sem hing- að komu skiptust þannig niður á spítala: Borgarsjúkrahúsið, 2 Finnar. Fjórðungssjúkrahúsið, Akur- eyri, lyflækningadeild, 1 Breti. Landakotsspítali, 2 Þjóðverjar. Landsspítalinn, ljd:lækninga- deild, 2 Bretar, handlækninga- deild, 1 Svíi. Okkur var líka heitið plássi á sjúkrahúsi Akraness og á Fæðing- ardeildinni og þökkum við kærlega fyrir þau. Ég ætla mér ekki að tala um hvemig okkar mönnum hafi líkað dvölin erlendis. Það munu þeir gera sjálfir. Hvað við víkur félög- um okkar frá útlandinu voru þeir

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.