Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 6
e LÆKNANEMINN cystur sem leynist hér og þar niðri við sacrum og úti í nates. 5. Bezt er að binda ekki fyrir neinar æðar, enda blæðir sjaldnast þannig úr þessum sárum að þörf sé á slíku. Blóðvætl stöðvast, þeg- ar grisju er troðið í sárið og þrýst á góða stund, en slagæðum, sem 2. mynd: Vírkanni í sinus pilonidalis i greip. spýta, má undantekningarlítið loka með því að klípa þær með æða- töng í nokkrar mínútur og taka hana síðan varlega af. En sárið verður að vera þurrt þegar það er saumað og ef óhjákvæmilegt reyn- ist þrátt fyrir allt að ligera, er grannt plain-catgut, t.d. 000, nægi- lega öflugt. Ástæðan er augljós — corpora aliena eru óæskileg hér. Af framansögðu leiðir að helzt ætti ekki að sauma subcutis saman sér- staklega, heldur loka sárinu frá botni, t.d. með nylon-hnútasaum, sem einnig leggur sárbarmana þétt hvorn að öðrum. Síðan er hæfilega stór og þykkur grisjupúði bund- inn eða límdur yfir sárið og sjúkl- ingurinn gjarnan hvattur til að liggja að minnsta kosti öðru hvoru á bakinu fyrstu dagana eftir að- gerð. 6. Ef teljandi sýking gerir vart við sig í sárinu eftir nokkra daga, er heillavænlegast að horfast í augu við þann bitra veruleik að aðgerðin hefur ekki náð tilgangi sínum. Þá er um tvennt að velja — útskrifa sjúklinginn innan tíð- ar með nýjan fistil eða yfirvofandi recidiv eða hitt að taka þegar í stað alla sauma, láta sárið opnast og síðan fyllast upp frá botni. Það tekur langan tíma en getur orðið tímasparnaður miðað við marg- endurteknar misheppnaðar að- gerðir. Smávægileg infection kringum saumana sem kemur í ljós þegar þeir eru teknir á 10. degi eða þar um bil, þarf ekki að valda veruleg- um usla. Hún hjaðnar oftast þeg- ar saumarnir eru farnir. 7. Eftirlit með þessum sjúkling- um er æskilegt fyrsta kastið, og þegar hárvöxtur er mikill kringum örið, er recidiv-hættan skiljanlega mikil. Mest er hún áreiðanlega fyrstu vikurnar meðan örhúðin er veik fyrir, enda láta margir skurð- læknar raka svæðið kringum örið á 1—2 vikna fresti fyrst eftir að- gerð og síðan æ sjaldnar, unz sýnt þykir að húðin sé orðin nægilega styrk. Háreyðingarsmyrsl hafa reynzt haldlítil, og epilations-geisl- anir, sem allmjög voru í tízku um skeið, munu nú eiga fáa formæl- endur. Sumum læknum, jafnvel arftökum bartskeranna fornu, kann að þykja óþarft að gera konsultations-húsnæði sitt að rak- arastofu. Einnig má vera að sjúkl- ingum þyki snúningasamt að mæta vikum og mánuðum saman til eft-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.