Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 18
18
LÆKNANEMINN
DAGBÚKARKORN
1 sumar fór Jón Stefánsson á ráð-
stefnu, sem haldin var á snærum
IFMSA í Gautaborg-. Átti þar að fjalla
um not kvikmynda i læknisfræði-
kennslu. Bað ég' hann að skrifa um
þetta nokkur orð en hann var þá latur
og tók því fálega. Bauðst hann að lok-
um til að lána mér nokkur dagbókar-
blöð úr ferðinni. Fara þau hér á eftir,
svo sem hæft þótti. Ritstj.
Þegar ég loksins gat troðist út
úr lestinni var hellidemba. Svona
var tíðin líka í fyrra þegar við
Auðólfur þrömmuðum á hverjum
morgni gegnum Slottsskóginn. Mér
fannst eins og ég hefði verið hér í
sveit einhvern tíma. Ég tók leið 7
á horninu hjá Gumbert’s og fór
beint upp á Gullhæðina. Mikil
bölvuð árátta er að þvælast með
svona mikið drasl. Ég var að nið-
urfalli kominn þegar mér loks
tókst að finna þetta stúdentahótel
með góðri hjálp nokkurra kvenna
sem voru að koma heim klyf jaðar
úr búðum. Þetta lítur út fyrir að
vera allra bezta hús. Mér var feng-
ið herbergi með einhverjum
Grikkja. Hann er kominn hingað á
undan mér og hefur lagt undir sig
hverja skúffu og skáp, borð og
bekki, allsstaðar eru skjöl og papp-
írar. Þetta er líklega voðamaður.
Ég hálf kvíði því að hann skjóti
upp kollinum.
Nú er mest allt liðið hér saman
komið. Langflestir eru Þjóðverjar.
Sumir eru stórir og feitir, aðrir
litlir og mjóir, sumir rífa í sig
graut og brauð og egg og marme-
laði og svelgja kaffi; aðrir eru
lengi að japla á franskbrauðinu
sínu og dreypa kurteislega á tei
milli bitanna. Hér eru margir bíl-
eigendur svo mér er skollans sama
þótt hann rigni.
Grikkinn, félagi minn, er reynd-
ar háttvirtur forseti IFMSA, herra
Vassilis Tsemanis. Hann hefur í
þessum mánuði verið í flestum
löndum Evrópu og er á leið til
Osló eins og ég. Hann spurði mig
strax hvort ég kannaðist við þá
Guðmundsson og Valdimarsson og
var hinn skrafhreifasti.
Hér er oft gleðskapur. I gær-
kvöldi var veizla úti á Langadragi
og á eftir komum við í Villa Med-
ici. Við læknanemar heima þurf-
um að eignast hús eins og þeir
hér. Ég tefldi skák við Þjóðverj-
ann skeggjaða. Taldi hann vonlít-
ið að etja slíkt kapp við Islending
og var fljótur að tapa. Síðan geng-
um við saman heim á leið og rædd-
um fílósófíu á leiðinni. Annars fór
langur tími í að sýna honum fram
á að ekki væri einhlítt að dæma
gáfur manna eftir skákgetu. Vildi
hann ólmur vera heimskari en ég.
Að lokum komust við á leiðarenda
og vorum afar hreyknir af ratvísi
okkar.
Vassilakki, eins og vinur okkar
frá Torinu kallar þann gríska, er
geysiduglegur maður. Hann er
skrifandi fram á nætur og kominn
upp fyrir allar aldir og byrjaður
aftur. Það held ég sé Ijóta djobbið
að vera forseti. Annars bregður
hann stundum á leik og er hinn
kátasti. Hann er sonur kírúrgs í
Aþenu og ætlar sjálfur í orþópedíu.