Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.07.1964, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN 17 aukningfu, í kílóum: Árið 1910 nam innflutningur hingað til lands á sígarettum 1285 kg, en 1949 var hann 129100 kg, eða 100 meiri (4). Það sem veldur krabbanum við reykingar, er talið vera carcinogen efni, sem myndast við brunann, en einnig hefur verið kennt um arsen- samböndum, sem notuð eru sem skordýraeitur við úðun á tóbaks- plöntunni. Hvað viðvíkur pípu- og vindlareykingum, þá er tóbakið að öllum líkindum jafn hættulegt, en það sem gerir gæfumuninn, að þær aðferðir séu taldar ,,hollari“, eru reykingavenjumar: menn reyki síður ofan í sig og oft á tíðum minna magn. Meðaldánaraldur lungnakrabbasjúklinga er 55—56 ára. Um aldamótin síðustu mátti lungnakrabbi teljast raritet. Sú aukning, sem orðið hefur, er að nokkru sökum bættrar sjúkdóms- greiningar, bæði klíniskt og við krufningar. Ennfremur stafar aukningin af hækkandi meðalaldri í flestum menningarlöndum, og gildir það um krabbamein almennt, þannig að þeim sjúkdómum, sem áður hjuggu skarð í raðir yngra fólks, s.s. smitsjúkdómar, hefur verið útrýmt, en eftir standa þeir sjúkdómar, sem fylgja eldri ald- ursskeiðum, hrörnunarsjúkdómar og krabbamein. Samantekt. 1. Tíðni lungnakrabba hefur síðustu hálfa öld aukist mjög, eink- um carcinoma bronchogenis. Aukningin varð fyrst einkum með- al karla, en síðar einnig meðal kvenna. Munur á körlum og kon- um er samt mikill ennþá, eða 6—10 á móti 1, en virðist fara minnkandi. Sígarettureykingum er þar eink- um um kennt. 2. Krabbinn er algengari í borg- um en til sveita. Orsökin er talin óhreinkun andrúmsloftsins í borg- um af sóti, reyk, asfalti og fleiri efnum, sem innihalda carcinogen. 3. Ýmis málmsambönd teljast valda lungnakrabba, svo og geisla- virk efni. Ég þakka dr. Ólafi Bjarnasyni, dósent, en hann las ritgerðina yfir og færði til betri vegar. Apríl 1964. Helztu heimildir: 1. Pathology eftir P. A. Herbut; Lea & Febig-er 1955. 2. Pulmonary Carcinoma eftir E. Mayer og H. C. Maier; New York University Press 1956. 3. A Textbook of Pathology eftir W. Boyd; Lea & Febiger 1961. 4. Krabbamein í lungum eftir Hjalta Þórarinsson; Læknablaðið, 2. hefti 1962. 5. Lehrbuch der Allgemeinen Patholo- gie und der Pathologischen Anatomie eftir H. Hamperl; Springer-Verlag 1960. 6. Smoking and Health; Pitman Medi- cal Publishing Co. Ltd. 1962. Medicine and Health. Dr. Samuel Garth, the celebrated physican of Pope’s time, loved wine to excess. At a favorite club of which he was a member, he once remained to drink to a late hour. A companion said to him, “Really, Garth, you ought to quit drinking and hurry off to your patients.” “It is no great matter,” replied Garth, “wether I see them tonight or not; for nine of them have such bad constitu- tions, that all the physicians in the world can’t save them; and the other six have such good constitutions, that all the physicians in the world can’t kill them.”

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.