Ferðir


Ferðir - 01.06.1958, Síða 18

Ferðir - 01.06.1958, Síða 18
16. blaðsíða [Ferðir FRÁ FÉLAGINU Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar var haldinn sunnudaginn 9. febrúar 1958 að Geislagötu 5 og hcSfst kl. 14.00. Áður en fundarstörf liófust voru sýndar tvær litkvikrayndir: Frá Austfjörðtira og Louisiana. Skýrsla stjórnar. Þá flutti formaður skýrslu félagsstjórnar fyrir árið 1957, og fara hér á eftir helztu atriði hennar: Blað félagsins, „Ferðir“, 16. árg., kom út. Unnið var að vegarlagningu í Herðubreiðarlindir, og kvísl úr Jökulsá, sem runnið hefur í Lindá, var stífluð, og hefur nú stórum batnað að aka í Lindir. Sæluhús félagsiris að Laugafclli var endurbætt og leiðin þangað (um Bárðardal) merkt með stöngum og stytt að mun. Könnun- arferð var farin um Þormóðsstaðadal með það fyrir augum að finna styttri leið að Laugafelli en um Bárðardal. Fengin afnot af bifreið í sambandi við ferðalög. Félagar voru 460, er reikningum var lokað. Fjárhagur. Björn Bessason las og skýrði reikninga félagsins. Eignir félagsins eru rúmar 85 þús. kr., og varð nær 9 þr'is. kr. tek juafgangur. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. Vísast lil þeirra hér á öðrum stað í ritinu. Skemmtiferðir voru fimm. 1. ferð: Herðubreiðarlindir (aukaferð). Þátttakendur 20. Fararstjóri Jón D. Ármannsson. 2. ferö: í Fjiirðu. Þátttakendur 14. Far- arstjéui Þormóður Sveinsson. 3. ferð: 1 Oskju. Þátttakendur 12. Farar- stjóri Jón Sigurgeirsson. 4. ferð: 1 Laugafell (aukaferð). Þátttakendur 18. Fararstjóri Tryggvi Þorsteinsson. 5. ferð: Flateyjardalur (aukaferð). Þátttakendur 10. Fararstjóri Björn Baldursson. Tvær ferðir féllu niður vegna óhagstæðs veðurs, en þrjár aukaferðir voru farnar, eins og áður greinir. Auk þessa voru farnar fjórar kvöldferðir í nágrenni Akureyrar í sambandi við Ferðaskrifstofu ríkisins. Fararstjórar voru Björn Þórð- arson og Þormóður Sveinsson, tvær ferðir livor. Stjórnarkjör. Úr stjórn áttu að ganga þeir Jón Sigurgeirsson og Tryggvi Þorsteins- son, en voru báðir endurkjörnir til þriggja ára. Fyrir voru í stjórn: Kári Sigurjónsson, Karl Magnússon og Karl Hjaltason. Varastjórn: Jón D. Ármannsson, Stefán Sigurðsson og Hrólfur Sturlaugsson. Endur- skoðendur voru endurkjörnir Bjarni Halldórsson og Þengill Þórðarson. Ferðanefnd (endurkjörin); Jón D. Armannsson, Bjiirn Baldursson,

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.