Ferðir - 01.06.1958, Side 23
Ferðir]
21. blaðsíða
- ÁVARP
Framhald af bls. 1.
lagsmönnum í seinni tíð. Vatnahjallavegi hefur eigi verið við haldið
hin síðari ár, en leiðin að Laugafelli upp úr Bárðardal er sæmilega
greiðfær. Með lagfæringu á leiðinni frá Mýri að Kiðagili og betri merk-
ingu þaðan að Laugafelli mætti aka frá Akureyri að Laugafelli á 5—6
klst.
Á síðastliönu sumri fóru formaður og varaformaður FI’y\ könnunar-
ferð gangandi fram Þormóðsstaðadal, með það fyrir augum, að litast
um eítir styttri og betri leiö inn á öræfin fram af Eyjafirði. Ekki virðist
óálitlegt að gera þar sæmilegan veg. Versti farartálminn er innarlega
á dalnum. Með þeim vinnuvélum, sem nú eru notaðar við vegagerð,
er verkið ekki gífurlegt. Tími vannst ekki, að þessu sinni, til að rann-
saka, hvernig umhorfs væri suður fjöllin, er upp úr dalnum kemur, og
verður það að bíða betri tíma.
Að lokum hvetur stjórn FFA meðlimi félagsins til þátttöku í sumar-
ferðalögunum og virkara starfs. Þeirn félögum og utanfélagsmönnum,
sem umráð hafa á jeppunt eða bifreiðum til ferðalaga um hálendið,
og ferðast vilja á eigin kostnað, bjóðum við „samflot" í fyrirhuguðum
lerðum Ferðafélags Akureyrar á sumri komanda.
Nýir meðlimir eru ávallt velkomnir í hópinn. lvynnizt landi ykkar
og fegurð þess. Njótið útiveru hinnar íslenzku náttúru og heilbrigðra
ferðalaga.
* * *
Stjórn F F A vill hér með tjá þakkir sínar þeirn Sigurjóni Rist,
vatnamælingamanni, og raforkumálastjóra Jakobi Gíslasyni fyrir hið
góða og stórfróðlega efni, sem þeir hafa lagt „Ferðum" til að þessu
sinni.
Með beztu sumaróskum,
Stjórn Ferðafélags Akureyrar.