Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 2

Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 2
REYKJANES pósthússins hér á vellinnm, þótt það sé i ófullkomnu bráðabirgða húsnæði. Eru ekki áformaðar ýmsar hyggingar hér við flugvöllinn? Það má segja að nauðsynlegt sé að Iiyggja allar afgreiðslu- og flugstjórnarbyggingar, svo og hótel og íbúðir fyrir starfsfólk. Flestar braggabyggingarnar, sem eru fyrir, eru gerðar með tilliti til hernaðar, og því óþægilega dreifð- ar. Nú er verið að ganga frá skipu- lagi fyrir væntanlegar hyggingar og unnið að mælingum í því sam- bandi. — Hvað er margt starfsfólk a íö flugvöllinn? Það eru 17 á okkar vegum hér, og auk þess vinnuflokkur, sem nú er að byggja nýtt varðhús, auk ýmsra annara starfa. — Eru margir af þessu starfs- Iiði frá Keflavík? Allur vinnuflokkurinn er frá Keflavík og einn af hinum föstu starfsmönnum. Við höfum áhuga fyrir að sem flest starfsfólk við völlinn verði úr Keflavík, en álít- um ekki rétt að leggja áherzlu á aukningu þess, sem þyrfti, á meðan útgerðin hefur þörf fyrir alla starfskrafta byggðarlagsins. — Vinna margir Islendingar hjá hjá Bandaríkjamönnum? Það eru um 95 alls, sem ýmist eru starfsmenn eða nemendur í flugvallarrekstri og öðrum störf- um þar að lútandi. — Verður ekki þörf fvrir aukið starfslið á næstunni? Jú, vafalaust verður það, en að hvað miklu leyti við tökum þátt i rekstri flugvallarins er ekki enn- þá ákveðið, á meðan samningur- inn við herinn er í gildi, en ein- hvern næstu daga verður gengið frá því, að hvað miklu Ieyti rekst- urinn kemur í okkar hendur, og munum við kappkosta, að sem flestar greinar hans verði í okkar höndum. Nú þegar er loftferða- stjórnin og fjarskiptin undir ís- lenzkri stjórn. - Er löggæslan við flugvöllinn talin í starfsliði yðar? Nei, Sex lögregluþjónar starfa hér, þar af 2 úr Keflavík. Þeir eru undir stjórn tveggja fulltrúa sýslumannsins í Hafnarfirði. — Hvernig hefur samvinnan við herinn verið? Hún hefu verið með bczta móti. Herinn hefur átt við ýmsa örðugleika að stríða sökum mann- fæðar. Þeir fáu menn sem hér hafa verið síðan snemma í janúar, hafa orðið að vinna mjög mikið, frá 10—16 tíma á sólar- hring, til þess að geta staðið við gerðan samning um að fara héðan, þessvegna höfum við reynt að trufla þá sem minnst við störf þeirra. Hvernig gengur samvinnan við A.O.A.? Þessi deild A.O.A., sem hér starfar heitir Iceland Airport Corporation. Til þessa tíma hefur öll samvinna við þá gengið mjög vel, enda eru báðir aðilar fúsir til skilnings og leiðrét'tinga, ef ein- hver mistök koma fyrir, sem við vonum að verði sem fæst. En eins og gefur að skilja, þá geta oft ýms örðug atvik komið fyrir í jafn umfangsmiklum störfum og rekstur þessa flugvallar er. Hvað gctið þér sagt um sjálfan flugvöllinn? Flugvöllurinn sjálfur er fyrsta flokks að gerð og styrkleika, og ennþá eru ekki framleiddar svo þungar flugvélar að þær geti ekki lent hér. Aðflugskilyrði er öll hin ákjósanlegustu. Á flugvellinum er starfrækt nýjasta gerð blindlend- ingartækjum (G.C.A.—S.C.S. 51), auk þeirra er einnig stefnuviti, (Radio Range) af nýjustu gerð. Ljósaútbúnaður hefur verið end- urnýjaður að nokkru og komið fyrir nýjusíu gerð flugbrautaljósa. Þau sjást úr meiri fjarlægð en nokkur önnur ljós, og einnig í þoku og dimmviðri. Þótt ekki sjáist frá flugvélinni nein ljós í Keflavík, þá sjást flugbrautaljós- in mjög vel. Hvað álítið þér að hér þurfi að vera stórt hótel? Það þarf að byggja hér hótel, sem rúmar um 200 til 300 manns, búið öllum þægindum, því flestir flugfarþegar eru fólk sem ætlast íil þæginda og á þeim að venjast við alla flugvelli. Einnig er að- búnaður ferðamanna góð auglýs- ing fyrir menningarástand þjóð- arinnar. - Hvað hafið þér að segja um fánann á spítunni? Forsaga þess máls er nokkuð löng, og engum einum um að kenna. Að þetta skyldi koma fyrir, var mjög óheppilegt og leiðinlegt, enda verður séð um að slíkt end- urtaki sig ekki. (Það cr gott!) Er ckki eitthvað sérstakt, sem þér vilduð segja að lokum? Eg er sannfærður um að Kefla- víkurflugvöllur á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir Keflavík og nágrenni, en að vísu er það mikið komið undir Suðurnesjamönnum sjálfum. Við viljum kappkosta að hafa sem bezta og nánasta sam- vinnu við nábúa okkar hér í kring, og vona eg að það takist með góð- um vilja beggja. Eg þakka flugvallarstjóra fyrir Jjægilegar móttökur og greinagóð svör. I samræðum okkar hæði á undan og eftir það viðtal, sem hér er hirt, komst eg að því, að þar er margháttaðan og' skemmíileg- an fróðleik að fá, og mun eg ó- spart nota vinsamlegt boð flug- vallarstjóra og fulltrúa hans, um að flytja lesendum blaðsins ýmsan fróðleik um flugmál almennt og einnig meira um framkvæmdir og starfrækslu á Keflavíkurflugvell- inum, því sannarlega eigum við að fylgjast með því sem þar er að gerast af meiri áhuga, en við höfum gert hingað til. Helgi S. Aineríska setuliðið er nú i þann veginn að hverfa héðan, en eins og kunnugt er, tek- ur American Overseas Airlines við rekstri Keflavíkurflugvallarins. I fyrra mánuði flutti selulioið nolck- ur hundruð tonn af flugvéla- sprengjum á haf út og sökkti þeim þar. Sprengjunum var sökkt á 500 faðma dýpi suðvestur af Reykjanesi. Ölíklegt er talið, að sprengjur þessar geti komið til að valda nokkru tjóni, þar eð botnvörpuveiðar eru ekki stund- aðar á þessu dýpi ennþá a. m. k. „Flagship Keflavík“ Ef það gæti glatt einhverja hér í Keflavík þá getur blaðið fært þá frétt, að A.O.Á. hef'ur skýrt eina af Skymasterflugvélum sínum „Flagship Keflavík". Er því þar með ástæðulaust að öfunda Reyk- víkinga lengur af „Flagship Reykjavík“, en á slíku hefur lítils- háttar borið hér í Keflavík.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.