Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 9

Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 9
REYKJANES 9 að en allir geti haft atvinnu við hagnýt stöx-f, og aldrei hafa vei-ið ineiri möguleikar en nú eru og vei'ða til þess að ausa þeirn auð- æfum upp, sem eru við strendur íandsins. En það, sem við verðum að gera okkur ljóst, að aldrei verður meira til skipta milli þegna þjóðarinn- ar, en það sem allast. Hver sfai'f- andi hönd gerir sitt til að auka vellíðan fyrir sjálfan sig og þjóð- ai'heildarinnar, eftir því hvernig lxann eða hún rækja störf sín. En sá skuggi, sem hvílir yfir fi-amtíð íslenzku þjóðarinnar, að hún geti eigi staðist samkeppni við aðrar þjóðir á heimsmarkaðn- unx á sölu sjávarafurða, vegna þeix-rar dýrtíðar, sem er í landinu, er innlent fyrirbrygði, sem að mínum dómi er auðvelt að leysa, ef allar stéttir þjóðfélagsins og stjómmálaflokkar tækju höndurn saman til úrlausnar með alþjóðar- hag fyrir augum, og gei’ðu það áður en samdráttur verður í hrá- efnisframleiðslu þjóðarinnar. Svj, Nýlega er tekið til starfa nýtt fiskiðnaðarfyrirtæki í Keflavík, heitir það Fiskiðjan h.f. Verk- smiðjuhúsin er sumpart ný, en sumpart hús eldri fiskimjölsverk- smiðju, sem starfrækt var fyrir nokkrum árum. Samanlagður gólf- flötur verksmiðjuhúsanna er um 2000 fermetrar. Allar vélar eru rafknúðar, og eru þær að mestu smíðaðar innanlands, og hafa vél- smiðjux-nar Jötunn og Héðinn ann- aðist smíði og uppsetningu þeirra, og sá Héðinn um endanlegan frá- gang verksmiðj unnar. Raflagnir og uppsetningu aflvéla annaðist h.f. Raflögn í Reykjavík. Gufu- katlar og beinamjölsþurrkarinn eru hitaðir með olíukyndingu, sem smíðuð er hér innanlands og í'eyn- ist hin bezta. Yfirumsjón með byggingunni hafði Þórður Run- ólfsson. Verksmiðju þessari er æílað fjöl- þætt stai'f á sviði allskonar fiski- iðnaðar cnda þótl ekki sé enn haf- in önnur starfi’æksla en vinnsla fiskimjöls. Verksmiðjan getur unn- ið úr 120 tönnum hráefnis á sól- ai’hring og hefur hún ekki ennþá fengið nægjanlegt hi'áefni til fullra afkasta, sem stafar af því að afli liefur vei'ið mjög tregur undan- farið. Eigendur verksmiðj unnar cru hraðfrystihúsin í Keflavík og Njarðvíknm og eru það hlutafé- lögin í Iíeflavík, Jökull, Frosli, Hx'aðfi’ystistöð Keflavíkui’, Hrað- frystihús Keflavíkur og Hrað- frystihús Karvels ögmundssonar í Njarðvík. Eigendur áttu mjög erfitt með að leggja fyrirtækinu nægjanlegt fé, því stofnkostnaður er mjög mildll, en fyrir tilstilli Nýbygging- arráðs og mjög góðan skilning stjórnar Landsbanka Islands, komst fyrirtækið upp, og lánaði Landsbankinn því 900 þúsund kr., og Nýbyggingarráð hefur mælt með því að veitt verði lán til verk- smiðjunnar úr stofnlánadeild sjávai’útvegsins. Tclja verður starfi'ækslu þessa iðnvers, mjög stórt spor í rétta átt, því áður var nær öllum úrgangi frá frysti- húsunum hent í sjóinn, en talið cr að á þessu ári muni Fiskiðjan framleiða fiskimjöl fyrir um eina og hálfa milljón krónur í erlend- um gjaldeyri. Ivleð mjög litlum viðbótum á verksmiðjan að geta annast síld- arbræðslu og geta þá brætt 800/ 1000 mál á sólarhring. Eigendur verksmiðjunnar hafa mikinn hug á að stækka stai’fssviðið, með því að hefja niðursuðu á allskonar fiskafurðum, svo og efnavinnslu úr þeim hluta innífla fiskjarins, sem nú er hent, en nokkuð mun skorta á um hagnýtar rannsóknir á því sviði, enn sem komið er. Formaður sameignarfélagsins er Elías Þorsteinsson en fi'amkvæmd- astjóri er Huxíey Ölafsson. 10 menn vinna nú við verk- smiðjuna, en starfsmannafjöldi mun aukast þegar svo mikið hrá- efni berst, að ástæða er til að vinna allan sólarhringinn. Starfsemi kvenfélagsins. Kvenfélag Keflavíkur hélt aðal- fund sinn í nóv. síðastl. I stjórn voru kosnar: Guðný Ásberg form. Vilboi'g Amundadóttir gjaldkeri, Vigdís Jakobsdóttir ritari ( i stað Emel- iu Snoi’rason, sem baðst undan endurkosningu) Eiríka Arnadóttir og Jónína Einarsdóttir meðstjóm- andi. Kvenfélagið hefur haft margt á prjónunum í vetur og má þar helzt nefna saumanámskeið, sem haldið var fyrir jól og tóku margar kon- ur þátt í því. Nú á næstunni ætlar félagið að gangast fyrir mat- reiðslunámskeiði, og er ekki að efa, að það verður vinsælt. Gam- ahnennaskcmmtun hélt félagið um jólaleytið og var hún vel sótt og þótti hin ánægjulegasta. Síra Eiríkur Brynjólfsson og kirkju- kói-inn, undir stjórn Friðriks Þor- steinssonai', komu og skemmtu gamla fólkinu, einnig sýndi Karl Runólfsson kvikmyndir, og |»ótíi að öllu þessu hin bezta skemmtun. Afmælishátíð sína hélt íelagið í nóv. og þorrablót, eins og í fyri'a, og þótti hvorutveggja takast vel. Félagið hefur gengist fyrir leik- sýningu nú nýlega, og sömuleiðis var haldin hlutavelta fyrir skömmu og gekk hún ágætlega. Ivvenfélagið heldur stöðugt áfram að safna fé til ágóða fyrir spííal- ann, og hefur trú á framtíð þeirr- ar stofnunar, þó því miður virðist svo vera, að þeir aðilar, scm eiga að hafa framkvæmd í þeim mál- um, virðast ekki vinna að því sem skyldi. Kvenfélagið færði klrkjunni að gjöf, fagi’an silkifána, núna fyrir jólin. Það bætast alltaf fleiri og fleiri konur i félagið og ganga hópar inn á hverjum fundi. Er það vissu- lega gleðilegt ao konur geti stað- ið saman í þessum félagsskap, og er fundarsókn með afbrigðum góð, enda fundir mjög skemmtilegir. Bazar ætlar félagið að halda bráðlega, og er ekki að efa, að þar selzt allt fljótlega, eins og í fyrra, enda verður þar sjálfsagt margt góðra muna. V. J.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.