Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 6

Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 6
6 R E Y K J A N E S Minningarathöfn var haldin í Keflavíkurkirkju þann 19. f. m. um Einar heitinn Guðberg. Athöfnin fór mjög virðu- lega fram og fjölmenni var i kirkjunni til að votta hinum látna liinstu kveðju. Skipstjórí hefur nú verið ráðinn á vænt- anlegan togara Keflavíkurhrepps. Er það Halldór Gíslason frá Reykjavík, alkunnur aflamaður og þrautreyndur togarasjómaður. — Ákvörðun um ráðningu þessa var tpkin á hreppsnefndarfundi 19. marz s. 1. Alfred Gíslason, lögrcglustjóri hefur af Alþingi verið kosinn í Landshafnarstjórn í stað Einars heitins Guðbergs. Matvörubúð hefur Halldór Fjalldal, kaup- maður, oj)nað í hinu nýja húsi sínu við Túngötu 14. Búðin er hin snyrtilegasta í alla staði og frágangur og fyrirkomulag fyrsta flokks. Uppdrátt að húsinu annaðist Skúli H. Skúlason. Ólafur S. Lárusson, útgerðarmaður í Keflavík hefur nýlega fest' kaup á vélbátnum Dverg frá Siglufirði. M.b. Dverg- ur er ca. 65 smál. að stærð, smíð- aður í Svíþjóð. Frá hafnargerðinni. Smíði þriðju bátabryggjunnar innan við hafnargarðinn i Kefla- vik er nú langt á veg komin. Þeg- ar þessari bryggjusmíði er lokið, hafa alls verið byggðar þrjár bátabryggjur innan við garðinn, allar úr steini. Sjúkrahússmálið. Allir hreppar Keflavíkurlæknis- héraðs hafa nú undirritað samn- ing um byggingu og rekslur sjúkrahússins í Keflavík. Hefur stjórn sjúkrahússins verið kosin og má því vænta áframhaldandi framkvæmda, ef vel tekst að afla lánsfjár til byggingarinnar. Reikningar sérleyfisbifreiða Keflavíkur- hrepps voru lagðir fyrir hrepps- nefndarfund hinn 19. f. m. Af- koma þessa fyrirtækis hreppsins var mjög góð. Sýndu reikning- arnir nettóágóða, sem nam rúm- lega 46 þús. kr. Er fyrirt'ækið nú því sem næst skuldlaust, þrátt fvrir mikla aukningu á bílakosti. Vatnsveitan. Allt efni til hinnar fyrirhuguðu vatnsveitu er nú komið til lands- ins. Að undanförnu hefur verið unnið að borun fvrir vatni fyrir ofan kauptúnið. Tvær öflugar dælur hafa verið keyptar til þess, að dæla vatninu úr borholunum upp í vatnstank þann, sem þegar hefur verið reistur. Vænta má, að hin nýja vatnsveita verði að ein- hverju leyti tekin í notkun á kom- andi sumri. Holræsagerðin. Á síðastliðnu sumri var unnið talsvert að holræsagerð í Keflavík. Holræsi hafa þegar verið lögð í nær allar götu fyrir austan Tjarn- argötu, að henni mcðtalinni. — Hreppurinn hefur nú komið á fót eigin pípugerð, og eru nú rör frá henni að mestu leyti notuð til f ramkvæmdanna. Óeirðir á dansleik. Á dansleik, sem haldinn var i húsi U.M.F.K. hinn 22, f. m. urðu allmiklar óeirðir. Ölvun var mjög áberandi og varð lögreglan hvað eftir annað að skakka leikinn, er óróaseggir gerðust sterkir. Fanga- húsið fylltist á skömmum tíma, (5 klefar), jafnvel varð að hleypa einum gestinum, sem látinn hafði verið inn fyrr um daginn, fram í varðstofuna, til þess að einn um- svifamikill „næturgestur“ gæti fengið klefa hans. Eftir upplýs- ingum lögreglunnar voru það ekki Keflvíkingar, sem fyrir óeirðum J)essum stóðu, heldur aðkomu- menn, víðsvegar að af landinu. Ennfremur upplýsir lögreglan, að nauðsynlegt hefði verið að stinga miklu fleiri óróaseggjum inn þessa REYKJANES. Útgcf.: Nokkrir Keflvíkingar. Rilstjóri: Einar Olafsson. Blaðsstjórn: Ólafur E. Einarsson Sverrir Júlíusson Alfred Gíslason AfgreiSslu annast: Einar Ólafsson. Verð blaðsins kr. 2.00 í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. nótt, en sökum rúmleysis hefði það ekki verið unnt. Tannlæknirinn. I síðasta blaði var getið tillögu Olafs E. Einarssonar í hrepps- nefndinni, um að tannlæknir sctl- ist að hér í Keflavík. Blaðið getur frætt lesendur sína á því, að eitt tilboð hefur hreppsnefndinni bor- izt. Er }>að Ólafur Thorarensen, sem hefur í hyggju að sctja sig Iiér niður sem tannlæknir, ef samn- ingar takast með honum og hreppsnefndinni. Vonandi takast samningar J)essir, svo að lausn fá- ist á þessu nauðsynjamáli. Lifrarmagn og róðraf jöldi viðlegu- báta hjá Garður h.f. 22. marz ’47: Lítr. Róðr. Ársæll Sigurðsson . . . 27.985 60 Björn, Keflavík...... 29.435 56 Egill, Ólafsfirði.... 21.250 42 Faxi, Garði ......... 37.648 64 Freyja, Garði........ 30.205 55 Gunnar Hámundarson 32.065 59 Gylfi, Rauðuvík...... 18.515 40 Jón Finnsson 1....... 15.140 38 Jón Finnsson II...... 24.735 54 Mummi, Keflavík .... 39.683 63 Reykjaröst. Keflavík . 27.185 58 Víkingur, Keflavík . . 35.475 58 Víðir, Garði ........ 25.080 49 Hákon Eyjólfsson . . . 3.770 12 Lifrarmagn og róðraf jöldi viðlegu- báía hjá Miðnes h.f. 25. marz ’47: Litr. Róðr. Muninn, Sandgerði . . 21.985 49 Muninn II., Sandgerði 25.240 36 Ægir, Garði ......... 30.935 60 Ingólfur, Keflavík ... 21.865 55 Hrönn, Sandgerði .. . 31.535 64 Pétur Jónsson ....... 30.735 62 Barði ............... 21.190 55 Þorsteinn ........... 29.210 58 Gylfi ................ 7.800 24 Freyja, Norðfirði .... 15.370 39 Sæfari ............... 1.510 4 Nanna ................ 8.130 22 Júlíus Björnsson .... 13.150 36 Lifrarmagn og róðrafjöldi Kefla- víkurbáta 23. marz 1947: Lítr. Róðr. Guðfinnur, Keflavík . 28.113 52 Keflvíkingur, Keflavik 37.275 57

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.