Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 4

Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 4
4 R E Y K J A N E S an mmum ■ rannsóknir hér í Keflavík um þessi mál. Samkvæmt heimildum frá lögreglunni var húsleit gerð á nokkrum stöðum og margir mcnn teknir fyrir ýmist sem vitni eða grunaðir. Töluvert af þýfi fannst á einum stað og var því skilað aftur til setuliðsins. Hinsvegar hef- ur herlögreglan sjálf unnið mikið starf að því að rannsaka þjófn- aði hermannanna sjálfra og mun mikið hafa kveðið að því, að her- menn stælu úr birgðaskemmum hersins og seldu það síðan Islend- ingum og þá einna helzt í Reykja- vík. Lögreglurannsóknin hér í Keflavík mun hafa leitt í ljós, að tiltölulega fáir einstaklingar í Keflavík hafa reynzt sekir um þjófnað frá setuliðinu, en hins- vegar mun tala þeirra vera hærri, sem keypt hal'a muni af þessum mönnum án þess að vita að þeir væru þjófstolnir. Þessum mönn- um mun flestum hafa verið boðin „varan“, sem fundin eða hirt úr haug setuliðsins á Stapanum, en vitað er að þangað hefur herinn oft og einatt fleygt nothæfum munum og stundum mjög verð- mætum munum, sem menn hafa síðan jafnvel gert sér að atvinnu að hirða, annaðhvort til þess að nota þá sjálfir eða koma þeim í peninga. Yfirvöldin, en þó einkum lögreglan í Keflavík, hafa verið sökuð um það, að hafa Iokað aug- um og eyrum fyrir þessum þjófn- aði, en sannleikurinn mun vera sá, að nær ómögulegt hefur verið að segja um hvað af þeim hlut- um, sem vitað var að gengju kaup- um og söhun bæði hér suðurfrá sem og í Reykjavík og Hafnar- firði, hafi verið illa fengnir og hverjir ekki, þ. e. keyptir af sölu- nefndum setuliðseigna. T. d. er það alkunnugt, að mjög margir Suðurnesjamenn hafa keypt hragga og vöruskemmur af sölu- nefndinni og flutt þær heim til sín og notað timbrið úr þeim til bygginga og sem mótatimbur. Búast má við að seint verði hægt að grafast að fullu fyrir það, að hve miklu leyti Islendingar hafi verið valdir að þjófnuðum frá setuliðinu, en á það skal bent, að Suðurnesjamcnn hafa ekki stað- ið framar að þeim verknaði en í skjölnm og skýrslum náttúru- fræðinganna er Geirfuglinn lalinn aldauða á þessari jörðu og að hans síðasti dvalarstaður hafi verið hér við Suðurnesin. Þetta var heið- urs-fugl á sinni tíð, „hafði spik mikið og kjöt, sem smakkaðist á- gæta vel og utan þráa. Mör í hon- um yfir og undir Vz pd.“ segir í gömlum annálum. Geirfuglinn var því mikill nytjafugl, en erfiður heim að sækja, og hrutu margir báta sína og týndu lifi við Geir- fuglasker, er fuglinn skyldi fanga. Geirfuglinn var góður fugl, svartur á bak, en á bringu hvít- ur. Nefið var stórt og harðskeytt í sókn og vörn. Háfleygur var liann ekki, en heimakær og undi sér vel við brim og bráðan sjó. Suðurnesjamenn hafa sýnt minn- ingu hans sóma þann, að taka mynd hans í merki sitt og er það vel, því þctta var heiðursfugl. Framvegis verða þessir dálkar heimakynni Geirfuglsins, héðan mun hann horfa á lífið, velta þvi fyrir sér á sinn hátt, ræða við yklc- ur um sín og ykkar áhugamál. En nú ætlar hann ekki að láta grípa sig, eins og síðast, þess vegna verða allir, sem eitthvað vilja við hann segja, að senda honum línu (utanáskriítin er: Geirfuglinn, c/o Bl. Reykjanes), en Geirfugl- inn verður að vit'a, frá hverjum bréfið er. Það er engin hætta á að hann fljúgi með það út um allar jarðir, því þetta er trúverðugur heiðursfugl. Geirfuglinn er gam- ansamur og nmn brýna gogg sinn bæði á gamni og alvöru, og máske mun hann sjá eitíhvað, sem ekki er öllum ljóst, því að hann situr á háum kletti og horfir yfir lífið. A yfirstandandi vertíð hefur starf sjómannanna verið óvenju hvíldarlaust, þegar róið var viku bæði fíafnfiroingar og Reykvík- ingar og dæmi er þess, að jafnvel vestan úr Dalasýslu hafi verið ferð sér gerð suður á Keflavíkur- flugvöllinn til að njóta góðs af hirðuleysi hersins um eignir sínar. Keflvíkir.gur. eftir viku án þess að dagur félli úr, nema ef einhver óhöpp kæmu fyrir. Slíkt er fyrst og fremst mjög þreytandi og verður til ])ess að fæla menn frá þessari lífsnauð- synlegu atvinnugrein, auk j)ess sem hagnaðurinn af því er mjög vafasamur fyrir báða aðila, hæði starfsmennina og eigendur bát- anna. Það er marg sannað að J)reyttir menn geta ekki leyst störf sín eins vel af hendi, og þeir, sem fá hæfilega hvíld, og lágmarks- krafa um hvíld frá erfiðum störf- um er sjöundi hver dagur. Það er hvorki af leti eða illmennsku, þó vélstjórar á fiskiflotanum hér hal'i safnað undirskriftum sín á meðal, undir áskorun til útgerðar- manna og skipstjóranna nm að róa ekki á sunnudögum. Það hefði verið eins cðlilegt að jæssi tilmæli hefðu komið frá útgerðarmönn- unum, því þeirra er hagurinn eins mikill að hafa ánægða og óþreytta menn við störfin. Þó farið sé framá að róa ekki á sunnudögum, j)á er j)að ekki sprottið af rótum hins trúarlega helgihalds sunnu- dagsins, heldur af þeim orsökum einum að fiskimennirnir j)urfa hvíldar við, eins og aðrir mcnn, þess vegna kann að vera að j)að sé ekki heppilegt að setja algjört róðrabann á sunnudaga, heldur hafa þar nokkurn fyrirvara á, til dæmis jnmn, að J)egar róið hefur vei’ið alla vikuna, að þá verði ekki róið á laugardagskvöldum, því hræddur er eg um að fiðring- ur færi um margan, ef gæftir væru slæmar, en afla von, og sjó- veður á sunnudegi. Einu sinni börðust félög land- verkamanna fyrir afnámi eftir- og helgidagavinnu, og þurftu að beita verkföllum til að ná því fram, noklcru síðar jxurftu J)au að beita verkfölíum til að fá ákveðinn fjölda eftirvinnutíma á degi hverj- um og hækkað helgidagakaup, en þessi er ekki íilgangur sjómann- anna — Jæir þurfa hvíldardags við og eiga heimtingu á að fá hann, og vonandi gengur það ó- skaparlaust fyrir sig, með gagn- kvæmu samkomulagi og skilningi á báðar hliðar. $

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.