Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 1

Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 1
Námsbækur, skólavörur. Bókabúð Keflavíkur. Sími 102. 5. árg. Keflavík, apríl 1947 2. tbl Ef það fæst ekki í VATNSNES, hvar þá? LÍÐANDI STUND VII. Viðial við flugvallarsíjórann Arnór Hjálmarsson. Flugvellinum okkar er alltof lítill gaumur gefin af Keflvíking- um og öðrum nábúum hans, hér syðra. Það kann að stafa af því að almenningur er vart búinn að átta sig á því að nú eru allar tálm- anir og öll leynd, sem yfir þess- um flugvelli var, meðan herinn átti hann og starfrækti, gjörsam- lega horfin, því flugvöllurinn og mannvirki hans eru íslenzk eign og allur her verður farinn á burtii á umsömdum tíma. Það hefur vel og giftusamlega tekizt til með þá samninga, enda J)ótt pólitískir angurgapar hafi reynt að hártoga þá og smeygja inn missætt, með dylgjum og svívirðingum á milli Bandaríkjanna og Islands. Nú fara í hönd nýir samningar um nánara fyrirkomulag á rekstri vallarins milli Islendinga og ameríska flugfélagsins A.O.A., sem nú þegar hefur byrjað fastar ferð- ir milli Ameríku og Evrópu, með viðkomu á Keflavikurvellinum. ★ Undanfarnar vikur hafði eg nokkrum sinnum veitt athygli hér á götunum ungum manni með dökkt yfir- og hökuskegg. Eg fékk fljótlega þær upplýsingar, að þetta væri flugvallarstjórinn, Arnór Hjálmarsson. Einn góðan veðurdag féklc eg far upp á flug- völl, í skröltandi jeppa með Sig- urði Brynjólfssyni til að hafa tal af flugvallarstjóranum fyrir „Líð- andi stund“. Mér var l)oðið þar inn á snotra skrifstofu í nýuppgerðum bragga, þar sátu í alltof miklum hita flug- vallarstjórinn og fulltrúi hans. Við röhbuðum stutta stund um hitann og kuldann, sem þeir sögðu að mættist um mitt læri, því gólf- kuldi þessara bragga væri mjög mikill, enda væru þeir nú flestir búnir að lifa það sem þeim nefði í upphafi verið ætlað. Eg fékk góðfúslega að leggja nokkrar spurningar fyrir Arnór og fara þær hér á eftir, ásamt svörum hans. Hvað álitið þér um l'ramtíð jæssa flugvallar? Eg álít að Keflavíkurflugvöllur hafi mikla framtíðarmöguleika, sérstaklega gæti liann haft mikla þýðingu fyrir Suðurnesjamenn, hvað viðvíkur flutningum á fisk- afurðum og framleiðsluvörum sjávarútvegsins. Einnig gæti þýð- ing flugvallarins orðið mikil, sem auglýsingamiðstöð fyrir íslenzkar framleiðsluvörur og höfum við mikinn áhuga fyrir að koma hér upp sýningarskálum í því augna- miði. Þar þarl' einnig að vera á hoðstólum matur úr íslenzkum út- flutningsvörum. Einnig gæti þar farið fram margskonar önnur kynning á landi og þjóð. Flestir farþegar sem hér fara um á næst- unni, hafa hér aðeins stutta dvöl, og gæti því verið mjög árangurs- ríkt að auglýsa íslenzkar afurðir á þeim stað, sem umferð erlendra verzlunarfulltrúa og annara verzl- unarmanna er mikil. Það má telja að lítið skref í rétta átt sé opmjn Þessi uppdráttur sýnir afstöðu flugbrautanna og’ lengd þeirra í fet- um, einnig akbrautir flugvélanna, sem tengja aðalflugbrautirnar sam- an. Uppdráttur þessi er gerður 1941. Áttirnar eru sýndar í efra horni til vinstri.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.