Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 8

Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 8
8 R E Y K J A N E S Hugleiðingar lítvegsmanns. 15 Keflavíkurskátar munu taka þátt í alþjóðamóti skát'a (Friðar-Jamboree) í Frakk- landi í sumar. Undirbúningur far- arinnar er þegar hafinn. Meðal annars hafa Frakklan-dsfararnir nú æfingar hvern sunnudag í fé- lagshúsi „Heiðarbúa“. Sjálfstæðishúsið hér í Keflavílc hefur nú verið endurbætt mikið og cr það i alla staði hið vistlegasta. Verður hús- ið framvegis leigt út til fundar- halda og fyrir smærri samkvæmí. Hlutafélag hefur verið stofnað, sem annast mun rekstur hússins. Stjórn Sjálfstæðishússins h.f. skipa þeir Albert Bjarnason, Guð- mundur Guðmundsson og Alfred Gíslason. Framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Jóhann Pétursson, ldæð- skeri. Ber mönnum að snúa sér til Jóhanns ef þeir óska að fá húsið leigt. Samkomuhúsin í Keflavík eru þá orðin þrjú. Hin eru, sem lcunnugt er, hús U.M.F.K. og H.f. Féíagshús. Stjórn U.M.F.K. skipa nú jjessir menn: Alexander Magnússon, Jóhann Fr. Sigurðsson og Arn- björn Ólafsson. Um stjórn h.f. Félagshúss getur blaðið ekkert upplýst, vegna þess að enginn fundur hefur verið haldinn í hlut'a- félaginu frá stofnun þess 1936. Stúkan „Vík“, sem stofnuð var hér í Keflavík s.l. haust virðist dafna vel. Fund- ir eru haldnir reglulega hvern mánudag og bætast nýir félagar i hópinn á fundi hverjum. Margar góðtemplarastúkur hafa verið stofnaðar í Keflavík á undanförn- um árum, sem allar hafa a.m.k. átt eitt sameiginlegt, sem sé, að lognast útaf við lítinn orðstý. — Vonandi verður ,Vík“ lífseigari en fyrirrennarar hennar og vonandi tekst allt vel með sama áfram- lialdi. vega húspláss, þar sem geyma mætti hrossin, þar til unnt er að hafa hendur í hári eigenda þeirra, til þess að leysa þau út, eins og á sér slað í „Tungu“? Vitaskuld yrðu hestaeigendur að bera allan kostnað af þessari ráðstöfun, ef hún lcæmist í framkvæmd. Og víst er um það, að eigendur hross- Hvað er að frétta frá sölu- nefndunum, spyrja menn livern annan daglega núna. Eg ætla ekki að svara þeirri spurningu, því eg er eins og aðrir, sem lítið frétta af sendinefndun- um, sem sendar voru til Stóra- Bretlands og Sóvétríkjanna um iniðjan febrúar s. 1., til viðræðna um sölu á sjávarafurðum okkar. Eitt vitum við, að nefndir þess- ar fengu í veganesti það, að þær yi’ðu að selja afurðir okkar fyrir hátt verð, hærra verð en nokkru sinni fyrr, þar sem að verð á bátafiski hækkaði um síðustu ára- mót um 30% og Alþingi sam- þykkti ríkisábyrgð fiskverðsins, sem hugsuð er í sambandi við síldina. Hvaða líkur eru fyrir því, að takist að selja afurðir okkar því verði, sem nauðsynlegt er, skal eg ekki vera margorður um, en feitmetisframleiðsla okkar mun þó hjálpa mjög íil þess, vegna þeirrar miklu vöntunar, sem er á feitmeti í heiminum, og cru miklar líkur fyrir því, að hátt verð verði á öllu lýsi og feitmeti næstu tvö til þrjú árin. Aðrar afurðir okkar, svo sem saltsíld, fiskimjöl, saltaður, fryst- ur og ísvarmn fiskur er allt eftir- sóttar vörur, og virðist er dreyf- ing matvæla á hin mjög svo hungrandi svæði Evrópu, þar sem milljónir á milljónir ofan, þjást af næringarskorti, væri í eins góðu lagi og hernaðarreksturinn var á stríðsárunum, gætu kraftar þjóð- ar, sem framleiðir jafnmikið af góðum matvælum og við gerum. verið notaðir til hins ítrasta, og þyrfti þá ekki að draga úr fram- leiðslu möguleikum, vegna vönt- unar á geymsluplássi, þar sem að- anna myndu gæta þeirra betur, ef þeir ættu á hættu að verða að greiða háa reikninga fyrir dvöl þeirra i væntanlegu hesthúsi hreppsins. Vonandi tekur hreppsnefndin vel i þessa uppástungu. Hún á áreiðanlega fylgi almennings hér í Keflavík. E. Ól. eins er fjögra tii sex daga sigling á staði þá, sem mætvælaskortur er. En reynslan sýnir annað. T. d. er ekki allur hraðfrystur fiskur frá s.l. ári seldur og ekkert ennþá af þessa árs framleiðslu, geymslu- rúm margra iiraðfrystihúsa orðin full og þau þcss vegna orðið að stöðva framleiðslu á hávertíðinni. En eins og áður segir eru nefnd- ir í Bretlandi og Rússlandi til að semja um sölu á aíurðum okkar, og væntum við þess, að árangur verði viðunanlegur, þvi eins og eg drap á fyrr, mun feitmetis- framleiðsla okkar verða til þess, að hjálpa okkur að ná verði eitt- hvað við það, sem við þörfnumst. En eg' held að þótt' giftusam- lega takist til nú í ár um sölu okkar afurða, þá sé ljóst, að til lengdar getum við ekki hækkað afurðir okkar ár frá ári, því þótt við séum stór fiskframleiðslu þjóð, miðað við fólksfjölda, þá erum við samt ekki sá aðili, sem ráðið get- ur verðinu á heimsmarkaðnum. Það kemur að því fyrr en varir, að við verðum andspænis mjög harðri samkeppni á heimsmark- aðnum um sölu sjávarafurða . Það er vitanlegt, að Canada og Nýfundnalandsmenn geta framleitt bæði frystan og saltaðan fislc fyrir 60% lægra verð, en við. Einnig geta Norðmenn selt sjávarafurðir sínar fyrir mun minna verð, en við getum, með þeim tilkostnaði, sem nú er hér. A síðustu árum hafa bætzt í hóp framleiðslutækja okkar vand- aðir og stórir vélbátar og vænt- anlegir eru stórir og afkastamikl- ir togarar nú á þessu ári. íslenzka þjóðin hefur því aldrei verið jafn vel undir það búin og hún er nú og verður á næstu árum til þess að afla mikilla verðmæta úr skauti náttúrunnar, og margt og mikið hefur verið gert, svo hægt er að hagnýta þau verðmæti, þeg- ar á land eru komin. Það má því með sanni segja að aldrei hafi verið jafn bjart fram undan og er nú, hjá íslenzku þjóðinni, og' eigi er útlit fyrir ann-

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.