Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 5

Reykjanes - 01.04.1947, Blaðsíða 5
R E Y K J A N E S 5 Islendingar eru eyðslusamir og bruðlgefnir, og sízt hefur það batnað á liðnurn stríðsárum og kemur þetta jafn fram i smáu sem stóru. Það eru nokkuð miklar upp- hæðir, sem við eyðum árlega í umbúðapappír, og miklum hluta þeirra er eytt algjörlega að óþörfu. Hér er vörunni í búðunum pakk- að inn í lítt fáanlegan og dýran pappír, enda þótt varan sé í um- búðum úr pappa, járni eða gleri. Þetta er ósiður, sem verzlanimar, með aðstoð húsmæðranna og ann- ara viðskiptavina, eiga að afnema og á þann hátt að spara þjóðinni all verulega up]>hæð í erlendum gjaldeyri. Víða erlendis, á meðal þeirra þjóða, sem þurfa að spara og vita hvað það er að vanta, þar koma húsmæðurnar með poka sína eða tösku i búðina og jafn- vel ílát undir þá vöru sem ekki er pökkuð frá framleiðanda. Þar þykir það ekki dónaskapur að af- henda óinnpakkaða dós eða að nota sama blaðið tvisvar, þar þykir það bera vot't um litla holl- ustu að sóa verðmætum að óþörfu. Eg held að það væri rétt að verzl- anir og viðskipíamenn hér tækju upp þann sið að spara umbúða- pappír, þó ekki væri af annari ástæðu en þeirri að hann er nú sem stendur lítt fáanlegur. Það væri miklu þrifalegra og hag- kvæmara að koma með slcál uncl- ir kjötfarsið, heldur en að klína því í lélegan pappír. Alla pakk- aða vöru, dósir og flöskur, má láta i innkaupatöskuna, eins og þær koma fyrir úr hillunni, það flýtir fyrir afgreiðslunni, skaðar engann, en þjóðarheildin græðir á því. Það var sagt um einn mætan Keflvíking, að hann hefði orðið ríkur á því að leysa upp böndin utan af vörupökkunum, sem hon- um bárust í verzlunina og nota pappírinn aftur, þannig er það með þjóðina, hún getur orðið rík, og því aðeins rík, að hún viðhafi sparsemi og hagsýni i hvívetna. 4 Það er mikið talað um dýrtíð- ina, hún er eins og rós í gróður- liúsi, sem lilómstrar bæði sumar og vetur. Kaffið hækkaði nýlega, en okkar spánýja ríkisstjórn fann ráð við því, sem dugði. Hún lækkaði smásöluálagningu sem hækkuninni nam, þótti sumum betur, en öðrum ver. Við |ietta tækifæri kom betur en áður í Ijós hvaða atvinnustétt það er, sem hægt er að ganga takmarkalaust á og einnig hverjum ráðum á að beita þegar atvinnustéttir g'era tilraunir til að vernda rétiindi sín og hag, þó þarf önnur samtök til að auglýsa að ]>au séu reiðu- búin til að vinna fyrir lægra gjald. Það veldur hver á heldur. Svo var tóbakið hækkað all hressilega og notuð sama aðferðin að lækka álagninguna í smásöl- unni, og kann það að vera, að ekki sé skaði skeður, því núverandi á- lagning verðiir ekki lægri fýrr en i)úið er að reikna af henni „veltu- útsvar“. Svo var brennivínið hækkað, en engin reglugerð gefin út um lækkaða álagningu sem liefði þó verið nauðsynlegt, því á- lagning leynisalanna var allt frá 50 og upp í 100%, eftir árstíð- um og öðrum aðstæðum. Vínsölu- fyrirkomulagið íslenzka er búið að ala upp allstóra stétt manna, sem stunda leynivínsölu, enda hafa menn óspart verið hvattir til þeirrar atvinnu, með því fyrir- komulagi, sem ríkið hefur á sinni eigin vínsölu. Það er einföld stað- reynd, sem hverjum heilvita manni ætti að vera ljós, að leyni- vínsala, verður aðéins til vegna þess að menn vilja kaupa vín á þeim stöðum, þar sem það ekki fæst, og á þeim tímum sólar- hringsins, sem vín ekki fæst á löglegan hátt. I Reykjavík kaup- ir enginn vín á svörtum markaði, meðan vínbúðirnar eru opnar, og þegar Hótel Borg er orðin full, þá hefst eftirspurnin annarsstaðar. Leynivínsalan er leiðinleg og skaðleg og þyrfti öruggra aðgerða við til að afnema hana með öllu. Ef einhver hefur í fórum sínum gott ráð til útrýmingar á leyni- vínsölu, þá ætti hann að senda Geirfuglinum um það línu, hann mun áreiðanlega koma henni á framfæri og stuðla hverja góða viðleitni i þá átt, eftir fremsta megni. 4 Fyrst við erum að tala um leyni- vínsölu, þá er rétt að minnast laus- lega á grein um þetta sama efni, sem birtist í Faxa fyrir skömmu. Þar var gerð tilraun til að ræða málið á opinskáan og djarfan hátt, en það er nú stundum svo með stóru höggin, að ])au hitta ekki „naglana“ ó höfuðin. Við lestui- þeirrar greinar finnst berlega, að jiar er einlægur áhugamaður á ferð, enda þótt hann skrifi undir dulnefni. Því skal slegið föstu í eitt skipti fyrir öll, að Geirfugl- inn er eindrcgið á móti leynivín- sölu og mun aldrei mæla lienni bót. Það eru allir á móti henni og beztu viðskiptavinir leynivínsal- anna eru mest á móti þeim og öllu þeirra athæfi, einkanlega þó daginn eftir að ])eir liafa ])urft á þeim að halda. Það, sem eg hcf út á grein „Nýsköpunarmannsins“ að setja, er ekki tilgangur hennar, heldur hitt, hversu rnjög hún miss- ir marks, vegna ])ess að höfundur- inn hoppar i kringum efnið, eins og köttur í kringum heitan graut, og reynir að gefa hinum alkunnu staðreyndum leynivínsölunnar annarlegan blæ i skjóli nýsköpun- ar atvinnuveganna. En það verð- ur hvorki sprúttsala né brenni- vínsfyllirí, sem ríður þeirri hug- mynd að fullu, heldur hið andlega fylliri þjóðarinnar og hinir ])óli- tísku timburmenn hennar. Um landráðamenn eru glögg á- kvæði i íslenzkum lögum. Þar eru númer eitt þeir, sem ganga erind- um annarra þjóða gegn íslenzk- um hagsmunum, og ef ætti að hengja alla sprúttsala, þá mætti vafalaust fá nokkur stykki slíkra fugla á móti hverjurn einum, því að þeir ganga liér lausir í heilum hópum og eru þjóðinni hættulegri en samanlagður „Svarti dauði“ bæði 15 .og 20. aldanna. Á meðan kommúnistar hafa eklci náð Iiér öllum völdum, ])á megum við ræða áhugamál okkar l'yrir opnum tjöldum, og leynivín- salan er mál, sem þarf að ræða varlega en þó djarflega og reyna að finna haldgóð ráð, svo rót- gróið og gamalt fyrirbrigði verð- ur ekki lagt að vclli með orðum einum. Það þarf meira til. Wý patftœkjaVe/'jlim ? Á hreppsnefndarfundi ])ann 19. f. m. lögðu fulltrúi Framsóknar og fulltrúar krata fram tillögu, er meðal annars fól í sér, að veita rafveitunefnd Keflavíkur heimild til þess að opna verzlun með raf- magnsvörur. Við ])essa tillögu lagði Olafur Einarsson fram breytingartillögu í þá átt, að hreppsnefndin sæi ekki ástæðu til, að ráðast inn á verksvið þeirra rafvirkja, sem hér væru fyrir, og vísaði ])ví aðaltillögunni frá. Til- laga Ölafs var felld með fjóruin atkvæðum gegn þremur. Það verður að teljast hæpin ráðstöfun lijá meirihluta hreppsnefndar, að ætla sér að stofnsetja sölubúð með rafmagnsvörur, og sennilega ráð- ast út í fyrirtækið meira með til- liti til þess, að geta útvegað þæg- um fylgismanni bitling, en að hagsmunir hreppsins komi til greina. Rafmagsvörur eru senni- lega einhver erfiðasta vörutegund, sem verzlað er með, sérstaklega í smáum kauptúnum, og útheimt- ir faglærða menn (rafmagnsfræð- inga), til þess að fnll not komi af. Hefði því verið eðlilegra, að raf- veitunefnd hlynnti að þeim raf- magnslærðu mönnum, sem hér eru búsettir, frekar en að ráðast inn á þeirra verksvið og vinna þannig að því, að flæma þá í burtu héðan.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.