Reykjanes - 17.06.1947, Qupperneq 6

Reykjanes - 17.06.1947, Qupperneq 6
REYKJANES. Útgcf.: Nokkrir Kcflvíkingar. Ritsfjóri: Einar ölafsson. Biaðsstjórn: Ólafur E. Einarsson Sverrir Júlíusson Alfred Gislason Afgreiðslu annast: Einar Ólafsson. Verð blaðsins kr. 2.00 í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Skrifstofa oddvitans er nú flutí i ný húsakynni, í hjarta kauptúnsins. Eins og kunn- úgt er, hefur gamta rafstöðin ver- ið stækkuð og endurbætt. Með flutningi oddvitans í húsið, hefur því hlotnazt sá virðingarsess, að verða eins konar „ráðhús“ Keí'la- víkur. Mikið vantar þó á, að út- lit hússins hið ytra sæmi virðing- arsessi þess meðal húsa. Hins veg- ar er innrétting öll íyrsta flokks. Það mun vera gert ráð fyrir þvi, að togaraútgerð hreppsins fái skrifstofuherbergi i „ráðhúsinu“. Húsbyggingar eru taldar verða með minna móti hér í Keflavík í sumar. Þó cr þegar vitað um 10—12 nýbygging- ar, en þar méð eru taldir sex verkamannabústaðir, með 12 íbúð- um alls. Framleiðsla Fiskiðjunnar h.f. hefur nú öil verið seld og hún flutt út. Verðmæti framleiðslunn- ar á árinu 1947 nemur um 1 millj- ón króna, en eftir upplýsingum framkvæmdastjórans, Huxley ÓI- afssonar, væri hægt að tvöfalda afköst verksmiðjunnar. Af þessu geta menn séð, hversu gífurlegum yerðmætum hefur verið kastað i sjóinn á undanfömum árum. Að- allega fær verksmiðjan hráefni sitt frá hraðfrystihúsunum og greiðir kr. 50,00 fyrir tonnið. Rollu- og hrossafarganið deilis óþolandi. Hér í blaðinu var stungið upp á því við hreppsnefnd- ina, að hún sæi lögregtunni fyrir húsakynnum fyrir þessi flækings- dýr — en ekkert hefur enn verið aðhafzt í þessu vandræðamáli. Jarðýta sú, er Keflavíkurhreppur hefur átt í pöntun, er nú komin. Virð- i.st þetta vera ágætis verkfæri, en þó virðist Iiún l'rekar veigalítil. Vonandi verður j)ess nú ekki langt að bíða að jarðýtan fari að glíma við moldarhauginn á Hafnargöt- unni. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur frá 1. júní að telja opnað hlaupareikningsviðskipti. Vafa- laust verður þetta lil mikils hag- ræðis fyrir atvinnurekendur sem og launþega, sem oftast fá laun sín greidd í ávísunum á'Reykja- víkurbankana. Einhver hreyfing virðist vera komin á fram- kvæmdir við landshöfnina. Vegar- spottinn, sem hyrjað var á í fyrra, hefur tognað um nokkra metra. Að öðru leyti er eigi liægt að sjá að neinn kraftur fylgi þessum framkvæmdum og er það sannar- lega illa farið. Kef laví k u rtogaran u m hefur nú verið valið nafnið ,;Keflvíkingur“. önnur nöfn, sem til greina komu, voru Reykjanes og Eldey. Nafnið Reykjanes er vafalaust fallegast af þessum nöfn- um, þar að auki ber einn af Kefla- vikurvélbátunum nafnið Keflvík- ingur, svo að ckki er frumlegheit- unum til að dreifa í nafnvalinu. Njarðvíkingar hafa nú eignazt sitt eigið sam- komuhús og var það vígt með há- tíðahöldum þann 14. ]). m. í fyrra réðust Kvenfélag Njarðvíkur- hrepps og Ungmennafélagið í Njarðvíkum í kaup á húsakynnum Ameríska Rauða Krossins skammt frá Ytri-Njarðvíkum. Kaupverðið var kr. 30 þúsund, en síðan hef- ur húsið verið endurbætt fyrir um kr. 100 þúsund. Er hér um að ræða verulega rúmgóð húsakynni þau rúmbeztu á Suðurnesjum. Enginn vafi leikur á því, að þctta samkomuhús á eftir að efla félags- lífið í Njarðvíkum til mikilla muna. Gunnar Eyjólfsson leikari kom nýlega í hcimsókn til ætt- ingja og vina. Hann mun bráð- lega hverfa aftur til Englands og mun þá ferðast með leikflokki til 10 horga þar í landi. í leikflokki ])essum mun Gunnar leika annað aðalhlutverkið, en með aðalhlut- verkið fer Noel Coward, einn af þekktustu listamönnum Rreta- veldis. Gunari hefur þegar boðizt tilhoð frá Hollywood, sem hann þó hefur hafnað að svo komnu máli. Allmiklar endurbætur fara nú fram á símakerfi Kefla- víkur og var ekki vanþörf á. Menn, sem beðið hafa árum sam- an eftir að fá síma, munu nú fá ósk sína uppfyllta. Símakerfi Kcflavíkur tekur einnig yfir Ytri- og Innri-Njarðvíkur. Ætlazt mun hafa verið til, að unnið yrði að endurbótum símakerfisins fyrir um 300 þús. krónur, en einhver niðurskurður hefur átt sér stað á framkvæmdunum, eins og öðr- um opinberum framkvæmdum. Hafnargerðinni í Keflavík miðar stöðugt í áttina. 1 sumar mun aðallega unnið að ])ví, að lengja bryggjur þær, sem þegar hér á götunum er að verða al- Suðurgatan er ein af mestu um- ferðaræðum Kefla- vikur. Hve lengi á oddvita að tiðast, að þrjózkast við að breikka göt- una?

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.