Morgunblaðið - 31.03.1968, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1968
Látum ósigurinn
ekki á okkur fá
— segir Wilson, forsœfisráðherra Bret-
lands. Anthony Crossland hvetur til
breytinga á stjórninni
Londn, 30 marz ap.
MIKffi er enn rætt og ritað nm
ósigur brezka verkamannflokks-
ins í aukakosningunum si.
fimmtudag og einn af ráðherrum
brezku stjórnar, Anthony Cross-
land, hefur lagt til, að gerðar
verði breytingar á stjórninni
með það fyrir augum að efla
traust þjóðarinnar á henni. For-
sætisráðherrann, Harold Wil-
son, hefur hinsvegar sagt, að
stjómin muni ekki láta ósig-
urinn á sig fá og halda stefnu
sinni til streitu.
Brezku blöðin ræða ítarlega
stjórnmálaástandið og stöfcu
verkamannaflokksins. „The
Times“ segir til dæmis, að flokk-
urinn eigi ekki nema um tvennt
að velja „dauð-a eða endurfæð-
ingu“ og forystumenn hans
verði að gera upp við sig hvorn
kostinn þeir kjósi. „Daily Tele-
graph“ segir, að enginn nema
Wilson geti ákveðið, hvort geng-
ið skuli til almennra kosninga,
— en hann muni gera sér þess
grein af úrslitum aukakosning-
anna, að óráðlegt sé að leggja
málin undir dóm kjósenda að
sinni. Þó segir blaðið, að þess
sé lítt að vænta að staða flokks-
ins meðal þjóðarinnar batni á
næsta ári eða tveimur, — hún
geti jafnvel farið versnandi.
í AP frétt frá New York er
sagt frá ritstjórnargrein í „the
New York Times“, Þar sem segir
að úrslitin í brezku aukakosn-
ingunum hafi orðið enn hroða-
legri fyrir verkamannaiflokkinn
en skoðanakannanir hafi bemt til
og ósigurin sé líklegur til að
vald,a ólgu og deilum innan
flokksin'S. Þó telur blaðið ólík-
legt að flokkurinn gangi til kosn
inga. fhaldsmenn, segir blaðið,
að ættu að halda fögnuði sínum
yfir sigrinum innan takmarka,
því að sigurinn á fimmtudag
byggist ekki á því, að fylgismenn
Verkamannaflokksins hafi snúið
til fylgis við íhaldsflokkinn,
heldur hafi þeir kosið að sitja
hjá í kosningunum.
Johan Galtung.
Háskólastúdentar bjóða
þekktum IMorðmanni
STÚDENTA'FÉLAG Háskóla ís-
lands hefur boðið hingað til
lands þekktum Norðmanni, Jo-
han Gaitung, forstöðumanni al-
þjóðlegu friðarrannsóknarstofn-
unarinnar í Osló — International
Peace Researdh Institute Oslo.
Johan Galtung mun væntan-
lega halda fyrirlestur um friðar-
umleitanir í Suðaustur-Asíu og
víðar og svara að því búnu fyrir-
spurnum á fundi stúdentafélags-
ins föstudaginn 5. apríl næst-
komandi, en þann dag er hann
væntanlegur hingað til lands frá
Japan.
Friðarrannsóknir hafa á síð-
Fynrlestur
Þórhnlls
PRÓFESSOR Þórhallur Vilmund
arson heldur fyrirlestur um
náttúrunafnakenningu sína á
sunnudag. Vegna þess að mikil
aðsókn var að síðasta fyrirlestri,
hefur verið ákveðið að flytja
fyrirlesturinn í Háskólabíó og
hefst hann þar kl. 1,30 e.h.
Gotsíldin komin
við Eyjar
Gotsíldin komin við Eyjar W 6
TROLLBÁTAR við Vestmanna-
eyjar urðu varir við sild suður
af Surtsey í gær. Reykjaborgin
var með síldarnót við Eyjar á
heimleið frá Færeyjum og héit
báturinn strax á miðin. Við höfð
um samband við Harald Ágústs-
son skipstjóra á Reykjaborginni
í gær, en Reykjaborgin var þá
á Selvogsbanka á leið til Reykja
'víkur.
Haraldur Ágústsson, skipstjóri
á Reykj aborginni, sagði okkur
að þeir hefðu ætlað að taka einn
túr fyrir Norðurstjörnuna, en
Laus embætti
skólameistara
og fréttastjóra
Menntamálaráðuneytið hefur
auglýst embætti skólameistara á
Akureyri laust til umsóknar.
Eiga umsóknir um embættið, á-
samt upplýsingum um menntun
og fyrri störf umsækjenda að
berast menntamálaráðuneytinu
fyrir 15. apríl 1968.
Þá er auglýst laus staða frétta-
stjóra Ríkisútvarpsins og er um-
sóknarfrestur einnig til 15 apríl.
bannað er að veiða gotsíldina
nema fyrir síldarniðursuðuiðnað.
Haraldur sagði, að þeir hefðu
fundið síld suður og suð-vestur
af Surtsey og hefði hún verið
dreifð á 140—200 faðma dýpi,
en síldin hefði vaðið uppi á 15—
50 föðmum. í gærmorgun brældi
þarna úti og ekkert veiddist.
Reykjaborgin hélt heimleiðis, en
sem fyrr segir voru þeir að
koma frá Færeyjamiðum og
fóru þaðan tvo túra með síld
til Cuxhaven í Þýzkalandi og
seldu 245 tonn fyrir 170 þúj.
mörk.
Við höfðum samband við
Hjélmar Vilhjálmsson hjá Rann
sóknarstofnun sjávarútvegsins og
sagði hann, að staðið hefði til
að fara á rannsóknarskipi suð-
ur fyrir land og fylgjast með
vorgotsíldinni, eins og venja hef
ur verið undanfarin ár, en óvíst
nvcrt að af því getur orðið sök-
um annríkis leitarskipanna.
Síldin, sem um er að ræða er
annað hvort vorgotsíld eða sum
argotsíld. „Ósennilegt er að
þarna sé um að ræða mikið magn
af vorgotsíld, þar sem hún hef-
ur aðeins verið óverulegur hluti
þeirra sýnishorna af Suðurlands
síld, sem okkur hefur borizt á
sl. tveimur árum“, sagði Hjálmar.
Samkvæmt lögum er bannað að
veiða þessa síld, sem stendur
nema með undanþágu fyrir nið
ursuðuiðnað á síld.
ustu árum skotið upp kollin-
um í mörgum löndum heims,
þótt þær séu enn óþekktaæ hér
á landi. Gegna þær göfugu hlut-
verki í ótryggum heimi nútím-
ans. Stærsta friðarrannsóknar-
stofnunin í Evrópu er einmitt í
Osló. Joihan Galtung er forstöðu-
maður hennar. eins og áður seg-
ir, og ritstýrir einnig riti stofn-
unarinnar, Journal of Peace
Researdh. Hefur hann ritað
fjölda greina um þessi mál í
tímarit og ferðast víða um
heim og haldið fyrirlestra.
Nánar verður greint frá
fundinum síðar í vikunni.
(Fréttatilkynning frá Stúd-
entafélagi Háskóla íslands
— SFHÍ).
iToka aistöðn
. EINS og blaðalesendum er ,
| kunnugt hafa dagblöðin í
[Reykjavík skýrt frá framboð-
um þeirra dr. Gunnars Thor-
' oddsens og dr. Kristjáns Eld-
I járns til forsetakjörs á hlut-
I lausan hátt og hafa ekki tek-
I ið afstöðu til frambjó'ðend-
I anna.
Hins vegar hafa tvö blöð |
! lýst yfir stuðningi við annan
’ frambjóðandann, dr. Kristján
I Eldjám, og er hér um að ræða
„Frjálsa þjóð“ og „Austur-
[ land“, málgagn Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi.
„Frjáls þjóð“ segir m. a. 1
l 28. marz sl.: „Nú þegar fyrir |
I liggja framboð ofangreindra
tveggja manna, hlýtur Frjáls
1 þjóð með tilvísan til ofanrit-1
) aðs að fagna framböði dr. |
I Kristjáns Eldjárns og lýsa yf- i
ir stuðningi sínum við það“.
Hátt verð á íslenzkri
síld í V-Þýzkalandi
REYKJABORGIN RE kom til
Reykjavíkur í nótt, en skipið
hefur verið á síldveiðum við
Færeyjar. Haraldur Ágústsson
skipstjóri á Reykjaborginni sagði
okkur, að þeir hefðu farið tvær
ferðir með síld til Cuxhven í
Þýzkalandi og selt samtals 245
tonn fyrir 170 þús. mörk. Miðað
við það hefur kílóið af síldinni
selzt á u.þ.b. 10 kr. og er það
mjög gott verð.
Haraldur var ekki ákveðinn
hvaða veiðarfæri hann tæki
næst, en bjóst við að þeir tækju
þorskanót.
Svoboda hlaut
282 atkv. aff 288
A ÞINFUNDI í Prag í morgun
var Ludvik Svoboda kjörinn for
seti Tékkóslóvakíu með atkvæð-
um 282 þingmanna af 300. Tveir
voru fjarverandi og sex sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna, sem
var leynileg.
Sjónvarpað var beint frá at-
höfninni í Kradshin höllinni og
þar umhverfis hafði mikill mann
fjöldi safnazt saman. Veður var
hlýtt, vor í lofti og menn léttir
í bragði, er þeir biðu þess að
nýi forsetinn kæmi út úr höll-
inni. Til þess að ná kosningu
þurfti Svoboda að fá að minnsta
kosti þrjá fimmtu hluta atkvæða,
eða 180.
Saltsíld send
ffrd Vopnafirði
— samgöngur erfiðar
Vopnafirði 30. marz: —
í * ÞESSARI viku hefur verið
óvenjumikið um samgöngur á
sjó. Hér var rússneskt skip,
sem tók 3800 tunnur af saltsíld
til Rússlands og þar með er far-
in öll síld frá Vopnafirði á
Rússlandsmarkað.
Holtavörðoheiði
aftur lokuð
— Fjölmargir
bílar bíða
f GÆR var fært um Suðurlands-
undirlendi að Vík, en bálfófært
um Mýrlandssand. Var fært um
Snætfellsnes. En hætta varð
mokstri í gær á Holtavörðu-
heiði og ekki útlit fyrir að
hægt yrði að halda áfram
mokstri neitt í gær. Bíða geysi-
margir bílar bæði fyrir norðan
og sunnam eftir að komast milli
Norður- og Suðurlands. Fært
hefur verið yfir Öxnadals'heiði
og um Norðurland, en í gær
var al-lt að teppast aftur vegna
hríðar. í s.l. viku var vegurinn
til Siglufjarðar opinn í tvo daga,
en nú er hann ófær atftur.
Mikil ófærð er á Austurlandi,
þó feert um Fagradal. Og einnig
mikil ófærð á Vestfjörðum.
IMámskeið á vegum
Kaupmannasamtakanna
KAUPMANNASAMTÖK ís- , komulag og verður framkvæmd
.lands gangast fyrir 3 námskeið-
um fyrir kaupmenn og afgreiðslu
fólk á tímabilinu 22. apríl til
4. maí n.k.
Fyrir almennt afgreiðslufólk
verða námskeið, sem munu
standa yfir í 4 daga á tímabilinu
frá 9—12 f.h.
Fyrir kaupmenn og verzlunar
stjóra (aðra en matvöru- og
kjötkaupmenn) verða námskeið
sem standa yfir í 3 daga allan
daginn.
Loks verða sérstök námskeið
fyrir eigendur og starfsfólk Raf
tækjaverzlana, er standa munu
yfir í 4 daga, allan daginn.
Kaupmannasamtökin hafa haft
náið samstarf við Iðnaðarmála-
stofnun íslands um allt fyrir-
námskeiðanna í höndum Iðnaðar
málastofnunarinnar. Hefur hún
jafnframt fengið sem leiðbein-
endur á námskeiðin tvo norska
ráðunauta (konsulenta), er hafa
margra ára reynslu að baki í
þessum efnum.
Aðaltilgangur námskeiða eins
og þessara er að auka á þekk-
ingu og hæfni þátttakenda í sínu
daglega starfi. Aukin hæfni
verzlunareigenda og starfsfólks
þeirra leiðir til betri og full-
komnari þjónustu og um leið til
bættrar afkomu fyrirtækjannna.
Nú þegar hafa margir látið
skrá sig til þátttöku og ber að
senda þátttökutilkynningu til
skrifstofu Kaupmannasamtak-
anna, Marargötu 2.
(Fréttatilkynning).
Sama dag var Suðri hér og tók
760 tunnur af síld til Svíþjóðar.
Freyfaxi kom hingað með 4
tonn af sementi og Bakkafoss
með 80 tonn af áburði. Einnig
kom Esja hér við í strandferða-
áætlun.
Þetta voru nokkur viðbrigði
fyrir Vopnfirðinga, því engar
samgöngur höfðu verið við
Vopnafjörð í 12 daga um mið-
bik mánaðarins, annars heldur
Tryggvi Helgason stöðugt uppi
flugferðum og hefur gert það
með prýði. Nú eru snjóalögmik-
il og illfært um sveitina, og al-
gjörlega ófært landleiðina frá
Vopnafirði.
Stórar gjafir til
sundlaugasjóðs
NÝLEGA veitti stjórn sjóðsins
móttöku stórgjöf frá kvenna-
deild Sálarrannsóknarfélagsins,
pen. að upphæð kr. 66.080,00.
Einnig pen. að upphæð kr.
10000,00 frá Erlu Sigurðard.
Skálatúni.
Þessum gefendum þakkar
stjórn sjóðsins af alhug góðan
stuðning við málefnið.
SH og
tryggingar-
félögin
BALDVIN Einarsson, formaður
Samibands íslenzkra tryggingar-
félaga hefur komið að máli við
Morgunblaðið og beðið það að
taka fram eítirfarandi vegna
ummiæla Guðmundar H. Garðars
sonar í grein í Mbl. 28. þ.m.
Mér er ekki kunnugt um, að
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hafi á nokkurn hátt verið þving-
uð til að setja á stotfn eigið
tryggingarfélag. enda iðgjöld
þess ekki lægri en hjá öðrum
tryggingarfélögum. Hefur SH
því bundið fé félagsmanna í
fyrirtæki, sem því var engin
nauðsyn að stofnsetja.
Sölumiðstöðin hefur ekki gef-
ið öðrum tryggingarfélögum kost
á að bjóða í tryggingar hrað-
frystihúsa þeirra, er undir hana
falla, eða í útflutning afurða
þeirra, sagði Baldvin Einarsson.