Morgunblaðið - 31.03.1968, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1%‘8
Rauðarárstíg 31
S'imi 22-0-22
MAGIMUSAR
1skiphoiti21 símar 21190
eftir lokun simi 40381' "
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson.
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
NÝIR VW 1300
SENDUM
SÍMI 82347
Heitur og kaldur
SMURTBRAUÐ
OG SNITTUR
Sent hvert sem
óskað er, sírni 24447
SÍLDOGFISKUR
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFG REIÐSLA • SKRIFSTOFA
SÍMI 10*10Q
ig Prestsembættið
í Kaupmannahöfu
Séra Hannes Guðmundsson
skrifar:
„Fellsmúla, 26. marz 1968.
„Velvakandi góður:
Góðfúslega birtið eftirfarandi
í pistlum yðar:
Eitt af mörgum umdeilanleg-
um atriðum í sparnaðarfrum-
varpi ríkisstjórnarinnar langar
mig að gera hér að umræðu-
efni í örstuttu máli, áður en
frumvarpið verður endanlega
afgreitt, en það er niðurlagn-
ing prestsembættisins í Dan-
mörku. Að slík tillaga skuli
koma fram, þykir mér bera vott
um svo fádæma vanþekkingu á
eðli málsins, að ég ekki segi fyr
irlitningu á því merkilega mann
úðar- og þjónustustarfi, sem
innt hefur verið af höndum
á undanförnum árum, að ég tei,
að ekki megi kyrrt liggja. Þó
að við látum prédikunar- og
prestsþjónustustarfið liggja á
milli hluta, sem ég veit, að í
augum vantrúarinnar þykir
einskis vert, þá er annar þátt-
ur þessa starfs athygli verður,
og á djúþ ítök í hugum margra,
hverrar trúar, sem þeir eru, en
það er hið mikla þjónustustarf
við sjúka, sem presturinn í
Danmörku hefur leyst af hendi
með þeirri prýði, sem mörgum
er kunn og þeir, sem notið haf i.
gleyma aldrei. Hundruð íslend
inga hafa á undanförnum árum
orðið að leita sér lækningar í
Danmörku og hefur þá prest-
urinn verið boðinn og búinn til
að leysa vanda hvers og eins
bæði sjúklinga og vandamanna
þeirra, sem oft hafa komið bæði
mállausir og févana í ókunn-
ugt land, svo ekki sé nefnd
hin mikla hugarkvöl, sem öllu
þessu er samfara. Gerum ráð
fyrir, að flutningsmenn frum-
varpsins ætli sér ekki að draga
úr þessum þætti þjónustunnar,
heldur fela þetta starf ein-
hverjum starfsmanni sendiráð3
ins, þá vil ég benda þeim góðu
mönnum á, að engin annar mað
ur getur komið í stað prestsin ;,
nema að mjög takmörkuðu
leyti. Hið almenna prestsstarf
er þess eðlis, að fólkið kýs eng
an annan sér við hlið á erfið-
ustu og alvarlegustu stundum
ævinnar, hversu ófullkominn,
sem presturinn annars kann að
vera.
Frumvarpið í heild leysir lít
inn vanda, og þetta atriði þess
engan, en getur aftur á móti
valdið ófyrirsjáanlegu tjóm.
Bið ég því flutningsmenn að
endurskoða afstöðu sína og
koma með breytingartillögu
samkvæmt því.
Gott væri, að þeir, sem
kynnzt hafa hinu merka menn
ingar- og mannúðarstarfi, sem
íslenzka kirkjan rekur í Dan-
mörku, segðu álit sitt á þessu
máli.
Virðingarfyllst,
Hannes Guðmnndsson,
Fellsmúla, Rang“.
ig Skemmdaræði
látið óátalið
„Þórunn skrifar:
„Kæri Velvakandi:
Mér þótti ljót myndin, sem
Morgunblaðið birti af skemmd
arverkinu í nýja Sijla & Valdr
húsinu við Austurstræti. Þar
hefur gullfallegt veggfóður ver
ið rifið af lyftuveggnum, og
kemur fram í frétt með mynd-
inni, að sífellt sé verið að tæta
það og skemma. Ég vissi nú
satt að segja ekki, að þetta
væri veggfóður, en hins vegar
hafði ég veitt veggnum sérstaka
athygli, þar sem mér þótti
skreytingin einstaklega falleg.
En hvernig stendur á þessari
ónáttúru í skemmdarvörgun-
um? Séu þeir staðnir að verki.
á vitanlega að senda þá í geð-
rannsókn og láta sálfræðinga
reyna að lækna þá.
Skrítið er, að hægt sé að
vinna svona verk, án þess að
eftir skemmdarvarginum sé tek
ið. Margir eiga leið í þetta hús,
og er grunur minn sá, að fólk
kunni ekki við að skipta sér
af öðrum, þótt þeir sjái þá gera
eitthvað misjafnt. Skemmdar-
æðið er látið óátalið.
ig Má ekki ávíta
börnin?
Fyrir kemur, að krakkar
rista sundur sætaáklæði í stræt
isvögnum og vinna önnur spell.
Ég hef einu sinni séð tvo
drengi vera að fikta með hnífi
eða öðru áhaldi í strætisvagni.
Maður einn bað þá að hætta
þessu, en þeir hlógu að hon-
um, og hitt fólkið í vagninum
virtist telja, að manninum
kæmi þetta ekkert við.
Þá minnist ég bréfs í dálk-
um þínum, þar sem maður einn
sagðist hafa beðið börn að
hætta grjótkasti uppi í Öskju
hlíð á sólskinsdegi, og því
margt þar um manninn. Mað-
urinn fékk ekki annað út úr
því en að fólkið hélt, að hann
væri undir áhrifum!
ig Öllum sama
Um daginn vai ég að bíða
eftir strætisvagni rétt hjá
horni Hverfisgötu og Smiðju-
stígs. Þar á horninu stendur
gamalt timburhús, sem ekki er
lengur búið í. Allmargt fólk
beið þarna ásamt mér. Nokkr-
ar rúður höfðu verið brotnar *
húsinu og ein niður til hálfs.
Strákur, á að gizka tíu ára, tek
ur sig þá til, fer að hnoða snjó-
bolta og kasta þeim í rúðu-
glerið. Braut hann smám sam-
an glerið ofan í karm, en ann-
að veifið lét hann boltana bylja
á þiljum inni í húsinu. Ég beið
þess, að einhver karlmannanna
í hópnum skipaði drengnum að
hætta þessu, en þegar engrnn
varð til þess, herti ég upp hug-
ann og bað hann að hæirti.
Stráksi starði undrandi á mig
andartak, en sagði svo: Þú ert
vitlaus, kerling! Hélt hann síð
ann og bað hann að hætta
ég sá, að súmir höfðu gaman
af og glottu við.
Er nú að furða, þótt mis-
brestur verði á sumu í uppeld
inu hjá okkur, þegar svo virð-
ist, að ekki megi ónáða ungl-
inga í skemmdarverkum þeirra?
Þórunn“.
it Þágufallið
að týnast?
B. Bs. skrifar:
„Velvakandi minn!
Margir hafa áhyggjur vegna
hinnar svonefndu þágufalls-
sýki, og víst er um það, að hún
er heldur óhrjálegur sjúkdóm-
ur í tungunni. Um hitt skrifa
færri, að svo virðist sem þágu-
fallsendingin - sé að hverfa
úr prentuðu máli, og þágufalli
sé þar með slengt saman við
þolfall.
Mýmörg dæmi mætti tína til
úr dagblöðunum. Menn eiga
heima á Hofteig, að Gullteig,
rætt er um framleiðslu á fisk,
og í barnabókum er sagt frá
Stubb og Stúf o.s.frv. Mér þyk-
ir þetta einkennileg árátta, t.
d. hjá þeim, sem skrifa í blöð,
og hefur dottið i hug, hvort
hræðslan við þágufallssýkina al
ræmdu sé svo megn að menn
forðast að nota það.
Furðulegt er og að sjá í
tveimur dagblöðum talað um
skuldunauta, þegar augljóslega
er átt við lánadrottna. í öðru
blaðinu (Tímanum) er meira
að segja talað um skuldunauta
tvo daga í röð í þessari röngu
merkingu, og er þar greinilega
hvorki um prentvillu né fljót-
færni að ræða, heldur hreina
vankunnáttu“.
— Bréf B. Bs. er miklu
lengra, en ekki verður meira
birt úr því að sinni.
Fasteignasalar
Ungur, reglusamur maður, vanur fasteignasölu-
mennsku óskar eftir atvinnu hjá fasteignasölu.
Ilefur bíl til umráða. Tilboð merkt: „Sölumaður —
8855“ sendist Mbl. fyrir 7. apríl.
★ TEMPLARAHÖLLIIM ★
u
N
G
L
I
N
G
A
D
A
N
s
L
E
I
K
U
R
ÍDAG
kl. 3-5
SÁLIN
Miðasala frá kl. 2.
SÁLIN
f KVÖLD
DAN SLEIKUR
unga fólksins
frá kl. 9V2.
Munið nafnskír-
teinið.
KOMIÐ
OG
8JAIÐ
ATSUMA
TAKI
Skemmtir
kl. 21,30.
S.K.T,