Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1968 11 Helga í hlutverki — „indtil hun smiler". Þessar sterku andstæður í fari hennar gerðu hana án efa að þeirri miklu listakonu, sem hún varð. Og um sína daga hafði kannski enginn meiri áhrif á mótun ís- lenzks þjóðlífs en Valtýr Stef- ánsson. Ætli dótturinni hafi ekki kippt í kyni'ð — með sínum miklu andstæðum: þessu ríka geði mik- ils og leitandi listamanns og svo hógværð þess, sem reynir að þekkja sjálfan sig og virða aðra. Steinn Steinarr talaði ein- hvern tíma við mig um að „sitja langt inni í einhverjum dular- fullum skógi, þar sem ljósið kemur neðan frá, og tala við ókunna guði“. Oft hafa mér dottið þessi orö í hug, þegar ég minnist Valtýs Stefánssonar og hans góða fólks. Á Laufásveginum kynntist ég þessum „dularfulla skógi“, fyrst á heimili Kristínar og Valtýs, Mutter Courage. síðan heima hjá Helgu og Bimi Thors og loks á heimili Huldu systur hennar og Gunnars Hanssonar í Sólheimum. Það nafn er engin tilviljun. Þessar stundir hafa átt meira skylt við ævintýr þess eilífa leik- húss, sem bíður okkar allra og er oft og tíðum raunverulegra en sá hversdagsleiki sem kallar okkur til starfa, krefst marg- víslegra átaka — krefst að lok- um síðasta blóðdropans í æðum okkar. En eftir stendur minn- ingin, heil og óbrotgjörn og öguð af stormum sinna tíða. Mundi hún ekki vera plógurinn sem ristir hjarta okkar, svo áð við megum uppskera Helgu Valtýs- dóttur — og hennar líka? í söknuði er gott til þess að vita að þessi uppskera bíður barna hennar og okkar allra, sem þótti vænt um hana. Meira getum við ekki krafizt. Matthías Johannessen. Helga í hlutverki Mörtu í Virginiu Woolf. HOFUM FLUff skrifstofu, afgreiðslu og frágangsdeild okkar i SKBIFUNA 3A AthugiB ný og breytt simanúmer SKRIFSTOFA AFGREIÐSLA SKEIFUNNI 3 A VERKSMIÐJAN KLJÁSTEINI MOSFELLSSVEIT 84700 36935 66142 GÓLFTEFPAVERKSMIÐJAN 7á Fólk eins og Helga. Manneskjur sem lifa með okk- ur, þó þær hverfi. Ekki áðeins rætur, heldur blómskrúð sem kallar á sól og regn. Ekki einungis hetjusaga í þús- und ár. Heldur goðsögn. En hvernig gat hún verið öðruvísi dóttir Kristínar Jóns- dóttur og Valtýs Stefánssonar? Danskur dagblaðsmaður sagði einhverju sinni um Kristínu að hún væri óvenjusterk persóna; hún minnti á íslenzkan jökul HETJA. Það orð verður mér efst í huga, þegar ég minnist Helgu Valtýsdóttur. Það var eng- in tilviljun að henni tókst að túlka Mutter Courage, eins og raun bar vitni. Með henni sjálfri bjuggu allir beztu eigin- leikar þeirrar hugrökku konu. Ég gleymi aldrei begar hún sagði mér fyrst frá þeirri ákvörðun þjóðleikhússtjóra að gefa henni tækifæri til að leika Mutter Courage. Þá lá hún í Landakotsspítala eftir erfiða skurða’ðgerð til að hefta út- breiðslu þess sjúkdóms, sem nú hefur leitt til dauða hennar í blóma lífsins. Kjarkurinn, hetju- lundin, gleðin og þakklætið geislaði af henni. í slíkum ham verður hún ógleymanleg. Og síð- ar átti hún einnig eftir að gera okkur Mutter Courage ógleym- anlega. Helga þekkti styrk sinn, svo öfundarlaus og jákvæð í garð allra sem raun bar vitni. Svo örugg og óhrædd — ekki sízt við sitt eigið egó. Það var stund- um erfitt, en henni tókst ekki aðeins áð aga það, heldur einnig sigra það. Það hefur ekki öllum tekizt. Að hún var hetja vissi ég ekki fyrr en ég sá hana horfast æðrulausa í augu við þann, sem hún sagði við í bókstaflegum skilningi: Kom þú sæll þá þú vilt. Engan hef ég séð heyja svo harða baráttu af svo miklum kjarki og allt að því skeytingar- lausri hreinskilni við sjálfa sig og aðra. Og það einmitt þegar blekkingin hefði. komi'ð að hvað beztu gagni. Það á áreiðanlega eftir að vefjast fyrir mörgum okkar, hvernig hún komst hjá því að þurfa á henni að halda. Við vissum að Helga var mik- ilhæf leikkona og þurftum ekki að fá staðfestingu á því, en samt skolaði á fjörur okkar heimildum fyrir því að hún var meiri leikkona en ger'ðist í okk- ar þrönga umhverfi. Hún skák- aði jafnvel „stjörnum" sem höfðu dregið að sér heimsat- hygli, það sáum við svart á hvítu þegar kvikmyndin um Virginiu Woolf barst hingað til lands: Marta Helgu Valtýsdóttur, án heimsorðstírs eða Oscars- verðlauna, hefur orðið mörgum ógleymanlegri en sú, sem Elísa- bet Taylor skilaði inn á filmuna. Samt var hún frábær. En svo magnað og raunar ótrúlegt er ævintýrið um þáð litla samfélag sem heitir íslenzk þjóð — og ætti vegna mannfæðar ekki einu sinni að vera til á pappírn- um — að við getum horft af hæstu sjónarhólum, þegar metið er það bezta í íslenzkri samtíð. Þó að margt megi að þessu sam- félagi finna, er það blákaldur og heillandi veruleiki, ekki ein- ungis þar sem hann er yfir- borðslegastur og skrautsýningu líkastur, heldur einnig þar sem hann vakir sannastur undir yfir- borðinu: rætur í gróinni menn- ingu. Að þekkja sjálfan sig og virða aðra íslenzk og ensk gdlfteppi í úrvali TEPPI úr íslenzkri ull. TEPPI með áföstu svampfilti til að leggja beint á gólfi. — ÓDÝR TEPPI: Einnig fallegar danskar IIARÐVIÐAR- KLÆÐNINGAR. Get.um tekið nokkrar teppalagnir fyrir páska. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. TEPPAHUSIfl SUÐURLÁNDSBRAÚT10. REYKJÁViK SiMI:83570 PBOX1311

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.