Morgunblaðið - 31.03.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1968
17
Þessi mynd var tekin á föstudaginn og er af Heklu; þann dag voru liðin 21 ár frá síðasta Heklu-
gosi. Greina má á myndinni dökkan dil efst á suðuröxl fjallsins. Þar undir er enn heitt og það
svo að snjó festir þar ekki, sögðu kunnugir eystra. í góðu veðri má stundum greina í sjónauka
úr byggð, er gufu leggur upp af þessum gíg. (Ljósmynd Mbl.: Ól. K. Magnússon)
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 30. marz
Helga Valtýs-
dóttir látin
Þegar Helga Valtýsdóttir var á
fyrsta ári tók faðir hennar við
ritstjórn Morgunbla'ðsins. Hún
ólst því upp samtímis því, sem
Morgunblaðinu óx fiskur um
hrygg undir stjórn Valtýs Stef-
ánssonar. Valtýr varð fyrir eigin
ágæti mestur blaðamaður á ís-
landi um sína daga, en Kristín
kona hans veitti honum ómetan-
legan styrk í starfi. Nærri má
því geta, að á heimili þeirra
hafi oft verið minnzt á málefni
Morgunblaðsins. Áhugi Helgu
Valtýsdóttur fyrir velgengni
Morgunblaðsins hefur þessvegna
vaknað snemma. Síðar meir tók
hún sjálf sæti í útgáfustjórn
blaðsins. Hugðarefni hennar
voru þó miklu fleiri. Þegar á
æskuárum fann Helga með sér
kraft, meiri en gengur og gerist.
Nokkuð langur tími leið þangað
til henni yrði ljóst, hvernig
hennar óvenjulegu athafnaþrá
yrði bezt beitt. Um skeið fékkst
hún lítillega við málaralist og
fetaði þar í fótspor sinnar snjöllu
móður, Kristínar Jónsdóttur. Sú
listgrein reyndist þó ekki Helgu
hennar rétti vettvangur, hann
fann hún í leiklistinni. Fer ekki
á milli mála, að þar náði Helga
Valtýsdóttir í fremstu röð okkar
kynslóðar á íslandi. Afrek henn-
ar og dugur, einnig eftir að hún
hafði tekið banamein sitt, var
með ólíkindum. Áður en yfir
lauk varð hún að þqla lang-
vinna og þunga sjúkdómsþraut.
Vinir hennar geta ekki harmáð,
að því stríði er nú lokið, en
þeir munu ætíð með söknuði
minnast þessarar miklu hæfi-
leikakonu, sem lézt langt fyrir
aldur fram.
Hreinskilin
ævisaga
íslenzkum ævisöguriturum
hættir við að vera langorðir og
á það jafnt við hvort sem þeir
skrifa um sjálfa sig eða aðra. í
lok annars bindis sjálfsævisögu
sinnar er Sigurbjörn í Vísi enn
ekki búinn að ná miðjum aldri.
Hinn biblíufasti maður fylgir
ekki hinni fornu kenningu:
Ræ'ða yðar sé: já, já og nei, nei.
Það, sem þar er umfram, er frá
hinum vonda. Enda sannast hún
ekki á Sigurbirni. Það er ekki
hinn vondi höfuðpaur, sem stýrir
penna hans, heldur er það lífið
sjálft í öllum þess margbreyti-
legu myndum, sem þar fær út-
rás. Sigurbjörn segir af fullri
hreinskilni frá því, sem fyrir
hann hefur borið og dregur ekk-
ert undan. Þess vegna er saga
hans óvenju lærdómsrík. Hann
þykist ekki hafa verið neinn
dýrlingur, og segir opinskátt frá
þeim glappaskotum, sem hann
hefur gert, og freistingunum,
sem á hann hafa sótt bæði í
einkalífi hans og starfi. Hann
segir óteljandi sögur af viðskipt-
um sínum við meira og minna
þekkta samtímamenn og varpar
nýju Ijósi á einstök atvik stjórn-
málabaráttunnar á fyrstu tveim-
ur tugum aldarinnar.
Lifandi frásögn
Lesandinn sér ljóslifandi ýmsa
atburði, sem Sigurbjörn lýsir.
Svo er t.d. um kosningafund um
uppkastið hér í Reykjavík 1908.
Einkanlega er gaman að lesa lýs-
ingu Sigurbjörns á því, hvernig
Hannesi Hafstein hafi mistekizt,
einmitt vegna þess að samkvæmt
lýsingunni hefur Hannes talað af
mestum mælskuhita. En hvorki
hiti né mælska dugði áð því
sinni til þess að komast inn í
hið harða hjarta Sigurbjörns og
engin nýjung er, að mönnum
þyki meira til um sína menn en
andstæðingana. Sigurbjörn varp-
ar nýju ljósi á það, hvernig stóð
á afsögn Björns Kristjánssonar
úr nýmyndaðri ríkisstjórn 1917,
og skýrir tengslin milli afsagnar
Björns og andúðarinnar í garð
Jóns Magnússonar í kosningun-
um 1919 af hálfu margra þeirra,
sem fylgt höfðu honum áður og
gerðust síðar meir á ný dyggir
fylgismenn hans. En vegna þess-
arar andúðar féll Jón hér í
Reykjavík 1919 og hafði þó
skömmu áður unnið sinn stærsta
sigur og afrek með gerð og lög-
festingu sambandslaganna 1918.
Aldrei hefur Sigurbirni hitnað
meira í hamsi en í baráttu
Knuds Zimsens og Sigurðar
Eggerz um borgarstjóraembættið
1920, en þá var kosið til þess við
almennar kosningar. Þá töldu
KFUM-menn að sér vegið, brugð
ust harkalega við, snerust til
snarprar sóknar og unnu frægan
sigur. Af viðtali Sigurbjörns og
Sveins Björnssonar um kosningu
Knuds má sjá, hversu seint vill
gróa yfir gamlar væringar, og
er þó fátt nauðsynlegra í stjórn-
málum en að láta hi'ð liðna ekki
verða til þess að spilla fyrir far-
sælli framtíð.
Sagt upp starfi
Á æskuárum vann Sigurbjörn
lengi hjá Edinborgarverzlun und
ir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar.
Edinborg var í nánum tengslum
við hlutafélagið Copeland &
Berrie og segir Sigurbjörn m.a.
svo frá:
„Það duldist engum, að eftir ár-
ið 1908-1909 varð hlutafélagið
Copeland & Berrie fyrir ægileg-
um töpum á fiskkaupum, allt að
2 milljónum. Sú saga gekk, að
það hefði verið páfanum í Róm
áð kenna. Hann hefði allt í einu
tekið upp á þeim óvana, að
leyfa þeim kaþólsku að borða
kjöt á föstunni, sem kom sér
svona illa fyrir íslenzka fisk-
kaupmenn og þá sérstaklega fyr-
ir Edinborg, sem var langstærsti
fiskkaupandinn á þeim tíma. —
Fór því svo að hið stóra, þarfa
verzlunarfyrirtæki dró smátt og
smátt saman seglin og endaði
með því að byrjað var að segja
upp starfsfólki, þegar árið 1913
gekk í garð. Þáð var svo 1.
október þetta haust, að hús-
bóndi minn heimsækir mig í
pakkhúsið og tekur mig tali“.
Er skemmst frá því að segja,
áð Sigurbjörn varð að leita sér
annarrar vinnu og er það önnur
saga, sem hér skal ekki rakin.
Það, sem máli skiptir, er, að
þarna er enn eitt dæmi þeirrar
óvissu, sem íslendingar eiga við
að búa vegna þeirra miklu verð-
sveiflna, sem okkar einhæfi út-
flutningur er háður. Sennilega
er það ekki of í lagt, að pen-
ingagildi hafi þá verið hundrað-
fallt við það, sem nú er. Ef Edin
borgarverzlun hefur þá tapað 2
milljónum króna, mundi það því
samsvara a.m.k. 200 milljónum
króna nú. Víst er það há upp-
hæ'ð fyrir eitt fyrirtæki og ekki
nema að vonum, að það þyrfti að
draga saman seglin eftir slíkt
áfall. Athyglisvert er, að ein-
mitt á sömu árum varð Milljóna-
félagið svokallaða gjaldþrota,
sennilega fyrst og fremst sökum
hins sama verðfalls. Hér hefur
lengi tíðkazt að kenna Dönum
og dönskum einokunarkaup-
mönnum áföll þau, sem við áður
fyrri urðum fyrir í utanríkisvið-
skiptum. Víst gerði einokunin
ómetanlegt tjón. En þess
ber einnig að gæta, að flestir
þeir, sem við Islandsverzl-
un hafa fengizt, hafa á fárra ára
fresti orðið fyrir stórkostlegu
tjóni. Atvinnuvegirnir hafa verið
of einhæfir, afurðirnar of tak-
marxaðar og bæði háðar óviss-
um aflaföngum og síbreytilegu
verðlagi. Út af fyrir sig er það
engin huggun, þó að erfiðleikar
hafi áður steðjað að. Þvert á
móti má segja, að einmitt hinir
síendurteknu erffðleikar hefðu
átt að kenna mönnum nauðsyn
þess að skjóta fleiri stoðum und-
ir afkomuna. Þetta sáu og hinir
framsýnustu menn um og upp úr
aldamótunum. Enginn þó betur
en Einar Benediktsson, sem
eyddi beztu árum ævi sinnar og
miklum eignum til að reyna að
skapa nýjan grundvöll fyrir af-
komu þjóðarinnar með virkjun
vatnsaflsins. Sú tilraun mistókst
og hefur lengst af verið talin til
fjárglæfra, þó að sannleikurinn
sé sá, að Einar hafi verið öllum
samtímamönnum sínum raun-
særri um það, sem gera þurfti.
Mim Jnkja með
ólíkindum
Eftir á mun það þykja með
ólíkindum, áð það skuli hafa
kostað harða baráttu á sjöunda
tug aldarinnar að knýja fram
virkjun Þjórsár og byggingu ál-
bræðslu við Straumsvík. Ekki
eru enn liðin tvö ár frá því, að
stjórnarandstæðingar hótuðu því
á Alþingi að skera upp herör um
allt land gegn slíkri ósvinnu!
Einar Olgeirsson sagði á sínum
tíma, að baráttan gegn Atlants-
hafsbandalaginu og varnarsamn-
ingnum mundi algerlega hverfa
í skuggann fyrir þeirri baráttu,
sem hafin yrði g'egn svo svívirði-
legu athæfi sem þæsu. Úr þess-
um stóryrðum varð minna þeg-
ar á reyndi, ekki vegna þess, a'ð
að forystumennina skorti vilja
til þess að koma illu af stað,
heldur af því að þeir fundu
þegar í stað litlar undirtektir.
Og nú, einungis tveimur árum
síðar, vilja þeir láta allt þetta
athæfi gleymast. Þeir þykjast
meira að segja hafa verið með
Þjórsárvirkjuninni, sem þeir ár-
um saman reyndu að gera tor-
tryggilega á alla vegu, og vildu
á síðustu stundu stöðva með því
að hamast á móti álbræðslunni,
en samningurinn um hana var
alger forsenda þess, að hægt
væri áð fá fé til virkjunar
Þjórsár.
Páfimi kom
tvisvar við sögu
Ástæðan, sem þessir skamm-
sýnu menn báru fyrir sig, var
sú, að erlendir menn reistu ál-
verksmiðjuna. Þess vegna töldu
þeir, að íslendingar yrðu erlend-
um áhrifum allt of háðir með
þessu móti. Með þeirri rökfærslu
eru höfð alger endaskipti á hlut-
unum. Sigurbjörn í Vísi segir í
frásögn sinni, að verðfallið eftir
1910 hafi verið kennt páfanum,
af því að hann hafi leyft kjötát
á föstunni. -Hvort sem þetta er
rétt sða ekki, þá voru það er-
lendar orsakir, sem þarna voru
áð verki, alveg eins og marghátt
aðar erlendar orsakir hafa vald-
ið verðfallinu nú. Enn er það að
nokkru leyti páfinn sem kemur
við sögu. Leyfi hans fyrir fisk-
áti á föstudögum hefur að fróðra
manna sögn verkað til mikillar
verðlækkunar á Bandaríkja-
markaði. Um það eru ekki Is-
lendingar einir til vitnis, heldur
telja fiskframleiðendur í Boston
sig hafa orðið fyrir stórkostlegu
tjóni einmitt af páfans völdum.
Auknar fiskveiðar margra þjó'ða,
ekki sízt Austur-Evrópuþjóða
hafa einnig mikil áhrif. Óhemju
smásíldarveiði við Perústrendur
hefur orðið til þess að stórlækka
fiskimjöl í verði. Miklar síldveið
ar Norðmanna á sl. ári urðu til
þess að lækka síldarlýsi. Nú
vona sumir, að litlar síldveiðar
þar verði til hækkunar á lýsis-
verðinu. Er óneitanlega hart til
þess áð hugsa, ef menn þurfa að
byggja vonir sínar á óförum ann
arra, enda veit enginn neitt enn
um verðlagsþróunina á næstu
mánuðum. Jafnvel borgarastyrj-
öld í svo fjarlægu landi sem
Nígeríu hefur orðið til þess að
valda okkur stórkostlegu tjóni,
ekki einungis á sl. ári heldur
setur hún skreiðarframleiðslu á
þessu ári í mikla hættu.
Erlend álirif
ekki nmflúin
Þannig mætti lengi telja. Er-
lend áhrif verða þess vegna ekki
með nokkru móti umflúin.
Spurningin er sú, hvort við vilj-
um láta þau ganga yfir okkur
án þess að geta nokkru um ráð-
ið eða eiga eftir föngum ein-
hvern þátt í því, sem gerist. Með
inngöngu okkar í EFTA og
samningi vi'ð Efnahagsbandalag-
ið á meginlandinu gætum við
eftir atvikum skapað okkur slíka
áðstöðu, og horfið frá því að vera
algjörlega á valdi annarra, en
fengið möguleika til þess að láta
þó eitthvað að okkur kveða. Um
álbræðsluna gildir hið sama. I
stað þess að vera eingöngu háðir
útlendingum og hafa ekkert yfir
þeim að segja, höfum við nú gert
þá okkur háða með samningum,
sem að vísu veita þeim nokkurn
rétt en okkur enn meiri — ekki
einungis rétt heldur miklu meiri
tryggingu en við með nokkru
öðru móti hefðum getað öðlazt.
Árangurinn af þessari heillaríku
stefnu sést nú þegar af því, að á
þeim erfiðleikaárum. sem nú
ganga yfir okkur, þá skapa þess-
ar stórframkvæmdir atvinnu fyr-
ir mörg hundruð manna, sem
ella hefðu verið atvinnulausir.
Hér blasir við dæmi, sem allir
mega sjá, um hverjir réttara
hafa haft fyrir sér í þeim deilu-
málum, sem hæst hefur borfð
síðustu ár.
Seinagangur
í póstsefidingum
Þegar talað er um samskipti
okkar við aðra þá er rétt að
minnast á hvílíkt hneyksli seina-
gangur á póstsendingum til lands
ins hefur reynzt á þessum vetri.
f þeim efnum eru menn raunar
ýmsu vanir en aldrei fyrr á síð-
ari árum öðru eins. Sannar sagn-
ir eru af því að bók, sem póst-
lögð hafði verið í New York
snemma í desember barst hingað
ekki fyrr en um miðjan febrúar.
Þetta var þó smáræði við það,
sem eftir átti a’ð koma í ljós.
Hinn 21. marz bárust tvö
bréf og hafði annað verið póst-
lagt í Washington hinn 8. des.
en hitt í Santa Barbara á vestur-
strönd Bandaríkjanna hinn 6.
des. Allar áttu þessar sendingar
að fara með venjulegum pósti,
þ.e. sendast með skipum. Dags
daglega fara skip frá austur-
strönd Bandaríkjanna til Bret-
lands og meginlands Evrópu og
vikulega og raunar oftar þaðan
og hingað til lands. Trúlegt er,
að til séu mörg fleiri dæmi um
þvílíkan seinagang. Æskilegt
væri að þeir, sem svipaða sögu
hafa að segja geri póststjórninni
aðvart, svo að hún geti undan-
dráttarlaust snúið sér til réttra
aðila í því skyni, að slíkt og
annað eins endurtaki sig ekki.